Vera


Vera - 01.12.1996, Page 10

Vera - 01.12.1996, Page 10
v gdís grímsdóttir Það verða í raun engar breytingar á umræðunni fyrr en Helga stígur fram á sinn agressíva hátt og segir mönnum til syndanna og við það sniglaðist inn í heim bókmenntanna ný hugsun byggð á rökum og staðreyndum. Ég hugsa að fólk sé óðum að átta sig á þessu fyrst ég er að gera það. Gerast ekki allar breytingar fyrst í eigin húsi og svo í samfélaginu?" Einhvem tímann sagöist þú ekki vitja láta flokka bækurnar þínar sem kvennabókmenntir. „Þetta voru mótþróasvör sem snerust fyrst og fremst um túlkun, rangtúlkun og útúrsnúninga á orðinu sjálfu. Hver og einn á sitt mót- þróaskeið og mfn hafa varað lengi og ég finn mér alltaf eitthvað til að berjast gegn. Það var til dæmis mótþrói í mér þegar ég fór í kennara- skólann en ekki í menntaskólann þótt þetta sé ekkert sambærilegt. Ég ætlaði aldrei að verða kennari þótt ég hafi á endanum kennt í tólf ár og líkað það ágætlega. En hvað sem öllu líður, ég mun aldrei velja mér ævistarf af því að ég þoli ekki endanleika." Þú veist þá ekki ennþá hvaö þú ætlar aö verða þegar þú veröur stór? „Nei, ég er ekki búin að velja og ég ætla aldrei að gera það.“ Það er blóð í bókum Svo viö snúum okkurnú afturaö bókunum, þá eru skáldsögurnar þín- ar einhvernvegin allar, nema helst Z, „bláar“á litinn. Er þetta hluti af einhverri rómantík hjá þér? „Kannski er þetta bara eitthvað sem gerist; það er nú líka blóð f bókum. Eitthvað sem rennur T undarlegustu litum og einkennir þær, þið segið að flestar bækurnar mínar séu bláar, þá eru þær það en þá langar mig að benda á að Z ku vera gul. Ég hugsa annars ekki bæk- urnar mfnar í litum og kenni þær hvorki við eina tík né aðra. Þið meg- ið segja að ég sé rómantísk, ég hlýt að samþykkja það.“ Þetta er einhver dýpt og fjarski og þrá eftir öryggi. Himinblámi og djúp. Viss þrá eftir aö sökkva... „Og hverfa.“ Upplifir þú einhvern mun áZog fyrri þókunum að þessu leyti? „Þegar ég ákvað að skrifa bók um ástina ákvað ég líka að yfir henni mætti ekki vera nein slikja. Það hentar efninu ekki, efnið er nær- göngult einsog persónurnar í sögunni eru sjálfar hver á sinn hátt. Sþurningin um frelsiö, ástina og dauðann eru alltaf nærgöngular og í þessari bók reyni ég að afhjúþa svörin með því að láta persónurnar stfga fram grímulausar og tala við lesandann og þær vilja að hann tak- ist á við að leita svaranna. Það var á margan hátt mun erfiðara að skrifa þessa bók en margar hinna af þvf að hún reyndi á marga þætti í mér sem ekki hefur reynt á áður.“ Kristín Viðarsdóttír og Kristín Birgisdóttir Ritstýra ráðin Elísabet Þorgeirsdóttir blaðamaður hefur verið ráðin ritstýra VERU. Hún hefur að baki mikla reynslu af blaðamennsku og ritstjórn og hefur starfað með íslenskri kvennahreyfingu um árabil. VERA býður Elfsabeti velkomna til starfa og væntir góðs af starfi hennar f framtfðinni. úr þ jóðkirkjuimi> <eðirr ei... Um 1850 manns sögðu sig úr þjóð- kirkjunni fyrstu níu mánuði ársins, sem er rúmlega helmingi fleiri en allt árið í fyrra. Menn leiða getum að því að skýringin á þessu sé annars vegar ásakanir á hendur biskupi um kynferðislega áreitni og hins vegar vanhæfni kirkjunnar til að taka á málinu. Nú spyr VERA hvort það sé rétt að segja sig úr þjóðkirkjunni út af þessu og ennfrem- ur hvort konur eigi að sýna kirkjunni það umburðarlyndi sem kirkjan og kirkjunnar menn hafa ekki sýnt konum í þessu máli?

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.