Vera


Vera - 01.12.1996, Qupperneq 11

Vera - 01.12.1996, Qupperneq 11
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR> < KRISTÍN ÁSTGEIRSDOTTIR Nei, aö sjálf- sögðu er ekki rétt að hlaupa upp til handa og fóta og segja sig úr þjóðkirkjunni þó að einhver starfs- maður hennar, hversu hátt settur sem hann er, hafi misstigið sig allhrapallega á vegi dyggðarinnar og misnotað aðstöðu sína. Ég ætla svo sannarlega ekki að fara að kveða upp neinn úrskurð, sekur eða saklaus, enda ekki upplýst um málið nema I gegnum fjölmiðla. Ég held að með því að segja sig úr þjóðkirkjunni séum við að lýsa svo miklu vantrausti og frati á annað fólk aö við hljót- um að vera Guðum lík sjálf. Nei, það hefur ekki hvarflað að mér eitt augnablik að segja mig úr þjóðkirkjunni vegna þessa máls enda kann ég vel að meta þá þjónustu og þann stuðning sem ég og mín fjölskylda verðum aðnjótandi innan kirkjunnar. Og þetta með umburðarlyndið, þaö er ekki neitt umburðarlyndi aö skella hurðum á eftir sér, út úr sinni eigin kirkju, og það lýsir heldur ekki neinu baráttuþreki. En það að hafa umburðarlyndi og baráttuþrek er alveg nauðsynlegt ef maður ætlar að ná fram ein- hverjum breytingum á hvaða sviði sem er. Já, sýnum umburðarlyndi gagnvart kirkjunni því hún er barn síns tíma hverju sinni og treystum á hana í heild sinni. Þjóðkirkjan er þrátt fyrir allt ekki réttarkerfið í landinu, en einmitt í réttarkerfinu eiga öll kynferðisaf- brotamál sinn farveg, í hvaða stétt þjóöfé- lagsins sem þau eru framin. Og réttarkerfinu í þessu landi veitir svo sannarlega ekki af að- haldi frá okkur konum. Á þeim bæ skulum við ekki sýna of mikið umburðarlyndi þegar um kynferöisafbrotamál er að ræöa, heldur nýta allt okkar baráttuþrek fyrir réttlætið. Höfundur er húsmóðir og vinnur á saumastofu í Vík í Mýrdal. • > Á undanförnum áratugum hafa kvenguðfræðingar greint hugmyndafræði kirkjunnar, skilið á milli upprunalegra kenninga (með því m.a. að lesa og túlka guðspjöllin upp á nýtt) og mannasetninga kirkjufeðranna sem eiga sér aldagamlar rætur. Sumar hafa lýst kirkjuna, hvaða kirkju- deild sem í hlut á, óalandi og óferjandi vegna rótgróinna feðraveldishugmynda, aðrar vilja breyta og bæta og vinna konum þann sess sem þeim ber innan kirkjunnar, aðlaga störf og hugmyndir nýjum veruleika. I löndum kaþólskra er talað um að konur streymi úr kirkjunni og í Bandaríkj- unum ertöluvert um það að svartar konur gangi til liðs við Islam m.a. vegna þess að þær líta á kristna trú sem kúgunartæki hvítra. Eftir því sem ég best veit hafa umræður verið af skornum skammti innan íslensku þjóð- kirkjunnar um stöðu kvenna, um ríkjandi hugmyndir lútherskrar guðfræði um konur, hvað þá um það hvernig kirkjan nær til kvenna og hvernig hún þjónar þörfum þeirra. Fyrir örfá- um árum gerði nefnd frá Lútherska heimssambandinu athugasemdir við stöðu kvenna inn- an íslensku þjóðkirkjunnar og íslenskir kvenguðfræðingar hafa gagnrýnt karlveldið innan kirkjunnar. í ýmsum kirkjudeildum erlendis þar sem konur eru öflugar hafa átt sér stað mikiar umræður um stöðu kvenna, heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og áreitni og það hvernig kirkjan getur tekið á slíkum málum. Að þessu leytinu er íslenska þjóðkirkjan langt á eftir enda má segja að „biskupsmálin" hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti yfir vanmegnuga prestastétt þótt mörg slík mál hafi verið til meðferðar í öðrum löndum, t.d. í Bandaríkjunum. Ég varð ekki vör við að reynt væri að setja úrsagnir úr þjóðkirkjunni sér- staklega í samhengi við óánægju kvenna á nýafstöðnu kirkjuþingi og ég veit ekki hvort kirkj- unnar þjónar skilja þau sterku viðbrögð sem margar konur hafa sýnt í kjölfar biskupsmál- anna svokölluðu. Skoðum málið. Biskup þjóðkirkjunnar er sakaður um kynferðislega áreitni við konur og reyndar sakar ein þeirra hann um tilraun til nauðgunar. Málin eru öll svo gömul að þau telj- ast fyrnt, sekt eða sakleysi verða aldrei sönnuð. Þessar ásakanir koma upp um leiö og önnur mál svo sem harðar deilur innan söfnuðar í Reykjavík, kæra guðfræðings til umboðs- manns Alþingis vegna meöferöar biskupsstofu á málum hans og nú síðast fjármál bisk- upsstofu. Biskup heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu en tvær kvennanna standa fast við sitt. Þá risa prófastar landsins upp, sálusorgararnir sjálfir, þeir sem eiga að hugga, styöja og styrkja og lýsa yfir sakleysi biskups. Þar með tóku þeir afstöðu með öðrum máls- aðilanum og lýstu konurnar ómerkar. í mínum huga sá ég aldagamalt karlveldi kirkjunnar rísa uppá afturlappirnarí vörn fyrir klerkana. Valdið sem um aldir hefur haldið konum niðri. Valdið sem stóð fyrir rannsóknarréttinum og galdrabrennunum. Valdið sem heldur konum frá stjórn kirkjunnar. Valdið sem berst gegn sjálfstæði og réttindum kvenna víða um heim og á alls staðar sameiginlegar rætur aftur í grárri forneskju sem á ekkert skylt við nútím- ann. Mín viðbrögð voru þau að segja mig úr þjóðkirkjunni til að lýsa vanþóknun minni á því að prófastarnir felldu sinn dóm. Aðrir verða að vega og meta hvers virði kirkjan og starf hennar er þeim og með hvaöa hætti þeir eða þær bregðast við úrræðaleysi og kjarkleysi þjóðkirkjunnar sem situr og bíður í stað þess að taka á stnum málum í anda Krists sem einu sinni velti um borðum og vildi hreinsa til í samkunduhúsinu. Við eigum ætíð að sýna umburöarlyndi, en allt hefur sinn tíma. Að segja sig úr þjóðkirkjunni hefur sinn tíma, ef hún horfist ekki í augu við breytt samfélag og setur sér það markmið að endurspegla heim kvenna jafnt sem karla, þjóna konum sem körlum, söðla um og sýna konum virðingu, líka þeim sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á breyskum prestum. ál tamál

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.