Vera


Vera - 01.12.1996, Qupperneq 21

Vera - 01.12.1996, Qupperneq 21
Kristín Aðalsteinsdóttir er fráskilin fjögurra barna móðir og hefur keyrt leigubíl í fjórtán ár. Jafnframt því að keyra leigu- bíl hefur hún unnið síðustu fimm árin á verkstæði sem sér- hæfir sig í að ryðverja bíla. Stína, en hún er aldrei kölluö annað, er ein af tíu konum sem vinna við leigubílaakstur hjá Hreyfli. Þegar hún var að byrja að keyra var fólk mjög hissa á þvt að sjá kvenmann við stýrið, en hún segir að það sé lið- in tíð. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að keyra leigubíl - oft vill verða þras og leiðindi út af sígarettum og áfengi sem farþegar geta ekki hugsað sér að vera án. Verst hlýtur þó að vera þegar ælt er í bílinn, kvöldið ónýtt og óskemmtilegur þrifnaður framundan. Sem betur er það þó fremur undantekning en regla og farþegar Stínu eru flestir hinir prúðustu. Það er vissulega mikið annriki hjá Stínu en hún reynir að gefa sér tíma fyrir áhugamálin og fátt kann hún eins vel að meta og góða úti- veru, en hana fær hún meö því að þeysa á snjósleðanum sínum á veturna. Það liggur beinast við að spyrja Stínu hvort hún sé með einhvers konar mótor-dellu. Hún svarar því neit- andi en segist hins vegar ekki vera í nokkrum vafa um hverj- ir draumabílarnir séu, en þeir eru Audi ogNissan Maxima. Ég þakka Stínu fyrir spjallið og svo er hún rokin út í umferð- ina í leit aö farþegum. Unnur Valdís Kristjánsdóttir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.