Vera


Vera - 01.12.1996, Síða 25

Vera - 01.12.1996, Síða 25
sæta öðrum starfsskilyrð- um en ef um karl væri að ræða. Það er alvarlegt þeg- ar verið er að ráða presta í hálft starf og oft eru það konur sem eru ráðnar T hálft starf aðstoðarpresta. Prestsstarfið er fullt starf. Ég efast ekki um að þessar konur vinni fullt starf, en þær fá ekki laun í sam- ræmi við það.“ Halla Jónsdóttir, deildarstjóri fræðslu- deildar Þjóðkirkjunnar, tekur undir þá skoð- un séra Geirs að fjölgun kvenna í aðstoðar- prestastétt sé neikvæð. „Það er hætta á að konur verði þar fastar sem láglaunastétt, sérstaklega í Reykjavík," segir hún. Hugsanleg skýring á sókn kvenna T stöð- ur aðstoðarpresta er að þær kjósi fremur að þúa á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskyldu- aðstæðna, en þar eru flestar stöður aðstoð- arpresta. „Það er erfitt að fá konur út á land," segir Baldur Kristjánsson. „Þær eiga erfiðara með að draga mennina með sér, en prestslaun eru þannig að bæði hjón verða yfirleitt að vinna úti. Út af þessu verða kon- ur síður sóknarprestar." Önnur skýring er að konur eigi erfitt upp- dráttar í prestskosningum. Séra Geir telur þó að konur geti átt auðveldara en karlar með að komast í stöður sóknarpresta nú- orðið. „Það þýðir ekki fyrir miðaldra presta að sækja á móti nýútskrifuðum kvenguð- fræðingi," segir hann. „Það getur þó verið að það hafi neikvæð áhrif ef kona með ung börn sækir um prestsstarf, en menn setji síður fyrir sig þó karlmaður í sömu aðstöðu sæki um.“ Ef starf aðstoðarpresta er að verða kvennastarf, þá er Ijóst að djáknar eru löngu orönir að kvennastétt. Nú eru allir starfandi djáknar konur og aðeins örfáir karlar hafa lokið djáknanámi. „Það er alveg synd ef það fara bara konur í þetta,“ segir Ragnheiður Sverrisdóttir, sem er djáknamenntuð. „Það er ekki einhlítt að djáknar hafi lægri laun en prestar, en við höfum ekki tekjur af auka- verkum sem prestar hafa. Ég lít á presta og djákna sem jafningja og hef mikinn áhuga á að fá fleiri karla inn í stéttina." Valtað yfir konur í Prestafélaginu Framboð kvenna í stjórn Prestafélags ís- lands varð að miklu hitamáli T sumar. Tvö sæti voru laus í stjórninni og var stungið upp á tveimur konum, séra Guðnýju Hallgríms- dóttur og séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur, í þau. Hvorug þeirra hlaut kosningu og varð það til þess að séra María Ágústsdóttir sagði sig úr Prestafélaginu. „Tvær bráðgáfaðar og snjallar konur voru í framboði, en þær hlutu ekki kosningu því þarna vou karlmenn í meirihluta," segir séra María. „Kristnar konur byggja sTna sjálfs- mynd á Biblíunni og kristin trú veitir okkur okkar réttu stöðu. Það er kannski þess vegna sem okkur sárnar þegar umhverfið bregst öðruvísi við.“ Séra Solveig Lára stakk upp á konunum tveimur og segir ástæðu þess hafa verið þá að erfitt sé fyrir konu að vera ein í karla- stjórn. „Við höfum alltaf verið með eina konu sem er að vinna í karlahópnum. Það gengur ekki. Þess vegna stilltum við upp tveimur konum," segirhún. „Þærtværkon- ur sem hafa setið einar í stjórn Prestafé- lagsins, þær brunnu hreinlega upptil agna. Það var valtaö þvílíkt yfir þær að aðrar eins lýsingar hefur maður sjaldan heyrt." Formaður Prestafélagsins er ósammála kvenprestum um að þær þurfi að eiga sTna fulltrúa í stjórn félagsins. „Ég hef bent mönnum á að það sé varasamt að segja að þessi og þessi hópur eigi að hafa full- trúa þarna inni,“ segir séra Geir. „Ef að all- ir hópar eiga að hafa sinn fulltrúa, þá höf- um við bara ekki stjórnarsæti fyrir þá. Það er bara til ein tegund af prestum í Presta- félaginu og það eru prestar. Kynferði skipt- ir þar ekki máli." Fyrir þá, sem finnst kynferði skipta máli, komu nýlega gleðifréttir frá Austurlandi. Þar voru þrjár konur kosnar í stjórn Prestafélags Austurlands, sem er merkilegtfyrir þær sak- ir að þær eru allar með fremur stutta starfs- reynslu sem sóknarprestar. Aðstæður er líka sérstakar á Austurlandi að því leyti að þar eru um 40% sóknarpresta konur. Er kominn tími til aö kjósa kvenbiskup? í kjölfar ásakana þriggja kvenna á hendur biskupi um kynferðislega áreitni gaf herra Ólafur Skúlason út þá yfirlýsingu að hann myndi láta af störfum t lok næsta árs, eða tveimur árum fyrr en annars heföi verið. Bisk- upskjör verður þvT á næsta ári og hefur séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir lýst því yfir að hún muni gefa kost á sér í þvT kjöri. Viðmælendur Veru voru all- ir sammála um að það væri mjög jákvætt að Auður Eir gæfi kost á sér til biskups. Hins vegar voru þeir neikvæð- ari varðandi möguleika hennar á sigri, bæði vegna þess að hún er umdeild og eins vegna þess að hún er kona. „Það er henni ekki til framdráttar að hafa verið með Kvennakirkjuna," segir séra Mar- ía. „Við heyrum líka að nú sé ekki rétti tím- inn fyrir konu að verða biskup. Það eru rúm tuttugu ár síðan Auður Eir vígðist og áður var kona búin að vígjast sem djákni. Hvenær kemur rétti tíminn?" Starfandi prestar, kennarar í guðfræði- deild Háskólans og fulltrúar leikmanna kjósa biskup og verða karlmenn þar vænt- anlega í miklum meirihluta. Ein kona er stundakennari í guðfræðideild, en hún hefur ekki kosningarétt T biskupskosningum. Karl- menn eru meirihluti starfandi presta og til- hneigingin hjá sóknarnefndum hefur verið að kjósa karlmenn sem fulltrúa leikmanna. „Ef maður skoðar sóknarnefndirnar, þá eru þetta svo til allt konur," segir séra Sol- veig Lára. „Hverja kjósa þær svo sem sína fulltrúa? Þessa örfáu karla sem eru T sókn- arnefndunum." Fáar aðrar konur en séra Auður Eir hafa verið nefndar sem hugsanleg biskupsefni. Nokkrir nefndu þó að séra Dalla Þórðardótt- ir ætti möguleika á að verða biskup eftir 10- 20 ár. Hún er sú kona sem hefur náð hvað lengst innan kirkjunnar, bæði sem eini kven- prófasturinn af ellefu ogsem eini kvenprest- urinn á kirkjuþingi. „Margir spá því að Dalla verði vTgslubisk- up á Norðurlandi þegar Bolli Gústavsson hættir," segir Halla Jónsdóttir. „Dalla hefur verið sterkur fulltrúi kvenna á kirkjuþingi og komið þar mörgum góðum málum að." Hver sem niðurstaðan verður í biskups- kjörinu er Ijóst að framboð séra Auðar Eir er til þess fallið að vekja athygli á málefnum kvenna og stöðu þeirra innan kirkjunnar. Auður Eir metur sjálf möguleika sína til að sigra T biskupskjöri sem takmarkaða, en hún gerir lítið úr þeirri röksemd að ekki sé kominn tími til þess að kona verði biskup. „Auðvitað er kominn tími til að kona verði biskup," segir hún. „Það eru liðin 2000 ár. Ég ætla að nota þennan tíma til þess að koma fram okkar málefnum. Það er mál til komið að við hrærum við þessari kirkju." kon >r í kirkju

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.