Vera - 01.12.1996, Side 26
Anna Gunnlaugsdóttir mynd-
listarkona hélt fyrstu sýningu
sína erlendis sl. sumar. Það
var í Danmörku og hlaut hún
mikið lof þarlendra gagn-
rýnenda. Anna málar konur,
sterkar konur sem finna frið í
sjálfum sér, eins og einn gagn-
rýnandinn orðaði það. Sem
sagt: stórar og kraftmiklar
konur. Vera heimsótti Önnu og
spurði hana hvers vegna hún
veldi þetta myndefni.
„Þegar ég eignaðist barn fyrir ellefu
árum var eins og allar flóðgáttir
opnuðust innra með mér. Ég hafði
lítið málað um nokkurt skeið, en
fylltist skyndilega óskaplegum
krafti og þörf fyrir að mála. Ég varð
svo meðvituð um kynhlutverk mitt
þegar ég varð móðir að myndefnið
varð ósjálfrátt konur, ekki portrett
af ákveðnum konum heldur svipur
kvensálar. Þessi ákafa þörf fyrir að g
mála konur hefur ekkert minnkað 'I
með árunum. Mér finnst ég geta
sagt meira með þessu myndefni en
nokkru öðru," segir Anna.
Næstum áþreifanlegar
Anna hefur alla tíð teiknað og málað og fór í Myndlista- og handíðaskól-
ann sautján ára. Eftir að hún útskrifaðist úr málaradeild var hún um tíma
á Beaux Arts-skólanum í París, en hélt svo aftur heim og stundaði ýmis
störf til að hafa í sig og á, en málaði þess á milli sósíalrealískar myndir
af miklum krafti.
„Myndirnar sem ég málaði voru oft innblásnar af konunum á Hrafn-
istu þar sem ég vann þá.”
Seinna bætti hún við sig námi í grafískri hönnun og fór að vinna við
það bæði á auglýsingastofum og heima í stofu. Þá var lítill tími fyrir mál-
verkið þar til eldri dóttirin fæddist og Anna fylltist móöurlegum eldmóði
og þurrkaði smám saman allt út af myndfletinum nema konurnar. Hún
málar sterk, næstum áþreifanleg form. Litirnir eru ekki beinlínis skærir,
en áberandi í óvenjulegum samsetningum. Konurnar geta veriö svartar
á hörund meö Ijósrautt hár í bláum kjól eða grænar á brún og brá við blá-
an bakgrunn. Akrýllitina blandar hún sandi eöa fínmuldu gleri og sparsl-
ar á masanít og fær þannig lifandi og áþreifanlega áferð.
Ofug kynformerki
í sumar hélt Anna fyrstu einkasýningu sína erlendis, á Billedværkstedet
á Jótlandi, og hlaut mikla athygli og lof danskra gagnrýnenda. Dönsku
blöðin sögðu myndir hennar hressandi upplifun og ferskan andblæ og
myndheiminn mannaðan sterkum konum sem sprengdu utan af sér
rammana í öllum merkingum. Kvenlýsingar Önnu voru sagöar mjög
óhefðbundnar en yfir þeim hvíldi samt mikil ró: Þetta eru sterkar konur
sem finna frið í sjálfum sér. í Aalborg Stifttidende sagði: „Anna Gunn-
laugsdóttir er mjög spennandi listamaður. Verk hennar er nýjar túlkanir
á kristnum goðsögnum. í stuttu máli setur hún öfug kynformerki á þekkt-
ar persónur biblíunnar. Það er Eva sem þiggur lífið t gegnum vísifingur
guðs - ekki Adam. Á krossinum er Kristur í kvenlíki og lærisveinarnir eru
lærimeyjar. í verkinu Adam og Eva er Eva í forgrunni. Hún vogar sér að
snúa fram og í nærmynd líta beint í augu áhorfenda á meðan Adam sést
í prófíl í bakgrunni. Myndir Önnu krefjast nánari kynna og íhugunar. Það
nægir ekki að líta stuttlega á þær, þvert á móti, þær koma heilabúinu af
stað. Það fer ekki hjá því að
maöur yfirgefi salinn með öfug
kynformerki í huga og íhugi
hvernig veröldin væri ef refs-
ingu og hefnigirni væri skipt út
á móti mildi og kærleika."
Allt Evu aö kenna
„Yfirskrift sýningarinnar var
Guð er kona?, og er spurningar-
merkið nauðsynlegt því hér eru
ekki á ferðinni djúpar kvenna-
guðfræðilegar pælingar eða
myndir sem málaðar eru af trú-
arþörf,” segir Anna og leggur
áherslu á að hvorki trúarþörf né
kvennaguðfræöi hafi verið
kveikjan að þessum myndum.
„Mig langaði bara til að
skoða guðsímyndina sem
milda, ástríka og sterka konu,
en ekki refsandi, hefnigjarnan
karlguð. Mér finnst spennandi
og forvitnilegt að skoða guð
sem konu og einnig að setja
konur í þau karlahlutverk sem
dýrkuð eru T biblíunni. Ég leik
mér líka að því að blanda sam-
an einkennum ólíkra kynþátta í
ásjónu hverrar konu. Ef guð
hefði alltaf verið kona og sagan hefði skráö konur í karlastað hver hefði
útkoman orðið þá? Ég veit það ekki en víst er að veröldin væri önnur í
dag. Ég fór aö velta því fyrir mér af einskærri forvitni hvort kristin trúar-
brögð, já og reyndar flest önnurtrúarbrögð, væru mér meira aðlandi fyr-
ir bragðið.”
Sem barn deildi hún herbergi með ömmu sinni, sem ól hana upp í
guðsótta og góðum siðum og kenndi henni fjölda bæna og sálma.
„Ég var mjög trúuð, en samt hrædd við öll þessi átök góðs og ills.
Sagan af Evu fannst mér til dæmis ógnvekjandi og ekki síður þeir dóm-
ar sögunnar sem hún hefur hlotið. Eva át af skilningstrénu og öðlaðist
viö þaö þekkingu sem átti aö vera henni og Adam hulin. Fyrir það refsaði
guð Evu og dætrum hennar með því að þær skyldu ala börn með kvöl-
um. Og fyrir hvað? Fróðleiksfýsn, leit aö sannleika Itfsins. Skýrari geta
skilaboðin til kvenkynsins varla verið. Þegar ég frétti af þessu meö Evu
ákvað ég snarlega að eignast aldrei börn. Allt Evu að kenna.”
Ég varð aö skilja!
Þegar Anna nálgaðist unglingsárin varð trúin henni ofviða og hún varð að
kúvenda í trúmálum til að finna frið í sálinni.