Vera


Vera - 01.12.1996, Qupperneq 33

Vera - 01.12.1996, Qupperneq 33
Sigríður Ól.: Þú meinar hagfræðingastóðið! Birna: Já, því það er auðvitað nauðsynlegt fyrir hreyfinguna að hafa allar faglegar uþþlýsingar fyrir hendi og hafa greiðan aðgang að reiknimeistur- l unum. En það verður að vera hreyfingin sjálf sem tekur ákvarðanir, ekki hagfræðingarnir sem hafa sömu forsendur og atvinnurekendur. Sigríður Ól.: Það getur verið mjög erfitt aö útskýra fyrir félagsmönnum niðurstöður hagfræðinganna. Eins og þegar þeir tilkynna okkur að kauþ- máttur hafi hækkað um einhver 8%. Þessu er erfitt að kyngja þegar fólk finnur þetta ekki í þuddunni. Birna: Þeir reikna heldur aldrei nein raunveruleg dæmi, heldur eru alltaf með einhver meðaltöl. Nú má ekki taka orð mín þannig að ég hafi enga trú á sérfræðimenntun eða geri lítið úr henni. Það er alltaf spurning um hvernig maður nýtir hana. Menn með sérþekkingu vilja gjarnan að allar lausnirnar rúmist innan þess ramma sem þeirra þekking næryfir. Það er bara ekki hægt að finna reikningslegar lausnir á öllum hlutum. Á að reikna sig upp á góð laun eða á að nýta þann kraft sem býr í verkalýðs- hreyfingunni? Sig. Ól.: Hagfræðingarnir eru auðvitað að vinna fyrir okkur en málið er að það er svo mikið bil á milli þess sem töflurnar þeirra segja og því lífi sem fólkið lifir. Hvernig er hægt að sannfæra fólk um að kaupmáttur hafi auk- ist ef það finnur það ekki sjálft? Hildur: Það er ekki hægt. Vinnustaðasamningar Nú heyrast hugmyndir um að núverandi form kjarasamninga sé úrelt og farið er tala um að forstööumenn fyrirtækja og stofnana fái aukið vald til að að ákvarða laun. Ef reyndin verður sú, hvaða áhrif hefur það á stöðu kvenna? Hildur: Verkalýðsfélögin hafa auðvitaö alltaf verið að gera rammasamn- inga og við höfum aldrei komist upp úr þeim, því miður. Samið er um lág- markstaxta og svo eru yfirborganir endalaust. Þetta er að gerast á öllum vinnustöðum og það er veriö að eyðileggja félögin. Einstaklingssamning- ar hafa auðvitað alltaf verið við lýði innan fyrirtækja, en nú er verið að tala um heilu vinnustaðasamningana og það held ég að sé hættulegt. Ég er hrædd við þá umræðu sem nú fer fram að verklýösfélögin eigi hvergi að koma nærri. Ég trúi því ekki að fólk samþykki að slíkir samningar verði gerðir án íhlutunar verkalýðsfélaganna. Sigríður Kr.: Konur koma aldrei vel út úr slíkum samninum. Ég er alltaf hrædd við það þegar tengingin rofnar milli fólksins og verkalýðsfélag- 1 anna. Fólkið verður að finna að félagið vinni fyrir það. Ég get ekki séð að einstaklingassamningarog vinnuhóþasamningarséu þess eðlis að auka tengslin. Og nú er ekki minna mikilvægt að hafa sterk verkalýösfélög, en fyrir 15 árum. Birna: Hugmyndin hjá atvinnurekendum og rikinu er auövitað aö reyna að sþlitta verkalýðshreyf- ingunni upp. Sjálfsagt er að færa ákvarðanir um kjarasamninga til fólksins því almenn þátttaka er alltaf for- senda fyrir því að ná samningum. En ef samningagerðin sjálf á að færast til vinnu- staðanna þá verður þetta eins og t Bret- landi. Litlir vinnustað- Til jólagjafa Ný lína á handsmíðuðum silfur- og gull- skartgripum Gott verð Skólavörðustíg 10 Sími 561-1300 LÁRA' 'sííUsmið'í^ ir detta hreinlega út. Þetta er hægt á stórum vinnustöðum, því þar er fjar- lægðin við yfirmennina meiri og fólk getur því frekar bundist samtökum. Sigríður Ól.: Við erum að vinna í sérkjarasamningum núna og höfum góða reynslu af þeim við stórfyrirtæki eins og Birna nefndi, t.d. ÍSAL. Þar koma öll stéttarfélögin að. Verkalýðshreyfingin á þess vegna alls ekki að hafna þessu alfarið heldur skoöa þessi mál vel. Það er hægt að semja um kjör við vinnuveitandann innan stóru fyrirtækjanna þegar alltgengur vel, en félagið verður þó alltaf að vera til staðar að baki fólkinu, þegar á þarf að halda og taka trukkið. Fyrir utan þaö, að við höfum hreinlega ekki fólk inn- anfélaganna með þáfélagslegu færni sem þarf til að standat þessu. Þetta er ekki eitthvað sem vinnustaður kemur að einn og sér, án aðstoðar. Ekki markaðssetningu í biskupstofustíl Verkalýðshreyfingin hefur verið í mikilli skoðun aö undanförnu og sætt mikilli gagnrýni, kröfurnar hafa ekki þótt nógu öflugar, fólkið ekki nógu virkt og þá kannski helst konur. Hvernig eru þessi mál stödd hjá ykkarfé- lögum? Hildur: Hjá okkarfélagi eru jöfn kynjahlutföll í stjórn félagsins. Þetta hef- ur ekki verið vandamál hjá okkur. Ég held að verkalýðshreyfingin þurfi að standa betur saman þegar á reynir og auglýsa sigtil að virkja fólkið. Mark- aðssetning er það sem þarf. Sigríður Ól.: Ég er varaformaður í týþísku karlafélagi og fulltrúi þeirra á mörgum stöðum og hef aldrei fundið fyrir því að vera kona. Núorðið eru menn mjög hlynntir konum og þeirra baráttu. Ég er fulltrúi karlmannanna og þeir hafa kosiö mig, hvorki vegna þess að ég er kona né þrátt fyrir það. Sigríður Kr.: Hjá BSRB eru fleiri konur í stjórn félagsins og það er eðli- legt, enda fleiri félagsmenn konur. Fyrir 10-15 árum voru sum mál sem konurtóku uþþ bara fyndin í augum karlanna, þegart.d. fæðingarorlofs- mál bar á góma var alltaf glottað og hlegið. Þetta hefur auðvitað breyst en það er athyglisvert að enn í dag er fæðingarorlofsumræðan kvennaumræða, og enn eru konur einar að vinna aö þeim málum. Nú er t.d. í umræðunni að karlarnirfái sinn rétt til fæðingarorlofs, og það er svo sannarlega af hinu góða. Ég vildi samt gjarnan sjá einhverja grasrótar- hreyfingu karla á bak við þær hugmyndir, en ekki eingöngu rtkisskipaða nefnd sem er að koma þessu á framfæri. Birna: Ég átti sæti varamanns í stjórn ASÍ fyrir nokkrum árum og þar voru miklar karlrembur innanborðs. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort hægt væri að hafa kvenvænna skipulag f verkalýðshreyfingunni, t.d. eru langir kvöldfundir óhentugir. Og reyna frekar að færa hreyfinguna inn á vinnustaöina - koma nær fólkinu. Ég held að það væri nær, í stað þess að reyna aö markaðssetja hana í biskupsstofustíl. Það ereðlilegt að gera félögin lifandi á vinnustöðunum. Sigurbjörg: Þú átt við að verkalýðshreyfingin hætti að vera stofnun og verði aftur hreyfing fólksins. Birna: Já, t.d. að starfsmenn félagsins fari meira inn á vinnustaðina. Hildur: En það er annað Birna, nú eru vinnustaðafundir við lýði og mikið notaðir. En þeir mælast misjafnlega vel fyrir, jafnvel hjá félagsmönnum. Sigríöur ól.: Við létum gera könnun fyrir okkur varðandi þessi mál og þar kom einmitt í Ijós að vinnustaöafundir eru sterkasta vopnið í höndum fé- laganna. En varðandi þátttöku kvenna veit ég ekki. Eins og ég hef áður komið inn á er ég frá týpísku karlafélagi og vön að sitja fundi með körl- um. En fundir með konum eru allt ööruvísi, t.d. þessi fundur hérna með ykkur... Sigurbjörg: Varstu nokkuð hrædd við að koma? Sigríöur Ól.: Nei, nei það sem ég meina er að við tölum dálítið annað tungumál. Sum mál má bara alls ekki nefna hjá körlunum, þeirtala líka almennara um málefnin - kannski yfirborðskenndara. Sigurbjörg: Já, ég þekki þetta með tungumálið... kjramál

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.