Vera - 01.12.1996, Side 35
Sameiginlegur fæðingarorlofssjóður
íslenskar konur búa við það í dag að réttur til launa í fæðingarorlofi er
mismunandi eftir því hvaða stéttarfélagi þær tilheyra. Þannig halda
konur í opinbera geiranum hluta af launum sínum í 6 mánaöa fæðing-
arorlofi meðan aðrar þiggja lágmarksbætur frá Tryggingastofnun ríkis-
ins, nema einstök félög sem samið hafa um að atvinnurekandi taki
þátt í greiðslunum og brúi bilið milli tryggingabóta og launa viðkomandi
konu. Til þess að leiörétta þetta misrétti var sett á stofn nefnd með full-
trúum ríkisvalds og verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin stóð
saman sem aldrei fyrr og krafðist þess að í stað þess að leiðrétta mis-
muninn niður á við eins og ríkisvaldið fórfram á yrði leiðréttingin þess
eðlis að þau réttindi sem opinberir starfsmenn þegar hefðu yrðu ekki
frá þeim tekin. Auk þess gerðu verkalýðsfélögin kröfu um sameiginleg-
an fæðingarorlofssjóð og tólf mánaða fæðingarorlof sem kynin skiptu
með sér. Áður en nefndin gat lokiö störfum var hún leyst upp af heil-
brigðisráðherra.
Sigríður: Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar í nefndinni voru einfald-
lega afgreiddar sem framúrstefnulegar. En raunveruleikinn er bara
þessi i dag, fæðingarorlof þarf að vera 12 mánuöir og karlar og konur
eiga að skipta því á milli sín. Það er nauðsynlegt til að konur séu ekki
í raun og veru annars flokks vinnuafl. Það er verið að segja við konur í
dag, ég skal ráða þig í vinnu ef þú verður ekki ólétt næstu tvö árin! Mér
finnst beinlínis hættulegt að lengja fæðingarorlofið án þess að
karlarnir komi inn.
Sólveig: Þetta er einmitt raunveruleiki sem konur búa við í dag,
í öllum atvinnuviðtölum kemur spurning um börn upp: Áttu börn
og/eða ætlarðu að eignast þau? Og þá helst hvenær? Þetta eru
aftur á móti spurningar sem ungir karlar fá ekki. Meðan barna-
uppeldi er enn á ábyrgð konunnar og ekki er til neinn sameigin-
legur fæðingarsjóður er auðvitað von að atvinnurekandinn
spyrji. Þetta er eingöngu spurning um debit og kredit hjá honum.
Sigríður Ól.: Ég vinn t.d. hjá Reykjavíkurborg en í samningum
sem ég vinn eftir er ekki um aö ræða nein laun í fæðingarorlofi.
Það liggur við að það myndi borga sig fyrir mig að skipta um
vinnu og arka niður Laugaveginn sem kasóléttur stööumæla-
vörður, þá eftir opinbera kerfinu! Ég hef rætt þetta í mínu félagi
og í kringum 1990 datt mér t hug að kannski væri hægt að byrja
með þessa kröfu hjá Dagsbrún því við erum svo fáar konur þar. Rök-
in hjá Reykjavíkurborg voru að ASÍ-félögin hefðu ekki slíkan rétt.
Hildur: Krafan um launað fæðingarorlof hefur aldrei veriö há-
vær innan okkar félags, það er varla að hún hafi verið rædd.
Birna: Þetta endurspeglar bara þá staðreynd að karlar ráða hjá
ASÍ og launað fæðingarorlof hefur ekki verið þungavigtarkrafa
hjá þeim.
Sigríöur Ól.: Hjá okkar félagi er hins vegar fæðingarstyrkur
sem var hugsaður út frá karlmönnum, til þess að þeir geti tek-
ið sér vikufrí frá vinnu vegna fæðingar barns. Skilyrðið fyrir því
var að félagsmaðurinn yrði aö vera í sambúð. Þess vegna kall-
aði ég styrkinn „Bolatoll". Þegar við svo endurskoöuðum regl-
urnar þannig að þær næðu jafnt til karla og kvenna innan félags-
ins var þetta ákvæði tekið í burtu.
Góðar stelpur komast til himna,
siæmar hvert sem er!
Sigurbjörg: Ein spurning að lokum, er jafnréttisbaráttan á ís-
landi stéttskipt?
Birna: Ég get svarað bæði já og nei, því hún er líka aldursskipt.
Jafnréttisumræða diskókynslóðarinnar er t.d. alveg glötuð að
mínu mati. Á heildina litið er umræða um jafnréttismál meiri hjá fólki
sem hefur meiri skólagöngu og hefur þ.a.l. haft fleiri tækifæri til að
skoða hlutina. En jafnréttisbaráttan mótast alltaf fyrst og fremst af
þjóöfélagsumræðunni. Tökum t.d. fegurðarsamkeppnir og þessa
æsku- og fegurðardýrkun sem nú tröllríður öllu. Þetta kemur allri jafn-
réttisumræðu á núllpunkt. Þegar það er orðið upphaf og endir hamingj-
unnar hvernig við lítum út, þá er það orðið mjög jafnréttisfjandsamlegt.
Hildur: Fyrir nokkrar árum sneristjafnréttisumræðan mikið um að jafna
hlut kvenna í stjórnunarstöðum. Ég held að ófaglærðar konurí mínu fé-
lagi líti svo á að jafnréttisumræða og kvennabarátta sé eitthvað sem
þeim kemur ekkert við, heldur sé umræða fyrir menntaðar konur.
Sigríöur Kr.: Hugsum aöeins til baka og byrjum á mussukerlingunum,
klisjum um rauðsokkur sem gátu ekki náð sér í karla. Þetta var auðvit-
að grasrótarhreyfing kvenna sem kom úr öllum stéttum. Siðan hefur al-
menningsviðhorfið sem betur fer breyst og farið er að taka mark á kon-
um sem manneskjum. En jafnréttisbaráttan í dag er oröin að
menntaelítu. Ég held að verkakonum og venjulegu fólki finnist það ekki
eiga samleið með henni. Menntaðar konur tala um óréttlæti sem þær
þúa við og er mjög sjáanlegt - t.d. of fáar konur í stjórnunarstöðum. Hjá
okkur eru sömu taxtar fyrir konur og karla og misréttið er kannski ekki
eins sýnilegt. Við konur eigum ekki lengur þennan sterka sameiginlega
vettvang fyrir jafnréttisbaráttu, og það er mjög slæmt.
Sólveig Jónasdóttir