Vera - 01.12.1996, Qupperneq 36
jólabvkur
Z ástarsaga
Vigdís Grímsdóttir
löunn 1996
Skáldsagan Z ástarsaga lýsir tilfinningalífi
þriggja kvenna og samskiptum þeirra við nán-
ustu ástvini sína. Systurnar Anna og Arnþrúð-
ur, segja frá til skiptis en inn í hefðbundna frá-
sögn þeirra fléttast bæði Ijóð og bréf. Anna fær
bréf frá ástkonu sinni Z og svarar henni með
Ijóðum og sjónarhorn Z birtist í bréfum hennar.
Frásögnin er því sögð frá sjónarhóli þessara
þriggja kvenna. Sagan fjallar um mannleg sam-
skipti, ást og afbrýði, óendanleika og endalok.
Þegar sagan hefst hefur Anna fengiö þann
úrskurð að hún gangi með banvænan sjúk-
dóm. Það er eftirtektarvert að Anna leynir veik-
indum sínum fyrirZ en systir hennar og mágur,
Valgeir, vita hvert stefnir. Ástríöa einkennir
samskipti Önnu og Z í byrjun en tilfinningar
eins og væntumþykja og umhyggja vaxa eftir því
sem líður á samþand þeírra. Anna villl hlífa Z en
einnig sjálfri sér með því aö leyna veikindum sín-
um fyrir A. Hún óttast að viðmót Z til hennar
óreytist viti hún um sjúkdóminn og Z muni frem-
ur umgangast hana sem sjúkling en ástkonu.
Skáldsagan Z ástarsaga gerist á einni vetr-
arnóttu árið 1997 en á þeirri nóttu er lífshlaup
kvennanna þriggja rifjaö upp. Aðaláherslan er
þó lögð á tímabilið eftir að Anna og Z kynnast.
Allt frá fyrsta fundi þeirra í júníbyrjun 1994 og
fram til þeirrar nætur er sagan er sögð fylgist
lesandi vel með framvindu tímans því bæði
bréfin frá Z og Ijóð Önnu eru tímasett. Anna
kallar Ijóð sín mánudagsljóð og þau eru öll stíl-
uð á mánudaga en ef litið er á dagatöl frá síð-
astliðnum tveimur árum kemur fram að dag-
setningar bréfanna eiga ekkert endilega við
mánudaga. Það eru því einungis mánudagar í
lífi Önnu sem hér skipta máli rétt eins og sú
nótt er sagan geirst á er nótt hennar. Sagan er
samtímasaga en ártalið 1997 læðir þó að
þeirri hugmynd að kannski sé þessi saga að
gerast um leið og hún er lesin.
Ástin er mikilvæg í lífi systranna og báðar
elska þær heitt. Anna er lesbía en Arnþrúður er
gagnkynhneigð. Ást þeirra systra og samband
þeirra við elskhuga/ástmey er eitt meginvið-
fangsefni sögunnar. Vigdís dregur upp tvær
hliöar á þessu samóandi, þá samfélagslegu
og þá tilfinningalegu. Hún leggur áherslu á að
ástin milli tveggja einstaklinga er sama eðlis
hvort sem um er að ræöa ást milli karls og
konu eða ást milli tveggja kvenna. Samfélagið
hefur aftur á móti þau áhrif að ástarsamband
kvennanna getur aldrei náð því hversdagslega
jafnvægi sem hefðbundið samband nær. Mun-
urinn á ást þeirra systra felst T persónuleika
þeirra en ekki kynhneigð. Ástin gerir Arnþrúði
afbrýðisama og óörugga og hún er ekki mönn-
um sinnandi ef hún veit ekki allt um eiginmann
sinn. Anna finnur ekki til afbrýðisemi, henni
nægir að eiga góðar stundir af og tii með ást-
konu sinni og lifir í jafnvægi þess á milli. Ást
Arnþrúðar er sambærileg við ást Z. Þær eru
báðar afbrýðisamar og óöruggar ef þær fá ekki
að vita allt um ferðir þess sem þær elska. Val-
geir og Anna hins vegar eru mun sjálfstæðari
gagnvart ástinni. Sagan leggur áherslu á að
kynferði skiptir engu máli þegar ástin er ann-
ars vegar. Arnþrúður og Z eiga fleiri þætti sam-
eiginlega, til dæmis þörfina fyrir að skilja allt.
Anna hefur hins vegar ekki þessa þörf fyrir að
skilja eða skilgreina hluti og hún gerirýmislegt
óvenjulegt. Engu að síðurtrúir hún á mátt skyn-
seminnar og undirstrikar það mótsagnir í skap-
gerð hennar.
Stíll Vigdísar
er hnitmiðað-
ur og frá-
sögnin öll
vönduð. í
Ijóðunum og
bréfunum er
Ijóðrænn stíll
og er þar t.d.
mikið um
endurtekn-
ingar en ann-
ars notar Vig-
dís þær
hóflega.
Samtöl eru
trúverðug og
vel gerð en
einstaka
Mikið úrval!
Konfekt-, og
piparkökumót. Sprautupokar ásamt
ýmis konar bökunarvörum.
PIPAR OG SALT
KLAPPARSTÍGUR 44 - REVKJAVÍK
• 562-3614 - FAX 551-0330
sinnum verða þau og frásögnin í kringum þau
upphafin. Þetta á t.d. við í samtali Arnþrúðar, Z
og Valgeirs heima hjá Z nóttina sem sagan ger-
ist. Þá sitja þau á milli vonar og ótta um afdrif &
Önnu og bíða þess sem verða vill og hið hátíð-
lega samtal undirstrikar líðan þeirra. Þetta er
sérstök nótt, ekkert hversdagslegt né léttúð-
ugt við hana og þau biðja hvert annað að segja
frá til að drepa tímann.
Hér hefur verið tæpt á nokkrum atriðum Z
ástarsögu, sögu sem vekur lesendur til um-
hugsunar um ástir, örlög og fordóma. Ástar-
samband Önnu ogZ er þarí miöpunkti. Sagan
sýnir á skýran hátt hve samfélagið gerir líf
þeirra erfitt og allt að því óbærilegt stundum.
Sagan er vel skrifuð og tjallar um viðkvæmt
efni sem kemur öllum við. Hún er sannarlega
fengur fyrir bókaunnendur sem og alla þá sem
hafa áhuga á mannlegum samskiptum.
Sigurrós Erlingsdóttir
/
MeinaJbörn &
manupang
Björg Örvar
100 bóka forlagið 1996
Hér er komin skáldsaga sem hlýtur að sæta
tíðindum í íslenskum bókmenntum. Þetta er
bráðskemmtileg saga sem leiftrar af frásagn-
argleði, auðugu ímyndunarafli ogfrumleika og
er umfram allt afar vel skrifuð. Höfundurinn,
Björg Örvar, er þekkt myndlistarkona og hefur
hún áður gefið út eina Ijóðabók en Meinabörn
og maríuþang er fyrsta skáldsaga hennar. í
Sagan gerist á mörkum raunveruleika og
fantasíu og fléttast saman örlög manna og ým-
issa kynjaskepna á einstaklega frumlegan hátt
og frjósaman (í margvíslegum skilningi). Þótt
uppspretta skáldskaparins sé fyrst og fremst
frjótt ímyndunarafl Bjargar, notfærir hún sér
óspart aðra texta svo sem Biblíuna og íslensk-
ar þjóðsögur svo og náttúrufræði fjörunnar -
því fjaran er það mikla kynjabeð þar sem hluti
söguþráöarins er spunninn og ræktaður á
óvæntan hátt.
í sögumiðju er fjölskylda ein í litlu sjávar-
plássi úti á landi: hjónin Jón og Bergþóra, dæt-
ur þeirra Álfhildur og Marta, að ógleymdri
ömmu í Arnarkoti, móður Jóns. Á öðru sviöi
i
ráða kynjaverurnar og erkióvinirnir Ljósfjandi
og Sukkuba, sem bæði geta brugðið sérí allra
kvikinda líki, eða tekið á sig þá mynd sem