Vera - 01.12.1996, Page 37
hentar þeim hverju sinni. Eða kannski er ekki
rétt að segja að þau ráði á öðru sviði því vald
þeirra og sköpunarkraftur teygir sig inn á það
i svið sögunnar sem telst til þess raunveruleika
sem við okkur blasir, svona frá degi til dags.
Svo margbrotinn er söguþráðurinn að hér verð-
ur ekki reynt að greina frá honum, heldur ein-
ungis sagt að meðal þess efnis sem hér er
fjallað um eru ástir af ýmsu tagi, vinskapur,
hjónaband, einsemd, samband kynjanna,
staða kvenna, æskan og ellin, kukl og morð -
svo fðtt eitt sé nefnt! Vonandi nægir þessi upp-
talning til að kveikja í væntanlegum lesendum
því lestrarnautn mikla er af hafa af þessum
texta. Og talandi um lestrarnautn má minna á
kenningar franska táknfræöingsins Roland
Barthes um bllðan og stríðan lestur, þar sem
sá fyrrnefndi á við lestur á texta sem er átaka-
laus og léttur en hins síðarnefnda stríöur og
krefjandi, en að sama skapi skapandi og mun
meira gefandi en hinn. Texti Bjargar er áreiöan-
lega af seinna taginu; texti sem býður upp á
nautn sem hinn blíði texti getur aldrei veitt þótt
hann geti verið ágætis afþreying um stundar-
sakir.
Persónusköpun er með afbrigðum
skemmtileg í þessari bók. Flestar eru persón-
urnar eftirminnilegar og má nefna t.d. áður-
nefndan Ljósfjanda, Mörtu, sem eins og nafn-
iö gefurtil kynna á ættir að rekja til hafsins, og
ömmu í Arnarkoti, sem framan af sögu er kar-
læg en í óvæntum söguhvörfum vindur af sér
blóðrefill einn mikinn (elli-refillinn) og yngistfrá
degi til dags. Mikill húmor býr í textanum og
svo og lúmsk íronía. Og síðast en ekki síst er
textinn víða þrunginn erótík sem á fáan sinn
líka I íslenskum samtímabókmenntum.
Óskiljanlegt er hvers vegna bókaforlögin
hafa ekki bitist um að fá að gefa út þessa bók,
en staðreyndin er sú að Björg Örvar gekk bón-
leiö til búðar hjá nokkrum forlögum þar til hún
ákvað að lokum að gefa bókina út sjálf í 100
eintökum. Og kemur hún nú út meö lítilli við-
höfn rúmum þremur árum eftir að Björg lauk
við hana. Þeir sem hafa verið aö bíöa eftir nýrri
frumlegri skáldsögu, þar sem heillandi sögu-
efni blómstrar í texta sem er ekki einungis frá-
bærlega stílaður heldur leikur sér einnig með
ímyndunarafl ogtungumál þannig að eftir verö-
urtekið, ættu aö reyna að komastyfireintak af
Meinabörnum & Maríuþangi. Það gæti þó orð-
ið þrautin þyngri því væntanlega eru hin fáu
eintök löngu upp urin hjá höfundi.
Soffía Auður Birgisdóttir
Alla leið hingað
Nína Björk Árnadóttir
Iðunn 1996
Það eralltaftilhlökkunarefni að opna nýja bók
eftir Nínu Björk Árnadóttur. í þetta sinn send-
ir hún frá sér Ijóðabók sem inniheldur tæp-
lega þrjátíu Ijóð sem hún skiptir niður t þrjá
kafla.
Nína hefur aldrei verið hrædd við tilfinninga-
semi og Ijóð hennar eru í senn falleg, per-
sónuleg og fleytifull af tilfinningum.
Og eins og oft áður yrkir hún um ástina,
sem færir gleði og sársauka.
Titill bókarinnar gefur til kynna ferð og les-
andinn fylgir Ijóðmælandanum á leið hans
gegnum lífið. Þessi leið er ekki vörðuð atburð-
um eða ártölum heldur ræður hjartað för.
Ljóðin í fyrsta kaflanum eru heiöbjört og ein-
kennast af birtu og mildi. í Ijóðinu Júní (bls. 9)
sem er fyrsta Ijóð bókarinnar, eru hafið og
borgin við sundin persónugerð. Hafið hvtslar
að borginni eins og ungur elskhugi að unn-
ustu sinni: „Mundu mig alltaf/svona ...". Lýs-
ingin á elskhuganum í Ijóðinu Hár þitt er
áhrifamikil, „Hár þitt bylgjaðist og hrundi yfir
nekt mína, yfir ást mína. Svo steigstu fram úr
hárinu. Þú rannst inn í mig. Hár þitt lék sem
harpa og ég klippti gull við tónaflóðið bjarta."
(bls. 11) Elskhuginn er nálægur og ástin er
ennþá heit og hrein. I miðkafla bókarinnar
hefur sársaukinn gert vart við sig. Ljóðin ein-
kennast af söknuði eftir liðnum tíma/ást, en
vonin er þó ekki slokknuð. Ástin er forboðin
og birtan er ekki lengur söm „Ef til
vill/komumst við þangað aftur." (Birta bls.
25). í lokakaflanum og jafnframt þeim
lengsta lítur Ijóðmælandinn yfir farinn veg og
rifjar upp bernsku sína undir Þóreyjarnúpi. Eft-
irsjáin er allsráöandi og fortíðin skiptir hann
nú meira máli en framtíðin. í Ijóðinu Flugstöö
(bls. 40) er því lýst með einföldum orðum „Ég
greip um handlegg/spurði/ hvaöan ég væri
að koma/stað þess að
spyrja/ hvert ég væri að
fara." Ástin tilheyrir liðnum
tíma og dagur lífsins er að
kveldi kominn „í löngum
fjarska/ eru geislar
dags/sem létu hjarta þitt
lifa þá." (í löngum fjarska
bls. 32) Ljóðmælandinn
hefur lokið leið sinni T bili
og þaö hefur sannarlega
verið þess virði að fylgja
honum alla leiö hingað.
Sólveig Jónasdóttir
Lúðrasjreit
EuuStmu
Elísabet Jökulsdóttir
Mál og Menning 1996.
Á bókarkápu er tala um sjaldgæf tök skáldsins
á „þessu vandmeöfarna formi þar sem í senn
er sögð saga og spunnið Ijóð." Elísabet Jökuls-
dóttir kann sannarlega að segja sögu, hún hef-
ur greinilega unun af því. Og þaö sem örsög-
urnar hennar eiga sameiginlegt með lúðrasveit
eru margvíslegir tónar úr öllum skala mann-
legrar tilveru, sem hreyfa við njótandanum og
dvelja með honum eftir að flutningi lýkur.
Söguhetjur örsagnanna eru nafnlausar, en
þær eru kenndar við eiginleikann eða aðstæð-
urnar sem kveikja sögu þeirra: „konan í bjarg-
inu“ (58), „fúli maurinn" (64), „konan sem
breytti sér í konu" (11), og „konan með bros-
ið" (10) sem var vitni að morði á hverri nóttu
en brosti til viðskiptavinanna i gegnum glerið í
bankanum, „sama brosinu og maður brosir
framan í þá sem maður grunar um morð." (10)
Og svo er það kofastelpan að austan, þaðan
sem þokan líður um T logninu. Eftir að hún flutt-
ist í bæinn „fór logniö að bergmála í æðunum
og þokan þéttist í höfðinu..." (9) Tilfinningar
verða gjarnan áþreifanlegar, hlutgerðar. Sumar
sögumar deila á eitthvað í lífi nútímamannsins,
kaupæði, efnishyggjuna, yfirborðsmennskuna,
skeytingarleysi, hola tóninn. Margar taka
óvænta stefnu undir lokin, eru fyndnar, háðsk-
ar, sorglegar og oft sannari en sjálf Sagan.
Aðrar bara eru. Segja örlitla sögu.
Sumar sögurnar skil ég ekki. En það breytir
engu. Það má njóta þeirra án þess að skilja
þær T botn. Þær leiöa mann engu að síður
áleiðis, ýta við einhverju í manni, kveikja eitt-
hvað T huganum, T hjartanu, t sálinni. Þær
Ókeypis félags- og lögfræðileg
ráðgjöf fyrir konur.
^msúc
SIMI552-1500
Opið þriðjudagskvöld
kl. 20.00 - 22.00 og
fimmtudaga
14.00-16.00
grænt númer
800-6215
jólab í^íur