Vera


Vera - 01.12.1996, Page 39

Vera - 01.12.1996, Page 39
sína, eða m.ö.o. að takast á við hefðina. Þetta gerir Gerður Kristný á einstaklega skemmtileg- an og frumlegan hátt. í sögubyrjun er lýsing á komu Halldórs Laxness til Kaupmannahafnar árið 1919 þegar hann var 17 ára gamall. Lýs- ingin er öll hin skoplegasta og er nóbelskáldiö sýnt í íronísku Ijósi sem ungur sjálfsmeðvitað- urspjátrungur, sveitapilturí heimsborgaraleik. Með þessum kafla hefur Geröur Kristný á táknrænan hátt afkrýnt kónginn meö góðlát- legu grfni - og kemur hann ekki meira við sögu. Því það er ekki Laxness, heldur tveir mun yngri íslenskir höfundar sem eru greinilegastir áhrifavaldar á Gerði Kristnýju sem höfund, þau Pétur Gunnarsson og Steinunn Sigurðardóttir. Gerður Kristný vísar meðvitað aftur og aftur í Pétur Gunnarsson og bregður jafnvel fyrir heilu setningunum úr sögunni af Andra sem Pétur sagði í fjórum skáldsögum. Áhrifin frá Stein- unni tengjast fyrst og fremst stíl og persónu- sköpun. Persóna Tinnu er skyld bæði Öldu úr Tímaþjófnum og Samöntu úr Ástin fiskanna: Hún er falleg og veit af því (ánægð með sig) og hin íróníska lífsýn minnir á Öldu. En kannski á Regnbogi í póstinum meiri snertifleti við Ástin fiskanna. Báðar eru sögurnar stuttar og segja frá ungri íslenskri stúlku í útlöndum. í niðurlagi Regnbogans er þessi klausa: „Mamma svarar og þegar ég heyri röddina hennar sé ég hana fyrir mér þegar hún er í góða skapinu. Þegar hún er nýkomin úr gufu- baði og er að lakka á sér táneglurnar. „Ég er að koma heirn," segi ég óðamála. „Þú læturokkur pabba þinn vita hvenær þú kemur og við sækjum þig út á völl. Hvernig er veðrið hjá þér?“ Hún býður ekki eftir svari heldur tekur til við að lýsa íslenskum lægðardrögum af ótrúlegri UtttttD H Y G E A ényrtivöruverélun Við bjóðum ykkur þekkt og vönduð snyrtivörumerki. Skartgripir, töskur og silkislæður í miklu úrvali. Verð fyrir alla. Góð og þægileg þjónusta H Y G E A <t ny rt iv ö r u ver.t lu n Kringlunni - Austurstræti 16 innsýn í veðurfræðina. Ég strýk kusk af nýja, bleika kjólnum mín- um og þar sem ég stend með símtólið í hend- inni finnst mér ég eitt andartak minna á ein- hverja konu sem ég þekki. Ég man bara ekki hverja." (bls. 139). Lesandi íslenskra nútímabókmennta man hverja: hana Samöntu úr Ástin fiskanna. í lokin er gaman að velta fyrir sér hvort Tinna hafi við bókarlok einhverja mynd að benda á og segja: „Svona er ég núna“. Ekki samkvæmt sögunni sjálfri því Regnbogi í póst- inum er ekki þroskasaga af því tagi sem mið- ar að lausn eða fullum þroska sögukonu. Ég leyfi mér að gamni þann hæpna leik að sam- sama söguhetjuna Tinnu, sem segir frá í 1. persónu, höfundi sínum og vísa til myndarinn- ar á bókarkápunni. Þar getur að líta hálft and- litið á Gerði Kristnýju sem í dag getur bent á kápuna og sagt: „Svona er ég núna, ungur kvenrithöfundur", en enn eru ekki öll kurl kom- in til grafar og ýmis konar fyrirheit leynast í þeim andlitshluta sem enn er hulinn óræðu mynstri. Soffía Auður Birgisdóttir Dóra S. Bjarnason Mál og menning 1996 „Sú kona, sem hugðist eiga barn fyrir sjálfa sig, var metnaöargjörn, nokkuð hrokafull og sjálfsörugg á yfirborðinu. Hún var einlæg í þekkingarleit sinni og trúði því að hún gæti lagt eitthvaö af mörkum. Hún hélt sig miklu lífsreyndari en hún var og setti nám og störf ofar tilfinningum. Þessi kona, sem var ég, gat leiftrað af lífsgleði, sokkið í depurð og unnið eins og hestur." Þessi orð eru lýsandi fyrir þaö hvernig fólk, sem hefur mætt hinu óviöráðanlega, sér sjálft sig f sínu „fyrra lífi“ - talar um sig f þriðju persónu og sér sig í rauninni sem aðra manneskju. Formálinn er líka lýsandi fyrir þessa hugsun, hann skiptist í tvo kafla: Ég var... Hann er... Dóra segir sögu sína og Benedikts, fal- lega drengsins síns, en hennar nýja líf hófst þegarfötlun hans kom í Ijós. Við sem eigum ófötluð börn vitum afar lítið um líf fatlaðra enda hefur sú stefna verið rikjandi um aldir að halda þeim víðs fjarri öðru fólki. Á síðustu árum hafa þau viðhorf verið að breytast, aðal- lega skilst manni þó á meðan það kostar ekki of mikið og truflar hina ófötluðu ekki of mikiö. Benni hóf sína skólagöngu í sérdeild f leik- skóla, en bæði Dóra og barnfóstran hans voru ósáttar við þá dvöl. Lýsing Dóru er mjög slá- andi: „Þegar ég kom inn á deildina sá ég ekki litla son minn sem sat þó á dýnu beint fyrir framan augun á mér. Ég sá aðeins herbergi með mörgum litlum skelfilega fötluðum börn- um sem húktu svipdauf eins og hrúgur á víð og dreif um herbergið, en nokkrar fullorðnar kon- ur voru að störfum og töluðu saman yfir börn- in. Mér fannst sem gleði og hlátur væru víös fjarri þessum öguðu vinnubrögðum. Þegar ég svo áttaði mig á því að ein af þessum dauflegu hrúgum var barnið mitt sortnaði mér fyrir aug- um. Ég greip drenginn og ók heim blinduð af tárum.“ ....Seinna skildi ég þessi viðbrögð betur. Ef margar mikið fatlaðar manneskjur koma saman í hóp veröur hópurinn undarlegri en hver einstaklingur um sig. Það er eins og fötlunin sjálf magnist upp og verði aðalatriðið. Hún byrgir manni sýn á einstaklingana sjálfa og persónueinkenni þeirra. Þá veröa sam- skipti í slíkum hópum öðruvísi en tíðkast í sambærilegum hópum ófatlaðra eða í blönd- uðum hópum. Á venjulegum dagheimilum eru börnin aö leik og störfum en hinir fullorðnu f bakgrunninum. Þarna snerist þetta við. Hinir fullorðnu voru virkir og atorkusamir, en börnin að sama skapi þögul og óvirk." (53) Þar með hófst baráttan fyrir því að Benni fengi að vera með ófötluðum börnum, fyrst í leikskóla og sfðan í æfingadeild Kennarahá- skólans. Sú barátta var ekki áfallalaus. Fyrsti almenni leikskólinn sem Benni var í „gafst upp" - Benni var rekinn úr skólanum fjögurra ára gamall. Hann komst síöan í Grænuborg haustiö eftir og barnið sem hafði „vorið áður verið vandamál var nú virk lítil manneskja, rúll- aði boltum, skreiö f gegnum „orma", smíðaði með hamri, teiknaði, mokaði og byggði úr kubbum." (59-60) Og mikilvægast af öllu: Eignaðist vini og félaga. Eins og þessar tilvitnanir benda til virðist viðhorf skólafólksins, ráöa miklu um þaö hvernig til tekst. Sú blöndun sem Dóra talar um gengur ekki út á það að hrúga öllum sam- an í bekki til þess eins að láta svo alla taka sama prófið að vori, með misgóðum árangri. Hún talar um samvirkt nám og til dæmis um það er verkefni sem Benni tók þátt í ásamt 7 öðrum börnum í bandariskum skóla. Börnin voru að baka bollur ásamt kennara sínum, þau „vógu efnið í deigið, blönduðu geri, sykri jólabkur

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.