Vera


Vera - 01.12.1996, Síða 47

Vera - 01.12.1996, Síða 47
jafnrétti í heiðni Nýlega gaf Guörún Kristín Magnúsdóttir, rithöfundurog myndlistarkona, út mikla bók sem hún nefnir Óösmál. Þar fjallar hún um norræn trúarbrögö og uppruna norrænnar menningar í Hindúisma sem Æsir báru meö sér frá Asíu. Orðið Óöinn er komiö beint úr sanskrít, Yodhin, og sömuleiðis nöfnin á hröfnum hans, Huginn og Muninn eöa Yogin og Múni. í þessu verki kemur Guörún Kristín meö nýja skýringu á rúnatali Hávamála. Hún segir aö þar sem Óöinn hangi á vingameiði stundi hann I rauninni hiö eina sanna jóga og þaö eigi ekkert skylt viö þjáningu. Guörún Kristín segir ennfremur aö I heiöni hafi ekki veriö til sú kvenfyrirlitning sem var flutt hingaö inn fyrir 1000 árum. Hún rekur skýringuna á stööu kvenna á Norðurlöndum til jafnréttis kynjanna í heiönum siö og telur aö þessi menningararfur hafi tryggt okkur einna bestu lagalegu stööu í heimi. Þetta er því greinilega forvitnileg bók fyrir konur og fróðlegt aö velta fyrir sér grunninum sem viö stöndum á. sbj. Stofnaðir 1939 PRÓFANÁM - FRÍSTUNDANÁM Öldungadeild á grunn- og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið. Námsaðstoð fyrir skólafólk. Innritun í Miðbæjarskóla 16. ogl7.jan.kl. 17:00-19:30 Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Mjódd j^VOLENGnÆRH^EM^IFÍÍ^ STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR Kvenfrelsi, frá oröum til athafha Landsfundur Samtaka um kvennalista Landsfundur Samtaka um kvennalista var haldinn 2.-3. nóvember 1996 í Viðeyjarstofu. Yfirskrift fundarins var Kvenfrelsi, frá orðum til athafna. í yfirlýsingu sem samþykkt var í lok fundarins segir orðrétt: „Á 14. landsfundi Kvennalistans beinum við sjónum að möguleikum kvenna til áhrifa T nokkrum þeim málum sem næst okkur standa og þeim árangri sem þegar hefur náðst. Á þessu ári eru liðin 20 ár frá því að jafnréttislög voru sett, sem kveða á um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, en staðan sýnir að hægt hefur miðað í því að ná markmið- um laganna. Oft á tíðum hafa þau verið orðin tóm. Kvennalistinn hefur komið mörgu til leiðar á Alþingi þótt ekki hafi orðið að þátttöku í ríkisstjórn. Hins vegar hafa kvenfrelsiskonur kom- ist til valda T nokkrum sveitastjórnum og fengið þar tækifæri til þess að breyta orðum í athafnir. Þær hafa sýnt það og sannað að það er pólitískur vilji sem skiptir máli. Nærtækustu dæmin höfum við afvett- vangi borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem orðin ein eru ekki látin duga. Þar er leikskóla- og grunnskólamálum sinnt af ríkulegum metnaði. Þar eru f undirbúningi aðgerðir til þess að taka á launamisrétti kynjanna. Þar er jafnréttismálum gert hátt undir höfði og um þessar mundir er verið að hrinda af stað athyglisverðri tilraun með fæðingarorlof feðra. Þá hefur konum markvisst verið fjölgað í stjómunarstöðum, og það án þess að ýta til hliðar hæfum körlum. Þetta sýnir að pólitískur vilji erfor- senda þess að orðum sé breyttíathafnirí sveitastjórnum og við stjórn landsins. Það eru miklir umbrotatímar í íslenskum stjórnmálum. Þeir fela í sértækifæri sem konur verða að nýta sér minnugar þess að hvert eitt skref skiptir máli. Það styttist í næstu sveitastjórnarkosningar en einmitt þá gefst tækifæri til þess að sækja fram og styrkja enn stöðu kvenna. Landsfundur Kvennalistans hvetur konurtil þess að leita allra leiða til að tryggja sjónarmiðum jafnréttis og kvenfrelsis brautargengi jafnt í landsmálum sem í sveitastjórnum. Margt bendir til þess að uppstokkun sé framundan T Islensku flokkakerfi. Kvennalistinn hlýtur nú sem fyrr að vega og meta hvaða leiðir skila kvennabaráttunni fram á veginn og hvort breyttar baráttu- aðferðir geti skilað meiri árangri. Landsfundur Kvennalistans hvetur kvenfrelsiskonur til samstöðu og frumkvæðis í umræðunni um fram- tíðarþjóðfélagið og þann hlut sem konur ætla sér í mótun þess.“ Eins og fram kemur í þessari ályktun var megin áhersla landsfund- arins á mikilvægi þess að leita nýrra leiða til að hrinda jafnrétti í fram- kvæmd. Kvennalistinn bendir á að tími orða er löngu liöinn, hugarfars- breyting á sér ekki stað án aðgerða. Kvennalistinn hefur auðvitað alltaf haldið þessu fram en hlotið heldur dræmar undirtektir hjá öðr- um stjórnmálaflokkum. Nú eru samt ýmis teikn á lofti sem benda til þess að gamli fjórflokkurinn sé aö átta sig á því að ekki verður geng- ið fram hjá konum öllu lengur. Sú breyting er hins vegar alfarið afleið- ing þess að konur innan þessara flokka hafa tekið sig saman og sagt „hingað og ekki lengra." í þessu felst sú lexía að konurgeta aldrei far- ið af vaktinni, ef við konur stöndum ekki vörð um okkar hagsmuni ger- ir það enginn annar. Og þá erum við kannski komin að kjama málsins sem er að Kvennalistakonur eiga samleið með öllum þeim sem setja kvenfrelsissjónarmið á oddinn. Áfram stelpur! kvnnabaráttan

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.