Vera - 01.10.1997, Side 7
Ragga Gísta syngur og Herdís (með húfuna) leikur á
bassa. Bára Grímsdóttir tónskálds, meö hattinn, spilaði
á gítar smátíma með Grýlunum - hér á Melarokki.
Ljósm: Emilía B. Björnsd.
okkur allar fram. Linda hafði aldrei áður
verið í hljómsveit en lagðist nú í að stúdera
trommubít, Inga Rún hafði fram að þessu
stundað klassískt gítarnám og lítið höndlað
rafmagnsgítar. Eg hafði mesta reynsluna í að
koma fram og þá sem söngvari, og ég var svo
sem allt í lagi sem hljómborðsleikari, en ég
var alveg óvön að syngja um Ieið og ég
spilaði.-.Herdís var klárasti hljóðfæraleika-
rinn strax í upphafi.“
En af hverju var Ragnhildur að stofna
kvennahljómsveit - einhver erlend fyrir-
myndf
„Eg hafði verið í rnjög skemmtilegri
kvennahljómsveit í tónlistarskóla, spilaði á
bassa - að vísu karlmaður við trommurnar
en við klæddum hann í bleikan kjól.“ Af
öðrum liðsmönnum má nefna Tótu kórstjóra
(Þórunni Björnsdóttur) sem spilaði á saxófón
og Hrafnhildi Guðmundsdóttur óperusöng-
konu sem lék bæði á gítar og píanó. „Þessi
hljómsveit hét Sveindís. En aðalástæðan fyr-
ir að ég stofnaði Grýlurnar var að ég var
orðin leið á karlrembunni í hljómsveitunum
sem ég hafði verið í. Þegar ég sagði skilið við
þann tíma var tekið viðtal við mig og í því
sagði ég að nú ætlaði ég að stofna kvenna-
hljómsveit og gaf upp símanúmerið mitt fyr-
ir þá sem áhuga hefðu - og þá varð ekki aft-
ur snúið. Það var ótrúlegur hellingur af stelp-
um sem hringdi, þannig að ég setti upp svona
alvöru „odisjón", eða prufu, þar sem
umsækjendur komu í æfingahúsnæði og
spiluðu á sín hljóðfæri og ég og tveir vinir
mínir spiluðum með á það sem þurfti með
hverjum og einum. En frammistaða á
hljóðfæri er ekki aðalatriðið, heldur karakt-
erinn - það skiptir miklu máli að þeir veljist
vel saman í hljómsveit - að fólk sé áhugavert
og hafi húmor. En þrátt fyrir fjöldann var ég
fljót að velja verðandi Grýlur. Herdís hafði
verið að semja lög og spilaði vel; Linda hafði
litla kunnáttu en var mjög taktföst og hafði
mikið úthald í Henson-gallanum - kom
örugglega beint af fótboltaæfingu á Eyrar-
bakka. Ég hafði aldrei séð þær áður, en Ingu
Rún hafði ég heyrt urn því að við áttum sam-
eiginlega vini. Þetta var reyndar ekki bara
spurning um mitt val, heldur líka hvort þær
vildu vinna með mér. Það var engin erlend
fyrirmynd að Grýlunum - mig langaði bara
að vinna með konum. Þær hafa aðra tilfinn-
*ngu en karlmenn fyrir tónlist - dýpri,
næmari - einhvern veginn öðruvísi... Karl-
menn hefðu aldrei búið til eins tónlist og
Grýlurnar, eða texta. Þeir sjá ekki það sama
í fari fólks og konur“.
Grýlurnar urðu til á pönk- og nýbylgju-
árunum hér. Hvernig flokkar þú ykkar
músik?
„Grýlurnar voru ekki pönk - þetta er
svona ,,sarkastikk“ kvenna-popp-rokk.
Háðið skipti miklu máli - jákvæðnin í text-
unum er hæðin gagnrýni - fyrir þá sem ekki
skilja... Og útlitið á hljómsveitinni var í sama
stíl - blanda af kvenlegum blúndufatnaði og
svörtum plastpokum, ögrandi í margar áttir.
Fólk hafði skiptar skoðanir á því, burtséð frá
aldri, en margir sem sjokkeruðust á okkur til
að byrja með skiptu um skoðun og ég hef
orðið vör við að við höldum vinsældum enn
í dag meðal margs eldra fólks. Annars voru
okkar aðdáendur mjög tryggir - af báðum
kynjuin og á ýmsum aldri - við fundum
sérstaklega fyrir því eftir myndina Með allt á
hreinu. Já, það má kannski segja að tónlistin
okkar hafi verið brjáluð en vönduð."
Af hverju bcettu Grýlurnar - og það á
hátindi?
„Það voru nú ýmsar ástæður fyrir því.
Linda þurfti að láta skera upp á sér
hnjáliðina - íþróttameiðsl. Herdís var orðin
þreytt á þessari törn, við fórurn t.d. í erfiða
hljómleikaferð um alla Skandinavíu, komum
þar líka fram í sjónvarpi, fórum í mörg
útvarpsviðtöl og við fengum fínar móttökur.
Mér skilst að lögin okkar séu enn spiluð í
útvarpi þar. En við vorum mjög þreyttar eft-
ir þessa ferð. Ég held við höfurn verið hættar
í ágúst 1983. Þá ákvað ég að breyta til og
fara til Bandaríkjanna með Kobba og kynna
mér djass í leiðinni.”
Og Ragga fór í djassskólann, líka í
leiklistarskóla í Lundúnum þegar hún flutti
þangað, og eins og alþjóð veit hefur hún
verið viðloðandi Stuðmenn, síðan Grýlurnar
lögðust niður, og hliðarsveit þeirra Strax. Þá
spilaði hún á raftrommur og söng í
tölvubandi, Bone symphony, þegar hún var í
Bandaríkjunum ásamt sambýlismanni sínum
Jakobi Magnússyni. Upp úr því segist hún
hafa fengið tímabundið ógeð á tónlist. „Mér
fannst þá ég sjálf hafa svo lítið frarn að færa.
Það er nú fyrst, síðan ég var í Grýlunum, að
ég „fíla“ mig í þeirri tónlist sem ég er að
flytja“, segir Ragnhildur og er þá að tala um
tríó sitt Ragga & the Jack Magic Orchestra
sem hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun
um sína fyrstu plötu í erlendum
tónlistarblöðum og góðar viðtökur á hljóm-
leikum í Evrópu í suntar, nú síðast í Þýska-
landi þar sem þau komu líka fram í sjónvarpi
og útvarpi. Hinir tveir í tríóinu eru þeir Jak-
ob Magnússon og Bretinn Mark Stephen
Davies, eða Pylon King eins og hann kallar
sig stundum.
Sólóplata Röggu, Rombigy, sem kom út
árið 1992, er dálítið Grýluleg á köflum, en
líka undanfari þess sem hún er að gera í dag
- eða hvað?
„Ja, með henni var ég eiginlega að gera
það sem mig langaði - rnjög eigingjarnt en
heiðarlegt. Ég fékk Hilmar Örn Hilmarsson í
stúdíó með mér og við drifum þetta af á
rúmum tveimur vikurn. Þetta var hreint
v±m 7