Vera - 01.10.1997, Qupperneq 25
„Eg er ýmist kölluð Didda
pönkskáid eða Didda klámskáld.
Ég sem er ekki einu sinni búin
að ná utanum þá tilhugsun að
égsé skáld."
fimmtudagur
svo skrítið á meðan bann var að tala, segja frá
hvemig gengi hjá sér núna, þá bugsaði ég ekki um
neitt anitað en að geta látið snípinn rétt blánema við
varimar á honum. og hann myndi halda áfram að
tala, blása milli orða og með þeim. hvemig ég hefði
getað útfœrl þetta þama á kaffihúsinu án þess að
vekja eftirtekt veit ég ekki, en það hefði verið alveg
indœlt.
hún: ég er ekki mikið fyrir þú veist. En mér finnst
það samt alveg sjálfsagt að það sé með þegar sam-
band er traust. enda verða blessuð bömin ekki til
öðruvísi! ha ha hal!
hin: elska það að bafa stjómina þegar ég er að ríða,
verst hvað það getur virkað fallandi á risið hjá sum-
unt. eins og að þeir meiki það ekki að kona öskri og
biti og mggi sér á þeim þegar þeir em orðnir slapp-
’>'■ ég vil bara mitt. ríð þeim.
konur vilja gefa af sér. Hún er falleg og sak-
laus, vill öllum vel en er einhvern veginn
alltaf plötuð. Svolítið ábyrgðarlaus gagn-
vart lífinu. Fórnarlamb. HIN er alveg á hin-
um enda línunnar. Stendur á háhæluðu
skónum sínum jafnfætis og ofar þeim
mönnurn sem hún mætir. Einblínir á kynlíf.
Gefur skít í það að konur rnegi ekki tala
opinskátt urn losta og langanir eins og karl-
menn. Báðar hafa þær sarnt sömu drauma
og þrár, þótt þær hagi kannski ekki orðum
sínum á sama veginn. Eg held að konur
séu mun magnaðri en þær gera eða vilja
gera sér grein fyrir. Mér finnst það tákn-
rænt að af öllum vöðvum karls og konu
hefur konan þann sterkasta. Við notum
hann að vísu bara til að fæða börn en hann
myndi vel duga til að handleggsbrjóta
mann.“
Skrifvenjur?
„Eg skrifa í hvert sinn sem mig langar til.
Á klósettinu, úti að labba... Það er ekki til
neitt sem heitir dæmigerður dagur í lífi
mínu hvað þetta varðar. Ef ég fæ hugmynd
þá reyni ég að henda henni niður á blað
áður en hún afmyndast í hausnum á mér.
Eg skrifa fyrir sjálfa mig. Það er mín Ieið til
að halda sönsum. Það er ekki eins og það sé
hægt að lifa á því að skrifa bækur í þessu
landi. Eg vinn fyrir niér og syni mínum,
honum Ulfi, með blaðamennsku og upp-
vaski.“
Hvernig er að vera Ijóðstirni í litlu
Reykjavík?
„Það þarf ekki að leggja mikið á sig til að
verða eitthvað þekktur í þessu litla samfé-
lagi. Annars finn ég lítið til frægðarinnar.
Það eru held ég fleiri sem þekkja mig fyrir
að hafa verið partur af mannlífinu í mið-
bænum í svo mörg ár eða fyrir að vera
mamma hans Úlfs. Það kernur samt fyrir að
fólk kemur til mín í einlægni og segir eitt-
hvað fallegt. Eg verð alltaf hálffeimin þegar
það gerist. Svo finn ég fyrir því að fólk ger-
ir sér væntingar um mína persónu, ímynd-
ar sér til dæmis að ég sé alltaf umvafin ein-
hverjum listaspírum. En svo er ekki. Ég er
eiginlega bara mest ein. Fer á kaffihús eins
og hver annar og skoða sæta stráka. Það er
ekkert óeðlilegt að í kringum mig og mín
skrif hangi einhver mýta. Það er bara von-
andi að ég valdi ekki vonbrigðum með því
að gera alla þessa normal hluti sem ég geri.
Ég leyfi mér samt að halda að ef fólk er
ánægt með það sem ég er að gera þá sé það
sátt við það hver ég er.“
Eg heyrði það einhvers staðar að von
vœri á geisladisk með Ijóðum eftir þig.
„Já, sú hugmynd er upphaflega frá Guð-
mundi Steingrímssyni djassgeggjara, en hef-
ur þróast út í það að ég hef beðið vini og
kunningja að gera eitt og eitt lag við eitt og
eitt ljóð. Þetta verða textar bæði úr bókinni
og svo eitthvað alveg nýtt sem kemur ekki
til með að birtast á öðru formi en þessu.“
Fylgistu með hinum?
„Ég fylgist eitthvað með því sem er að
koma út, en ég er ferlega kresin á það sem
ég les. Ég hef meira gaman að því að þefa
uppi bækur sem mér finnst skemmtilegar
og er oft treg til að lesa þessar sem annað
fólk er að bera í mig. Einhverra hluta vegna
örvar það mig meira að lesa enska texta og
svo er það líka ódýrara. Mér finnst, ef ég á
að segja eitthvað um íslenska bókaútgáfu,
allt of margir vera að setja sér skorður með
því að skrifa fyrir ákveðinn lesendahóp.
Það er auglýsingamennska og lítilsvirðing
við lesandann. Ég geri alltaf ráð fyrir því
þegar ég skrifa, að fólk sé eins og ég: Vilji
láta koma sér á óvart, vilji eitthvað nýtt.
Og annað sem ég skil ekki eru allar þessar
ævisögur sem fólk á besta aldri er að skrifa
eða láta skrifa fyrir sig. Fólk er ekki hálfn-
að gegnum lífið þegar það rýkur til og gef-
ur út ævisögu. Maður freistast til að halda
að það sé að þessu af því að enginn nenni
að hlusta á það. Samt vil ég ekki meina að
bókin sé á niðurleið. Þvert á móti. Lægðir
eru eðlilegar í öllurn þroska. Fólk er alltaf
að segja að allt sé dautt, ljóðið sé dautt,
skáldsagan sé dauð. Mér finnst ekki hægt
að dærna heilt listform úr leik eins og ekk-
ert sé, enda hefur það sýnt sig að þetta fólk
sem heldur því fram hefur ekki rétt fyrir sér.
Ljóðið er ekki dautt!“
• Viltu fá sömu laun og' karlmenn?
•Hvernig g'eturöu látiö launin endast?
•Hvert sný ég' mér ef ég missi vinnuna?
•Er sama hvort þú ert g-ift eöa í sambúö?
•Hver á hvaö viö samvistastlit?
•Hver er erfaréttur kvenna viö fráfall maka?
•Eyðir þú um efni fram?
• Fj árhagsráög'j öf, hvar fæst hún?
Þessum spurning'um og Peningarnir og lífiö
mörgum fleirum er svarað
í nýrri handbók fyrir konur. Handbók ætluð konum
um fjármál og félagsleg
réttindi
Bók sem þú ættir aö kynna þér!
Hægt er að nálgast bókina á fræðsludeild
Iðntæknistofnunar eða panta hana í
síma 587 7000 Iðntæknistofnun
Verö bókarinnar iðntæknistofnun íslands
er 3.600 kr. an vsk. Keldnaholti »112 Reykjavík
Sími 570 7100 • Bréfasími 570 7111 • Heimasíða: http://www.iti.is
25