Vera - 01.10.1997, Page 34
Þegar ég flutti til Kaupmannahafnar fyrir
tuttugu árum var Kvennahúsið Mekka
kvennabaráttunnar. Húsið tútnaði af
grunnhópum, þar sem konur sátu í hring
og ræddu um allt frá kúgun kvenna í
þriðja heiminum til kynferðislegrar full-
nægingar heyrnarskertra kvenna. A sumr-
in hittust tugþúsundir kvenna á kvenna-
hátíð í Fælledparken, sumar með barna-
kerru á undan sér sem á stóð: „Mamma er
líka lesbísk, liggaliggalá." Þá flykktust
konur og gera reyndar enn í sumarbúðir á
Femo þar sem þær lærðu sjálfsvörn og
sungu við bálið á kvöldin. A þessum
kvennasamkundum gengu konur iðulega
um naktar niður að mitti, það bar vott
um stolt og styrk. Nú eru þær farnar að
spenna á sig brjóstahöldin aftur.
e/ii/* < SÍyn/'fhi/H/ótftt/1
Póstkort frá tímum kvennabtaösins Kvinder. Textinn viö tómu töfflurnar:
Þær lásu Kvinder.
íslenskir kvennahópar
Viö, ungu konurnar íslensku, rifum
af okkur himnu sljóleika og meðvit-
undarleysis. Þaö var í ótal horn aö
líta. Birtingarmyndir kvennakúgunar-
innar voru margar. Viö stofnuðum ís-
lenska kvennahópa og tókum fundar-
sköp dönsku rauðsokkanna okkur til
fyrirmyndar. Einn hópur var aö vísu
blandaður körlum, en á svokallaöa
kvennafundi í húsi Jóns Sigurösson-
ar var körlum ekki hleypt inn. Við
gáfum út blað til þess að færa
systrum okkar, rauösokkunum
heima, fréttir af kvennabaráttunni
viö Sundiö. Við héldum upp á tíu ára
afmæli íslensku Rauösokkahreyfing-
arinnar. Það er greinilegt þegar litiö
er til baka að við tókum mikið miö
af kvennabaráttunni á íslandi. Smám
saman tíndust konur heim aö loknu
námi. Þar helltu þær sér út í pólitík
og tóku meira að segja upp sam-
starf viö hægri konur. Nú sitja þær á
þingi og ein er orðin borgarstjóri í
Reykjavík.
En hvernig lítur Kaupmannahöfn út í
dag? Hvaö hefur oröið um Kvenna-
húsið og Hús Danners greifynju,
sem konur hertóku sællar minning-
ar? Þegar ég fór að kynna mér málið
gerði ég mér grein fyrir að ég hafði
ekki stigið fæti mínum í þessi hús
árum saman.
34 v^ra