Vera - 01.10.1997, Qupperneq 40

Vera - 01.10.1997, Qupperneq 40
ngar kon u r Lcet engan segja mér fyrir verkum segir Heiða Björk Marinósdóttir, önnur konan sem nemur pípulagn- ingar á íslandi Konur hafa haslað sér völl í fjölda starfs- greina undanfarna áratugi, en þó hafa margar iðn- og tceknigreinar verið áfram karlavígi. Þannig hefur aðeins ein íslensk kona lokið sveinsprófi í múraraiðn og var það á fyrri hluta aldarinnar. Ein stúlka er nú í námi í Borgarholtsskóla í rennismíði og nokkrar í bifvélavirkjun. Fyrir sjö árum lauk fyrsta konan sveins- prófi í pípulagningum og er hún enn sem komið er sú eina sem lokið hefur prófi í faginu hérlendis. Ung stúlka úr Vest- mannaeyjum, Heiða Björk Marinósdóttir, lét þó skort á kvenkyns pípulagninga- mönnum ekki fcela sig frá því að hefja nám í greininni síðasta haust. s . ,. . g var að vinna í fiski með skólanum og fór að vinna í frystihúsi strax eftir níunda bekkinn. Einn daginn sagði ég við sjálfa mig: „Heiða, þú ert orðin 22ja ára og kom- in með sjö ára taxta í fiski.“ Eg sá að ég yrði að gera eitt- hvað ef ég ætlaði ekki að festast þarna alla ævi,“ segir hún um aðdragandann að pípulagnanáminu. Heiða Björk á ekki langt að sækja áhugann á pípulagningum, þar sem bæði faðir hennar og bróðir starfa við pípulagnir í Vest- mannaeyjum í fjöl- skyldufyrirtæki þar sem móðir hennar sér um bókhaldið. Hún segist ekki hafa haft áhuga á hefðbundnum kvennastörfum vegna launanna, en áður en hún fór í pípulagning- ar íhugaði hún um tíma að gerast kokkur. Ég held að þetta sé betur borgað en kvennastörf,“ segir hún. „Það er alla vega bet- ur borgað að vera pípari en að vinna í fiski. Ég vann láglaunastarf árum saman og hef alveg fengið nóg af því.“ Nám í pípulagningum tekur fjögur ár og Heiða Björk stefnir að því að útskrifast árið 2000. Til þess þarf hún að fara í skóla í Reykjavík eftir áramótin, en hún hefur verið á samningi í eitt ár. En hvernig tekur fólk því þegar hún segist vera að læra pípulagningar? „Það er rosalega misjafnt hvernig fólk tekur þessu. Sumir eru hneykslaðir, sérstaklega karlmenn af gamla skólanum. Hins vegar eru margir líka mjög jákvæðir, sérstaklega konur. Þeim finnst þetta bara flott hjá mér.“ Heiða segist ekki láta álit fólks hafa nein áhrif á sig og segir að neikvæð viðbrögð geri sig bara ákveðnari í að halda sínu striki. „Ég læt engan segja mér fyrir verkum. Ætli ég sé ekki kvenremba inn við beinið,“ segir hún og hlær. „Ég þoli alla vega ekki karlrembu. Ef fólk segir: „Þú ert kvenmaður og getur þetta ekki,“ þá verð ég að sýna að ég geti það.“ Nú ert þú einstceð móðir. Er ekkert erfitt að sameina þetta starf barnauppeldi? „Vinnutíminn getur auðvitað verið svolítið langur en ég á æðis- lega fjölskyldu sem hjálpar mér mjög mikið. Við vinnum venjulega frá hálfátta til fimm, en þegar mikið er að gera þá vinnum við fram eftir kvöldi. Sumir halda líka að þetta sé of líkamlega erfitt fyrir konu, en mér finnst það ekki. Mér finnst þetta ekki erfið vinna og hún er andlega hvetjandi.“ Heiða Björk hvetur aðrar konur til þess að kanna möguleikana í hefðbundnum karlastörfum og segir pípulagningar vera mun skemmtilegri og fjölbreyttari en margir geri sér grein fyrir. „Kosturinn við pípulagningar er að maður lærir svo mikið í sam- bandi við húsbyggingar yfirleitt, bæði múrvinnu, trésmíði og fleira. Ef maður kann þessa hluti nýtist það bæði í vinnunni og líka á heimilinu. Ég keypti mér til dæmis íbúð fyrir rúmu ári og hef tekið hana mjög mikið í gegn sjálf. Það er mikill munur fyrir konur að geta gert hlutina sjálfar, en þurfa ekki alltaf að fá aðra til þess.“ Sv.J. Ef fólk segir: „Þú ert kven- maður og getur þetta ekki,“ þá verð ég að sýna að ég geti það. 40 'ifera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.