Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 7
Hverju trua konur? Séra Aubur Eir Vilhjálmsdóttir stofnaði Kvennakirkjuna ásamt fimm konum sem sóttu nám- skeið hjá henni i kvennaguðfræði í Tómstundaskólanum. Fyrsta guðþjónustan var haldin 14. íebrúar 1993 og síðan hafa verið haldnar guðþjónustur í hverjum mánuði, oftast í Reykja- vík en lika úti á landi. Kvennakirkjan heldur námskeið um kvennagubfræði og býður til fyr- •rlestra og spjallfunda í húsnæði sínu í Þingholtsstræti 17. Kór er starfræktur og gefið út fréttabréf og bækur. í ársbyrjun 1999 kemur út bók með völdum textum Biblíunnar sem kvennakirkjukonur hafa fært til máls beggja kynja. Það þýðir að textarnir eru ekki lengur í karlkyni heldur innifela bæði konur og karla. Það er því ekki skrifað: Sælir eru hjartahrein- *r því þeir munu Gub sjá. í staðinn er skrifað: Sæl eru hjartahrein þvi þau munu sjá Guð. un til að annast aðra, tilheyra öðrum og bera ábyrgð á öðrum? Hvaða löngun hafa þær til að annast, tilheyra og bera ábyrgð á sjálf- um sér? Spurningarnar sem kvennafræðingarnir bera fram eru undursam- legar. Svörin eru lyklar að nýrri sjálfsmynd. Er það innbyggt í líkams- starf kvenna að vilja eignast börn? Eða að vilja annast börn? Skað- ar það konur að eignast ekki börn? Skaðar það börn að alast ekki upp hjá konum? Þetta eru spurningar ameríska sálfræðingsins Nancy Chodorow. Marcia Westkott skrifar um kenningar Karenar Horney, sem var brautryðjandi í kvennasálfræði og staðhæfði að öll menningin væri mótuð af körlum og því engin undur að konur öfund- uðu karla. Karen sagði að konur samþykktu bæði og andmæltu væntingum menningarinnar um kvenleika þeirra en þörfnuðust líka annarra væntinga. Og Marcia spyr: Hvernig verður þessi togstreita að hinni sterku en erfiðu glímu sem konur glíma við til að skapa sjálfs- mynd sína og breyta umhverfinu? Nefnilega: Við erum vanmetnar fyrir umhyggju okkar en höldum henni samt áfram, hún hefur svipt okkur möguleikum en við leitum samt hinna nýju möguleika okkar með því að halda áfram að sýna umhyggju. Hringborðið Ég skrifa þetta af því að þetta eru þær spurningar sem við þurfum að halda áfram að spyrja af því við höfum enn ekki svarað þeim. Og ég skrifa það til að sýna að kvennaguðfræðin er sífellt í samfylgd hinna kvennafræðanna. Hún getur lagt fjölmargt inn í þessa undursamlegu umræðu en ég held mig aðeins við það sem ég skrifaði áðan: Við eigum fyrirmynd að jafnvægi umhyggju okkar og valds. Við eigum þessa fyrirmynd hjá Guði sjálfri. Hún sýndi alltaf umhyggju og átti líka sjálf valdið til að ákveða hvernig hún fór að því. [ kvennaguðfræðinni sem nú er borin fram á alþjóðavettvangi kirkjunnar er talað um umhyggju og vald starfsins. í blaði lúterska kvennastarfsins eru myndir af körlum sem sitja við borðsendann og tala valdsmannslega við konur og karla sem sitja í löngum röðum sitt hvoru megin við borðið og hlusta og þegja. Þetta er á móti kristinni trú, er skrifað. Boðskapur kristinnar trúar er um hringborðið. Þar sit- ur engin manneskja, hvorki karl né kona, við borðsendann og hefur lykilstöðu. Á hringborði eru engir borðsendar. Þess vegna eru þar heldur ekki neðri borðsendar eða horn þar sem einver sitja óþægi- lega og langt frá þeim sem tala. Allar manneskjurnar við borðið geta séð hin sem sitja þar og heyrt til þeirra, og þær geta sjálfar talað svo að hin heyri. Stjórnunin Samt þarf að stjórna. Og nú ætla ég að skrifa ykkur það sem Jesús sagði um stjórnunina. Það er eins og seinna versið í sálminum um umhyggju og vald Guðs. Þessi orð standa í Lúkasarguðspjalli 22. kafla, frá 24. versi. Hann sagði við vinkonur sína og vini að þau skyldu velja nýjar leiðir í skipulagi, leið vináttunnar. Stjórnendur beita ofríki, sagði hann. Og þeim er hrósað fyrir það. Fólk segir: Þetta eru stórkostlegar manneskjur. En stígið nú út úr þessari blekkingu. Þau sem stjórna eiga ekki að sjórna með yfirgangi, heldur með því að þjóna. Þannig komast mál áfram og þannig líður þeim vel sem vinna störfin. Og svo sagði hann: Og þau sem þiggja stjórnunina eiga að þjóna og meta þau sem stjórna, svo að þau sem stjórna geti sjálf þjónað, greitt fyrir málum og skapað vinsamlegt andrúmsloft. Því þau sem vinna störfin eru ekki meiri en þau sem stjórna þeim og þau sem eru send eru ekki meiri en þau sem sendu þau. Hann sagði þessi orð við síðustu kvöldmáltíðina og við finnum þau í Jóhannesarguðspjalli 13. kafla, versum 12 til 20. Sjálfsmyndin, þjónustan og valdið Mér finnst við komin að niðurstöðu. Og mér finnst hún svo undur- samleg að ég ætla að ganga út á Laugaveg og fara í kaffi. Ég ætla samt fyrst að bæta við enn einu orði frá Jesú. Jesús sagði aldrei að konur væru fyrst og fremst mæður. Hann sagði að þær væru fyrst og fremst manneskjur, vinkonur Guðs. Þú getur lesið það í Lúkasarguð- spjalli 11. kafla, versunum 27 og 28. Konur heilluðust af Jesú af því að lífsstíll hans var líkari lífsstíl þeirra en karlanna. Hann bar sjálfur óendanlega umhyggju, leitaði þeirra sem þurftu hjálþ hans, sýndi blíðu og nærgætni, bar fram visku og ráð sem dugðu, lét ekki ráðskast með sig en hafði svo örugga sjálfsmynd að hann var ekki sí- fellt á varðbergi, ekki alltaf að halda virðingu sinni. Hann var heil manneskja og bauð okkur að verða líka heil og hamingjusöm. Hann sagði: Fylgdu mér. Og það þýðir að í vináttu hans lærum við að skilja hver við erum, að fylgja sjálfum okkur, eins og hún Yrsa dóttir mín hefur alltaf eftir henni Mary Balmarie, sem er frönsk kona sem vefur saman sálgreiningu og guðfræði. Takk fyrir að lesa. Gleðileg jól. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.