Vera - 01.12.1998, Side 8

Vera - 01.12.1998, Side 8
Hverju trúa könur? Hvað er Guð? Fyrir mér er aðeins einn Guð. Sumir kalla Guð hana eða hann eða það. Sumir kalla Guð Quan Yin eða Allah, Brahma, Shiva, Jesú, Múhameð, Kalí og svo framvegis. Sumir persónugera Guð en aðrir trúa á Guð sem anda, vitund, Ijós eða orku. Ég held að Guð sé allt þetta frekar en eitthvað eitt af þessu, því þetta eru bara nöfn sem við höfum búið til á það sem er miklu meira og stærra en við. Síðan er það komið undir menning- unni sem við erum fædd í hvernig við lærum að skilgreina þetta mikla fyrirbæri Guð. Þegar ég tala um Guð vil ég gefa viðmælanda mínum, (í þessu tilfelli les- anda mínum), tæki- færi til að skilgreina á sinn hátt hvað Guð raunverulega er. Hamingjan er í okkar innsta kjarna / g ætla mér ekki þá dul að vita allt um Guð - þrátt fyrir þær heilögu bækur sem ritaðar hafa verið og stuðst er við í öllum trúarbrögðum heims. Þessar bækur eru allar heilagar að mati þeirra trúar fylgjendunum og oft lítur fólk svo á að þeirra trú sé sú eina rétta. Ég hef kynnt mér mörg ólík trúarbrögð og mér finnst það æði merkilegt að þau skuli öll upp til hópa hafa eins og tvær birtingar, eða greinar. Þessar greinar virðast oft eins og andstæðar, annars vegar sú grein sem sanntrúaðir aðhyll- ast, það eru þeir sem eru bókstafstrúar og trúa á helgiritið sitt orðrétt orð frá orði, og svo þeir sem eru dultrúar, oft kallaðir mystikerar, og lesa helgiritið sitt á milli línanna og sjá það sem þeir kalla „æðri“ eða duldu merkinguna sem liggur í textunum. Ef ég ætti að flokka mig einhversstaðar þá er ég dultúar fremur en bókstafstrúar. Það eru svo margir textar til sem auðga andann þegar við lesum á milli Knanna og getum heimfært þá á okkar lífsreynslu og á leiðina sem við göng- um til Ijóssins. Eftir því sem ég þroskast og eld- ist sé ég meiri dýpt og visku í þeim heilögu rit- um sem ég hef aðgang að. Forsendurnar til að sjá dýptina aukast við aukna lífsreynslu og þroska. Lífsreynsla okkar mannanna er ekki eins. Sum okkar vinna vel úr henni, aðrir vinna alls ekki úr því sem lífið hefur boðið þeim upp á, svo við hljótum að skilja hlutina á mismun- andi hátt. Við höfum ólík sjónarhorn. Lífs- reynsla okkar er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Hún er það eina sem við tökum með okkur þegar við kveðjum þennan heim. Það sem við reynum i lífinu er það sem við höfum að vinna með til að þroska okkur sjálf og til að nálgast Guð. (gegnum sársaukann opnast leið innávið, inn í hjarta okkar. ( bókinni Leiðarljósi stendur: „Áður en augun geta séð, verður þeim að verða ómögulegt að tárast. Áður en eyrun geta heyrt, verða þau að hafa glatað næmleika sín- um. Áður en röddin getur talað í návist meist- aranna, verður henni að vera ómögulegt að særa. Áður en sálin fær staðið návist meistar- anna, verður hún að hafa þvegið fætur sína f blóði hjartans." (Meistarana má líta á sem hina guðlegu leiðsögn). Augun tárast þegar við tökum hlutina per- sónulega og samsömum okkur atburðunum, þá sjáum við ekki stóru myndina. Eyrun þurfa líka að hætta að taka lífinu sem persónulegu á- reiti og læra að hlusta á jafnvel Ijótleikann, vit- andi það að allir hlutir eiga aðeins eina upp- sprettu, þ.e. í Guði. Að þvo fætur sína í blóði hjartans tengist því m.a. að horfast í augu við sársaukann í hjartanu og leyfa „blóðinu" að hreinsa í burtu allar persónulegar langanir, allar 8

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.