Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 25
Fleiri strákar í
hópi nemenda
f skólanum er strákum og
stelpum blandað saman í hópa
því það er lögð áhersla á sam-
töl á milli kynjanna frá upphafi.
Krökkunum er skipt í hópa eft-
ir aldri, yngstu börnin eru sér
og svo eru teknir saman einn
eða tveir árgangar. Þegar litið
er yfir línuna þá virðist vera
meiri aðsókn stráka í skólann
heldur en stelpna, en það telur
Hreinn að segi meira um for-
eldrana en börnin. í framhaldi
af þessu sagði Kolbrún okkur
frá skemmtilegri umræðu um
karla og konur sem hún átti
með 5 og 6 ára krökkunum í
sínum hópi.
„Það er svo skemmtilegt
hvað lítil börn eru með sterkar
og ákveðnar hugmyndir, þau
taka bara af skarið. Strákarnir
voru t.d hæst ánægðir með að
vera strákar og vildu ekki vera
neitt annað, en eina stelpan f
hópnum var alveg til í að prófa
að vera strákur. Það fannst
mér dálítið merkilegt. Svo
reyndi ég að fá þau til að velta
fyrir sér muninum á kynjunum
og spurði hvort konur gætu
eitthvað sem karlar gætu ekki.
Ég var að vonast eftir að þau
segðu að konur gætu fætt
börn, en niðurstaða þeirra var
að konurnar kynnu að sauma
en karlar ekki!“
Okkur fannst þó nokkuð
sláandi að börnin hefðu þessar
hugmyndir um kynin nú á dög-
um jafnréttis en Kristín Þóra
benti okkur á að þetta væri
bara raunveruleikinn, þetta
væri það sem börnin hefðu fyr-
ir augunum á sér. Þær stöllur
voru sammála um að börn
væru óborganlegir snillingar og
Kristín kom með dæmi því til
staðfestingar:
„í einum tímanum komst
ég ekkert að til að lesa sögu
dagsins því krökkunum lá svo
margt á hjarta. Þau komust á
algjört flug og aliur tíminn fór í
að ræða eftirfarandi spurningar
og vangaveltur sem runnu upp
úr þeim:
Heldur heimurinn alltaf áfram
að snúast?
Er eitthvað fyrir utan heiminn?
Kannski erum við á dótahnetti
fyrir risa.
Kannski erum við hugsun einhvers annars.
Hver er tilgangur lífsins?
Hvernig varð heimurinn til?
Og ef það varð fyrst sprenging, hvaðan kom þá efn-
ið í það sem sprakk?
Hvaðan kom fyrsta efnið?
Ef Guð skapaði það, hvaðan kom hann þá?
Það er ekki að spyrja að vangaveltum barnanna,
þær slá öllum jarðbundnu hversdagshugsunum okk-
ar fullorðnu við. Og þá kallaði þyrst afkvæmi mitt á
mig [ gegnum píptæki á miðjum fundi og ég skautaði
heim, sannfærð um að skólinn sem þessar kjarn-
orkukonur kenndu við skilaði nemendum sínum vel
undirbúnum til að takast á við Kfið. Þegar ég skömmu
síðar horfði í augu sonar míns sem svalg ylvolga
móðurmjólkina úr brjóstum mínum gat ég ekki stillt
mig um að spyrja hvort hann langaði ekki til að koma
kunnáttuleysi móður sinnar í saumaskap á framfæri í
Heimspekiskólanum þegar hann yrði svolítið
stærri ■
er sterkur leikur
GJÖFIN SEM LIFNAR VIÐ!
í
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
s. 551 1200
Bruðuheimili
25