Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 57

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 57
sendan langan lista yfir konur í samtökunum sem eru í svipuðum við- skiptum og þær konur sem fóru til írlands, auk vilyrðis um frekara samstarf í framtíðinni ef óskað væri eftir því. Haft var samband við nokkrar konur í samtökunum á meðan á írlandsdvölinni stóð og tengsl Félags Brautargengiskvenna og Network Ireland verða vænt- anlega efld frekar á næstu mánuðum. Eiginleikar eigenda og stjórnenda smárra fyrirtækja The Irish Business and Employers Confederation - IBEC (trska fyrir- tækja- og vinnuveitendasambandið) bauð Brautargengiskonum til fundar, þar sem fjallað var um niðurstöðu rannsóknar á eiginleikum og hæfileikum eigenda og stjórnenda smá fyrirtækja, auk þess sem starfsemi SFA var kynnt. Liam Doherty frá IBEC bauð Brautargengis- konur velkomnar og sagði lauslega frá tilgangi og starfsemi IBEC. Laura Phelan vinnusálfræðingur frá ráðgjafarfyrirtækinu Saville & Holdsworth Ldt fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar „A Bench- mark of Personal Excellence for the Owner-Manager“. Markmið rannsóknarinnar var að styðja við og ýta undir stofnun lítilla og með- alstórra sprotafyrirtækja á írlandi sem rekin eru af eigendum þeirra, með því að kanna hvaða eiginleika er nauðsynlegt að hafa og rækta hjá eigendum og stjórnendum fyrirtækjanna til að fyrirtækin blómstri. Reynsla íranna er sú að flest fyrirtæki sem ekki eiga framtíð fyrir sér, leggi upp laupana innan þriggja ára. Þau fyrirtæki sem komast yfir þennan þriggja ára þröskuld koma hinsvegar yfirleitt til með að ganga vel. Rannsóknin beindist því annars vegar að eigendum / stjórnend- um smárra og millistórra fyrirtækja sem voru yngri en þriggja ára og hinsvegar fyrirtækja sem voru orðin eldri en þriggja ára, í þeim til- gangi að finna út hvað það væri í stjórnunarháttum eigenda / stjórn- enda eldri fyrirtækjanna sem tryggði lífvænlegan vöxt og viðgang fyrirtækja þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í Ijós að eig- endur / stjórnendur smárra fyrirtækja þurftu að hafa góða hæfileika á mun fleiri sviðum en eigendur/ stjórnendur millistórra og stórra fyrir- tækja. Nokkrir eiginleikar eru þó mikilvægari en aðrir og því nauðsyn- legt fyrir eigendur / stjórnendur að rækta þá eiginleika. Þessir eiginleikar eru: Staðfesta til að ná settu markmiði. Þekking á markaðnum / samkeppnisaðilum og hæfileiki til að koma auga á hagkvæm viðskiptatækifæri. Eiga og viðhalda framtíðarsýn fyrir sjálfa sig og fyrirtækið. Geta sett mál sitt fram á skýran og skiljanlegan máta, jafnframt þvi'að vera góður hlustandi. Geta skilið aðalatriði frá aukaatriðum og tekið ákvarðanir til stutts og langs tíma byggðar á fyrirliggjandi upplýsingum. Innsæi í viðhorf starfsmanna og viðskiptamanna, þannig að auðvelt sé að byggja upp og viðhalda samböndum sem gefa af sér til beggja að- ila. Sannfæringarkraftur. Staðfesta til eigin framþróunar. Stöðugt að læra af reynslunni. Skilgreina og sækja nauðsynleg námskeið til að byggja upp eigin þekkingu. Ætla einkalffinu og fjölskyldunni nægan tíma. Fyrirlestur þessi var afar athyglisverður að mati Brautargeng- iskvenna, enda flestar undir þriggja ára markinu með sín fyrirtæki og mikill ávinningur í því að átta sig á því hvað máli skiptir til að komast farsællega í gegnum þennan byrjunarfasa. Að styrkja smáfyrirtæki Patricia Callan frá The Small Firms Association - SFA hélt að lokum erindi um þjónustu SFA við írsk smáfyrirtæki. Smáfyrirtæki eru skil- greind sem fyrirtæki með 50 starfsmenn eða færri. SFA býður upp á mjög fjölbreytta þjónustu, svo sem varðandi starfsmannamál, vinnu- umhverfi, fjármál, gæði, útgáfumál o.fl. auk þess að vera smáfyrir- tækjum innan handar við að skapa viðskiptatengsl og útvega þeim hagstæð kjör á tryggingum, bankaviðskiptum o.fl. Einnig eru sam- tökin mjög virk í að afla smáum og meðalstórum fyrirtækjum braut- argengis hjá stjórnvöldum og Evrópusambandinu. Að loknum fundinum hjá IBEC héldu Brautargengiskonur til skrif- stofu Evrópusambandsins, þar sem þeim hafði verið boðið til mót- töku í tilefni af upphafi rannsóknar á hlutdeild kvenna í styrkjum á vegum Evrópusambandsins og stöðu kvenna á atvinnumarkaðinum á írlandi og í stjórnum og ráðum. Fulltrúar frá National Women’s Council of Ireland, ásamt Padraig Flynn umboðsmanni atvinnu- og félagsmála á írlandi, kynntu verkefnið. Einnig gafst Brautargengis- konum tækifæri til að ræða við þessa aðila að kynningum lokinni. írlandsferðin var afar vel heþþnuð og fróðleg og mun án efa ýta undir og styðja íslenskar athafnakonur til útrásar. í framhaldi af þess- ari ferð hyggst Félag Brautargengiskvenna vinna frekar úr þeim upp- lýsingum sem þar var aflað og hagnýta þær eftir bestu getu hérlend- is. Meðal annars er áætlað að félagið standi fyrir fundum og nám- skeiðum sem tengjast smáfyrirtækjum sérstaklega og fyrirtækjum sem íslenskar konur eiga og reka ■ eftir Kristínu Ómarsdóttur Ósk Daginn sem ég vakna ekki óska ég mér þess að einhver verði nálægt. Einhver sem þekkir Ifkama minn. Nýja Ijóðabókin hennar Kristínar Ómarsdóttur ber öll aðalsmerki höfundar síns. Hér er kímni, vangaveltur um ástina, kynlífið og dauðann. Ó- vænt hugmyndatengsl og óvenjulegar niður- stöður. Það er hin ástfangna kona sem er í að- alhlutverki, en ástin er hverful og hinir elskuðu sífellt að kveðja, án þess þó að það valdi mikl- um hjartasorgum því ástin er innan í manneskj- unni sjálfri og hefur lítið með annað fólk að gera. Líkaminn er musteri ást- arinnar, en hann er álíka fyrirgengilegur og ástin er djúp. Og einsog í öll- um góðum bókum eru þau skötuhjú ástin og dauðinn órjúfanlega tengd og geta hvorugt án hins verið. Samt er hér ekkert myrkur, eng- inn ótti, engin sorg, að- eins gleði og lífsnautn, en undir liggur Ijúfsár tregi sem smýgur inn í hjarta lesandans og fyllir það í senn einmanaleika og fögnuði yfir því að vera á lífi, að vera hluti af hringrás náttúrunnar. Ég minnist þess ekki að hafa komist í eins annarlegt og upphafið ástand við lestur nokk- urrar bókar. Maður sekkur inní hana og sogast burt frá ísgráum raunveruleikanum inní heim lita og hlýju og dimmblárra nátta með sítrónubragði og sætri dýfu. Það er þroskað Ijóðskáld sem hér heldur um stjórnvölinn og Ijóðin eru öguð og orðfá en segja þó meira en mörgum tekst í fjög- urhundruð síðna skáldsögum. Tvímælalaust besta verk Kristínar og full ástæða til að mæla með því við alla sem kunna að meta góðan skáldskap. Já, og alla hina líka, sérstaklega þá sem halda því fram að Ijóðlistin sé í andaslitrun- um. Því það sem þessi Ijóð segja okkur umfram allt annað er: Ég elska - þess vegna er ég - jafn- vel þótt ég sé dáin. Friðrika Benónýsdóttir 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.