Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 16
Þýðing: Sólveig Jónsdóttir -i*. Jtv- t a allsneegtir eða öldinn ör'birgð Nú á dögum ráðum við yfir þekkingu, vís- indalegri og tækni- legri, til að útrýma flestum orsökum fá- tæktar. Fátækir verða alltaf meðal okkar. Útrýming fátæktar. Við horfumst í augu við þessi andstæðu við- horf, þau eru þverstæðurnar sem tengjast fyrirbrigðinu skorti. Fátækir verða alltaf meðal okkar. Fyrri staðhæfingin er ævagömul og felur í sér að hver og einn skuli sætta sig við þau örlög sem honum eru ásköþuð vegna stétt- ar eða trúar og láta sér vel líka að vera heim- ilislaus og fá ekkert í arf. Útrýming fátæktar. Síðari staðhæfingin viðurkennir ekki að fá- tækt sé óhjákvæmilegur hluti af örlögum manna. Kjörorð allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir áratuginn sem stofnunin hefur helgað baráttu gegn fátækt er stríðsyfirlýs- ing í orðsins fyllstu merkingu. Aldrei áður hefur verið látin í Ijósi svo sterk trú á mann- kynið og því sem það getur áorkað. Og um hana sameinast fulltrúar allrar heimsbyggð- ar. Þessi trú boðar sennilega meiri framfarir en hafa nokkru sinni áður orðið í gjörvallri sögu mannkynsins. Síðast en ekki síst er því nú haldið fram að hér sé um raunhæft mark- mið að ræða. Ég ætla ekki að telja uþþ staðreyndir úr heimi örbirgðarinnar; tölur varðandi litarhátt, kynþáttafordóma, stjórnkerfi, landafræði, karla og konur, þjóðerni, búskaþarhætti, tæknikunnáttu, iðnaðarframleiðslu og heil- brigðisþjónustu - allt, frá uppþornuðum ár- farvegi til vopnaverksmiðja sem hefur verið lokað - sem valda fyrirbrigðinu fátækt eins og 1,3 billjón fátækra upþlifir hana nú á dög- um. Þegar horfst er í augu við þessi birtingar- form veraldlegrar, sálrænnar og andlegrar fátæktar, er aðeins hægt að komast að einni niðurstöðu; skortur er gildra. Orsakirnar eru margar en í fátæktinni er vanmátturinn nær algjör. Slíkur vanmáttur hefur verið og er sam- eiginlegur lýðræðis- sem einræðisríkjum, þótt við séum ófús að horfast í augu við það. í flestum lýðræðisríkjum hefur ekki tekist að bæta hag fátæklinga með frjálsum, lýðræð- islegum kosningum. Það tókst ekki heldur í flestum alþýðulýðveldanna sem tilheyrðu Sovétríkjunum. Gamalmennin sem betla á götum Moskvu hafa ekkert gagn af því að vesturveldin boði nú, eftir hrun kommúnism- ans, fyrrum alþýðulýðveldunum hjálpræði markaðshagkerfis og velmegunar. Hlutskipti aldraðra Moskvubúa er það sama og heimil- islausra á götum eina stórveldisins sem enn er eftir í heiminum, Bandaríkja Norður Amer- íku. Býr ekki fólk við sárustu fátækt í Brasil- íu, Argentínu, Afríku, Bangladesh, á Indlandi; alls staðar nema í litlu, norrænu velferðar- löndunum? Ekki er þörf á að fjölyrða um ólíka hugmyndafræði, öll hafa þessi ríki skaþað - eða mistekist að binda endi á - smánarlegt fyrirbrigði, fátækt. Hvað er einn áratugur þegar það hefur verið látið viðgang- ast um aldir að fátækir verði alltaf meðal okk- ar? Svarið hlýtur að vera það að nú býr ver- öldin yfir færni til að útrýma flestum orsökum fátæktar og breyta afleiðingum þeirra orsaka sem við getum ekki komið í veg fyrir. Við vit- um hvernig við eigum að fara að, það sem vantar er fjármagn og samhugur ríkisstjórna og alþjóðastofnana til að fara þessar leiðir. Til þess þarf öll heimsbyggðin að verða meðvitaðri og viðurkenna að nýja öldin verð- ur alls ekki ný hvað snertir framfarir mann- kynsins ef við tökum smánarlega hlekki for- tíðarinnar með okkur eins og sjálfsagða hluti - meira en billjón fátækra karla, kvenna og barna, 82 riki sem ekki geta brauðfætt 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.