Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 11
spennumyndir eða dettum ærlega í það. Aðrir þróa með sér líkam-
lega sjúkdóma. Öll þessi spenna og stöðuga leit að hamingju fyrir
utan okkur færir okkur legnra og lengra frá trúnni, frá Guði og við
hættum að bera ábyrgð á okkur sjálfum.
nafni trúarinnar. Samt kenna öll trúarbrögð að „Elska skaltu náungann eins og
sjálfa þig“ og að umburðarlyndi, kærleikur og eining við Guð sé einn af grunn-
þáttum hverrar trúar. Samt getur fólk drepið aðra í nafni trúarinnar.
Leiðin Heim
Að rækta trúna er að rækta sjálfa sig
Við erum jú öll á einhverri leið, hver og einn fer sína leið að sama
markinu. Við verðum að virða leiðir annarra þó við getum ekki skilið
þær og þó þær séu gerólíkar okkar leið. Við höfum engan rétt til að
dæma aðra. „Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdur“. Það er mjög
sorglegt að flest stríð sem hafa verið háð á jörðinni hafa verið háð í
I)('.(! vist
) I llíllhc!
Upplýsingasími: 563 5809
ÞROSKANOI OG ÖRUGG ÚTIVIST FYRIR BÖRNIN OKKAR
Gæsluvellir Reykjavíkurborgar
eru 25 að tölu víðsvegar um borgina
og eru fyrir 2-6 ára börn.
Amarbakki 8
Baröavogur 36A
Bleikjuhvísl 10
Brekkuhús 3
Dalaland 18
Fróöengi 2
Hlaðhamrar52
Kambsvegur 18A
Ljósheimar 13
Malarás 17
Örugg útivera fyrir börnin.
Frjáls leikur í skapandi umhverfi.
Góöur félagsskapur meö jafnöldrum
undir traustu eftirliti starfsfólks.
Vetraropnun:
Frá 10.00-12.00
og 13.30-16.00
Njálsgata 89 Sæviöarsund (vetrarlokurii
Rauöilækur 21A Tunguvegur
Rofabær13 Vesturberg 76A
Safamýri 30 Vesturgata 46
Stakkahlíö 19 Yrsufell 44
Dunhagi (vetrarto»um
Fannafold 56
Fífusel 38
Freyjugata 19
Frostaskjól 24,.
Við þurfum öll andlega næringu eins og líkamlega, jafnvel ennfrekar en líkam-
lega næringu og til eru margar leiðir til að næra andann. Þessar leiðir eiga eitt
sammerkt og það er að þær fara með okkur innávið, inní kjarnann okkar. Inni
í kjarnanum, eða uppsprettunni, finnum við hamingjuna. Með því að vera full-
komlega vakandi í hjartanu, laus við allar yfirborðs tilfinningar, náum við sam-
bandi við Guð. Neisti Guðs býr í okkur og bíður eftir að við sækjum á.
Hugleiðsla og bæn
Bænin og hugleiðsaln gera þennan neista að stóru báli. Þegar við setjumst
niður við altarið okkar (eða förum t.d. út í náttúruna) til að tala við Guð, þá
gleymun við svo oft að hlusta. Þegar við höfum létt á hjarta okkar við Guð er
nauðsynlegt að sitja í þögninni og hlusta á Guð. Þessi raunverulegi lifandi
máttur talar til okkar þegar hugurinn okkar er hljóður og tilfinningarnar eins og
spegilslétt vatn. Við getum yfirleitt ekki heyrt í honum fyrir skvaldrinu í hug-
anum okkar, en með því að sitja og hlusta í innri þögn nálgumst við einnig
núið þar sem allt getur gerst. Kraftaverkin gerast þegar við erum fullkomlega
vakandi og hugarskvaldrið hefur þagnað. Málið er að kraftaverkin eru alltaf að
gerast, við tökum bara ekki eftir þeim vegna innri hávaða og spennu.
Veröi Guös vilji
Þegar við sitjum við altarið okkar er gott að fara með þessi orð úr Biblíunni „-
Verði Guðs vilji“ í huganum í 5 - 10 mínútur. Þau hjálpa okkur að tengjast
Guði, kenna okkur að treysta þessum lifandi mætti og hleypa honum inn í líf
okkar. Við lærum að treysta fullkomlega á framvindu lífsins og á okkar æðri
mátt. Við förum að sjá að allt sem gerist hefur fólginn fjársjóð i sér. Hið mesta
böl verður til frábærrar blessunar þegar við höfum náð að upplifa það til fulls
og lyft því upp á æðra plan með því að sjá lærdóminn, fegurðina og viskuna
í því. Til þess að það takist þurfum við að hafa í bakpokanum okkar fulla vit-
und um að við berum ábyrgð á því hvernig við tökum á móti lífinu, að við ber-
um fulla ábyrgð á viðbrögðum okkar og gjörðum (eða aðgerðarleysi). Við
þurfum líka að hafa endalausan kærleika, umburðarlyndi og traust á fram-
vinduna í bakpokanum. Við getum ekki látið reka á reiðanum og ætlað öðrum
að redda hlutunum, heldur verðum við að gera allt sem við getum til að vinna
að lausn mála og treysta síðan Guði fyrir því sem við ekki ráðum við sjálf.
„Vegir Guðs eru órannsakanlegir" er setning sem kemur oft uppí huga minn
þegar mér finnst ég ekki „eiga eitthvað skilið" og einnig þegar ánægjulegir ó-
væntir atburðir eiga sér stað.
Viö uppskerum eins og viö sáum
Ef við sendum frá okkur neikvæðni fáum við það til baka aftur. Ef óttinn
stjórnar lífi okkar, þá hendir það sem við óttumst mest. Ef græðgin er við
völd, töþum við öllu o.s.frv. Þannig kemur bros sem við gefum öðrum til baka
aftur, eins og traust og virðing. Við verðum að byrja á því að hugsa jákvætt til
okkar sjálfra og annara til að eiga ánægjuleg samskipti við annað fólk.
Aðventan
Nú er aðventan gengin í garð og jólahátíðin framundan. Þetta er sá tími sem
gefur okkur hvað mesta gleði og frið. Ég vil hvetja þig, lesandi góður, til að
gefa þér stund á hverjum degi til að setjast niður með sjálfri/sjálfum þér, fara
inn f hjarta þitt, hugleiða á jólahelgina og njóta kyrrðarinnar og fegurðarinnar
þar inni. Auðmýkt, heiðarleiki og einlægni opna hjarta þitt. Þar inni er ótak-
mörkuð uppspretta kærleikans sem bíður eftir þér.
Guð gefi þér Gleðileg Jól!
1D
Asa Hlín Svavarsdóttir er
*
leikkona, leikstjóri og
höfundur leikverksins
Málþing hljóönandi radda
sem leikhópurinn Bak viö
eyraö sýnir. Ása gerðist
haþólsk fyrir nokkrum
árum og stundar trú sína
á vettvangi kaþólsku
kirkjunnar.
Hverju trúa konur?
Sælir verða andvakendur
Svitakóf og andvökunætur, eins og það breyti einhverju? Um hálffjögurleytið stunið
upp í spenntri angist: „Góði Guð, ég veit að ég á það sjálfsagt ekki skilið, en láttu
þau taka kauptilboðinu. Ég ræð ekki við meira en 6 milljónir. Þetta yrði svo fullkom-
ið þarna á Grettisgötunni, Jóhann Kristófer þyrfti ekki að skipta um skóla og í ofaná-
lag gæti hann gengið, skólinn er bara rétt handan hornsins! Þetta yrði fullkomið.“
/
g sofnaði kortéri síðar. Nokkrum dögum seinna fann ég til sárr-
ar sektarkenndar þegar ég opinberaði í kúltiveruðu matarboði í
fjölskyldunni að ég bæri jafn veraldleg bænarefni fyrir himna-
föðurinn. „Nei, heyrðu, svona lágt leggst maður þó ekki! Láttu ekki
nokkurn mann heyra þetta!" Þetta var sjálfsagt alveg rétt hjá bróður
mínum. (En sú sjálfselska! Eins og Drottinn allsherjar sæti og nóter-
aði framgang íbúðarkaupa hjá einni óbreyttri, þéttholda, reykvískri
konukind). Ég hafði treyst þeim er við borið sátu þetta örlagakvöld og
látið það gossa.
Ég fann til sárrar blygðunar að hafa blottað mig á þennan hátt.
Þessi orðaskipti velktust í huga mér í nokkra daga, svo fór ég að hug-
leiða hvað það var sem hneykslaði bróður minn. Ég veit að sjálfsögðu
að maður ætti frekar að biðja fyrir náunganum, en ég, syndugur sauð-
ur, freistast þó nokkuð oft til að notfæra mér göfuglyndi himnaföður-
ins með góðum árangri. Auk þess man ég eftir þegar ég vandi kom-
ur mínar í Karmelítaklaustrið í Hafnarfirði, til pólsku systranna, að
bænarefnin voru (bland, að mérfannst, æði hversdagsleg. í eitt skipti
minnist ég þess að þegar systir Viktíma sagði með þessari himnesku
uppljómun í augunum „að þær hefðu verið bænheyrðar og einhver
venslamanneskja klaustursins væri búin að fá íbúð til leigu.“ Ja, að
vísu voru þær ekki sjálfar á höttunum eftir íbúð, (enda á mun hærra
plani en ég), en skilningur Drottins spannar öll plön mannlegrar til-
veru. Já, þetta kom mér á sínum tíma spánskt fyrir sjónir, en svo fyllt-
ist ég létti þegar nánar var að gætt. Guð er að sjálfsögðu með okkur
í öllu okkar amstri, bæði því sem alvarlegra er og því sem vegur létt-
ar. Hann er alltaf nálægur og umvefjandi. Hann er ekki einhver sem
við i hálfvelgju, stemningarinnar vegna, grípum til. Hann er hér og nú,
og það eina sem við þurfum að gera er að opna hjarta okkar fyrir Ijós-
inu og treysta honum.
Ég get mér þess til að lesi fyrrnefndur bróðir minn þessar línur sé
honum öllum lokið þegar hér er komið sögu. Ég viðurkenni að sjálfri
finnst mér ég vera farin að hljóma dálítið eins og farandpredikari með
stóru Béi og Effi. En svona er þetta, ég verð bara að láta mig hafa það
og treysta ykkur og honum fyrir mér og hugrenningum mínum. Hafa
hugrekki til að treysta Guði fyrir sálartetrinu! Treysta honum fyrir sjálfri
mér.
Og nú eru að koma jól! Fyrstu jólin okkar á Grettisgötunni, ég var
nefnilega bænheyrð, kauptilboðinu var tekið! Þvi horfi ég bjartsýn
fram á veginn og hlakka til að standa við gluggann og horfa á eftir
drengnum minum í skólann. Já, blessuð jólin. Eftirvæntingin lætur
ekki á sér standa í sál einfeldningsins. Aðventan minnir mig oft á
þessar dimmu leyndardómsfullu vökunætur þegar ég var að vinna á
Fæðingarheimilinu og varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja yfir konu
í fæðingu. Kyrrðin milli hríðanna var þrungin eftirvæntingu og gleðifyllt
lotningin að fæðingunni yfristaðinni var algjör. Hvílíkur kærleikur að
gefa son sinn mannkyni.
11