Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 36

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 36
Thorvaldsensbazar Austurstræti 4. Stofnaður 1901. Mikið úrval af fallegum og hlýlegum jólagjöfum. Komið í eina elstu verslun borgarinnar og lítið á úrvalið ur í spor hins kynsins. Ég myndi vilja vera karlmaður í nokkra daga, bara til að prófa hvernig það er. En þeir karlmenn sem ég hef rætt þetta við hafa ekki nokkurn áhuga á því að prófa að vera konur, ekki einu sinni í einn dag, þannig að þar liggur kannski munurinn. Kannski hafa kynni mín af þriðja heiminum líka gert það að verkum að ég á erf- iðara með að hafa samúð með baráttu kvenna á vesturlöndum." Varðstu fyrir áreiti á flakkinu vegna þess að þú ert kona? „Eiginlega ekki. Ekki í siglingunum. Einu sinni reyndar, í Marokkó í gamla daga, varð leiðsögumaðurinn okkar óskaplega sár og móðg- aður vegna þess að Þorbjörn vildi ekki deila mér með honum. Hann leit á konur einsog húsdýr sem karlmenn hefðu til afnota og skildi ekki þessa nísku I Þorbirni! Þetta var einmitt á kvennaárinu 1975 og ég man að mér fannst þetta óskaplega absúrd. En þegar maður kem- ur sem ferðamaður til þriðja heimsins eru það yfirleitt allt önnur vandamál sem maður er að takast á við. Maður er að takast á við það að vera Ijóshærður risi innan um lágvaxið dökkleitt fólk, og að passa sig að taka ekki alla eymdina inn á sig og er ekkert sérstak- lega að velta því fyrir sér hvernig einhver lítur á mann sem konu. Ég varð að brynja mig alveg óskaplega gegn fátæktinni, sjúkdómunum, betlurunum og börnunum, sem enginn sá um, til að láta það ekki eyðileggja fyrir mér upplifunina af hinu jákvæða. Það var ekki fyrr en löngu eftir að ég var komin heim sem ég leyfði mér að upplifa allan þann sársauka sem hafði safnast upp innan í mér þessi ár.“ „Nú veit ég að auk þess að skrifa þá málarðu og gutlar á píanó. Ætlarðu að láta eitthvað af þessum erfðaþáttum njóta sín í framtíð- inni eða ætlarðu að helga þig því að stuðla að uppgangi Islenskrar erfðagreiningar? „Ég hef alltaf haft þá skoðun að maður eigi að skipta ævinni niður I ólík skeið og takast á við ólík viðfangsefni á hverjum tíma. Ég ætla ekki að verða ellidauð hjá íslenskri erfðagreiningu en ég ætla samt að vinna þar eitthvað áfram vegna þess að mér finnst það ögrandi og skemmtilegt. Seinna er draumurinn að geta helgað sig skriftum, það gera genin skilurðu, en hvort ég geri það verður tíminn bara að leiða í Ijós. Ég er nefnilega ekki ennþá búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór!“ Og Unnur situr þarna skellihlæjandi með kalkúnasalat á hnjánum og lítur út einsog ekkert sé henni ómögulegt. Sennilega er það rétt ■ V bJmiM j j r 7 u r u 7 i; iu. jy l mM YnnúíiM'i' YÍjrnr \l Vorum að taka upp fjölbreytt úrval af haust- og vetrarvörum SA UMALINA Hlíóarsmára 14 - Kópavogi - Sími 564 5533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.