Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 43

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 43
stelpna og stráka í kosningabaráttunni. Strákarnir væru öruggari með sig en stelpurnarværu oft hikandi og ekki alveg vissar hvernig þær ættu að taka á mál- unum. Pað eru þrjú ár síðan stelpa var siðast formað- ur í MS og síðan þá hafa stjórnirnar nær eingöngu verið skipaðar strákum. Hefð er þó fyrir því að stúlk- ur sæki í embætti ritara en ekki eins í gjaidkeraemb- ættið. í Kvennaskóianum er ekkert sjáanlegt mynstur hvað þetta varðar. Mismunandi er milli ára í hvaða embætti stúlkurnar sækja. Strákar kraftmeiri - stelpur ábyrgari Við veltum því iíka fyrir okkur hvernig staðan væri i kennslustundum. Hvort kynin hegðuðu sér mismun- andi í tímum og hvort kennararnir kæmu mismunandi fram við þau. Eyrún er í bekk þar sem yfirgnæfandi meirihluti nemenda er stúlkur og strákarnir aðeins tveir. Annar þeirra lætur lítið fyrir sér fara en hinn fær mjög mikla athygli. Henni fannst kennararnir þó ekki . láta sig kynferði nemendanna miklu varða. Funi er í blandaðri bekk en Eyrún og honum finnst kvenkenn- ararnir reyna að höfða meira til stelpnanna en strák- anna. Ástæðan geti þá verið aö strákarnir séu meö meiri læti en stelpurnar og því erfiðara að ná til þeirra. Öfugt við það sem fólki gæti dottið í hug, þegar á það er litið að strákar eru í miklum meirihluta í stjórn félagslífsins í MS, eru það stelpur sem eru virkari þátttakendur í félagsatburðum. í Kvennaskólanum eru það hins vegar strákarnir sem eru duglegri að mæta þegar á heildina er litið. Okkur lék forvitni á að vita hvort þau fyndu ein- hvern mun á að stjórna meö strákum eða stelpum. Eyrún sagði strákana kraftmeiri og það væru mun meiri læti í þeim, stelpurnar væru ábyrgari og fljótari aö afgreiða málin. Funi var sammála þessu, sagöi stelpurnar þó varfærnari en strákana og þær vildu hafa hlutina alveg á hreinu. v Kjöraðstæður til þjálfunar í félags- og stjórnmálum Þau voru bæði þeirrar skoðunar að ekki ríkti jafnrétti í þjóðfélaginu. „Mér finnst sorglegt að tala um það, leiöinlegt að stelpur þurfi að fá hjálp. Ég held að við DÖMUHARKOLLUR í MIKLU ÚRVALI Persónuleg þjónusta í fullum trúnaði HAIR APOLLO hárstúdíó, ~Hringbraut 119, Reykjavík SVSTEM.S Sími 552 2099 séum ekki komin það langt. Það halda allir aö þetta sé búið en það er það alls ekki,“ sagði Eyrún og bætti við: „Ég var i tölvufræöi og það var verið að tala um heimilisbókhaldið. Krist- ján var með 110.000 kr á mán- uði en Jóna 95.000. Kannski er þetta oftúlkun en þetta fer í taug- arnar á mér.“ Að Funa mati eru karlmenn minna meðvitaðir en konur um vandann. Sennilega vegna þess að þeir hafa það betra. Eða eins og hann orðaði það: „Hvers vegna að breyta ein- hverju sem virkar fyrir þig?“ Af spjalli okkar að dæma virðist ekki vera hægt að al- hæfa um framhaldsskólana út frá þessum tveimur. Hver þeirra um sig er lítið samfélag með sínum hefð- um og siðum. Þó má lesa út úr þessu spjalli aö staða stúlkna í framhaldsskólum er ekki eins sterk og ætla mætti. í framhaldsskólum er ekki launamisrétti, nem- endur eru ekki á launum. í framhaldsskólum eru nemendur sjaldnast með börn á framfæri sínu og búa oftast heima. Hver einstaklingur í framhaldsskóla hef- ur meiri frítíma en hann mun hafa seinna á ævinni. Það gefur þvi augaleið að þar eru kjöraðstæður fyrir fólk að taka þátt í félags- og stjórnmálum og sérstak- lega mikilvægt upp á framtíðina að stúlkur nýti sér þau tækifæri sem þar bjóðast. Ættu skólafélög að skipa jafnréttisnefndir? Jafnréttislögin, sem sett voru 1976, skylda íslenska skóla til að veita nemendum fræðslu um jafnrétti (kynjanna) og búa alla nemendur undir virka þátttöku í samfélaginu. í sömu jafnréttislögum er sveitarfélög- um með yfir 500 íbúa skylt að skipa jafnréttisnefndir til að fjalla um jafnrétti kynjanna innan héraðsins. Þar sem skólar eru skikkaðir til að búa bæði kynin undir virka þátttöku í samfélaginu og sinna fræðslu um jafnrétti vaknar upp sú spurning hvort hægt væri að skylda skólafélög til að skipa jafnréttisnefndir eins og sveitarfélögin gera. Virk þátttaka í samfélaginu hlýtur að þýða jafna þátttöku beggja kynjanna við stjórn landsins. Menntaskólar Reykjavíkur hafa flestir, ef ekki allir, nemendafjöida langt yfir þessu 500 manna marki sem sveitarfélögum er sett. Eins og komiö hef- ur fram í greininni, standa skólastjórnmál flestum menntaskólanemum nær en ríkisstjórnmál. Að sjá fullt jafnrétti í stjórn jafningja hlýtur að virka sem vítaminsprauta á jafnréttisbaráttu ungs fólks. Það er sorgleg staðreynd að þeim menntaskólakrökk- um, sem undirritaöar hafa talað við, finnst ónauðsyn- legt og jafnvel hallærislegt að tala um jafnrétti kynj- anna. Þar sem menntaskólakrakkar hafa ekki enn orð- ið fyrir barðinu á þeim mismun sem vissulega fyrir- finnst í samfélaginu eftir skóla, finnst þeim jatnrétti kynjanna vera eitthvað sem þeir þurfa ekki að skipta sér af. Því skapast hugmyndatómarúm og stöðnun f stjórnmálum menntaskólanna þar sem nemendum finnst þeir lifa í besta heimi allra heima. Skólayfirvöld og skólafélög þurfa að beita sérfyrir aukinni þátttöku kvenna í félagsmálum menntaskólanna. Skipun jafn- réttisnefndar nemenda gæti vel verið fyrsta skrefið. B.H.Ó og S.V.I. \ Engar áhyggjur af gluggapósti Greiðsluþjónusta SPRON sér um reikningana Greiðsluþjónusta SPRON er þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi i fjármálum. Greiðsluþjónustan léttir fjármálvafstrið; gluggabréf heyra sögunni til, skilvís greiðsla reikninga er tryggö og þú hefur mun betra yfirlit yfir fjármálin. Gerðu samning og komdu með alla þá reikninga sem þú vilt að við sjáum um að greiða. Öllum greiðslum er jafnað yfir 12 mánaða tímabil f greiðsluáætlun. SPRON sér um að millifæra af launareikningi inn á þar til gerðan greiðslureikning og annast allar greiðsiur. Þú þarft ekki — aö hafa neinar áhyggjur af gluggapóstinum. 'spron M SPARISJÓDUR REYKJAVlKUR t SPARISJÓDUR REYKJAVlKUR OD NÁGRENNIS Sími 550 1200 • www.spron.is 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.