Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 55

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 55
leika er af hljótast í nútímaþjóðfélögum. Sú vitundarvakn- ing sem kom í kjölfar réttindabaráttu kvenna var afrakst- ur áratuga vinnu hagsmunahópa og hreyfinga. Lýðræðis- legt þegnasamfélag er nauðsynleg forsenda þess að myndun slíkra hreyfinga verði að veruleika utan stofnana stjórnkerfisins. Óháðar félagslegar hreyfingar eru alltaf háðar eðlilegu samspili ríkis og þegnasamfélags. Ung lýðræðisríki Miðaustur-Evrópu búa ekki enn við stjórn- kerfi sem bjóða upp á jafnvægi í samskiptum ríkis og ó- háðra samtaka. Þar af leiðandi eru hagsmunahópar eins og kvenfrelsishreyfingar í meira mæli háðar stjórnvöldum. Ráðamenn þurfa fyrst að koma auga á félags- og þjóð- hagslega óhagkvæmni kynjamisréttis áður en réttinda- mál kvenna hljóta áheyrn þeirra. Borgararéttindi kvenna verða þannig ekki að veruleika án pólitísks vilja valda- kjarnans ■ Mikið úrval! Konfekt-, og piparkökumót. Sprautupokar ásamt ýmis konar bökunarvörum. PIPAR OG SALT KLAPPARSTÍGUR 44 - REYKJAVÍK • 562-3614 - FAX 551-0330 S i 8 Hverju trúa konur? Önnur nöfn þessa guðs geta verið Attis og Dumuzi, Ósíris og Ó- dyseifur, Díónýsos, Shiva, Jesú og Don, Hákon og Svipdagur. Karl- hliðin getur einnig tekið á sig mynd dverganna fjögurra í steininum, þeirra sem hún elskaði og sem gáfu henni hið dýra Brisingamen. Gullveig, sú sem völvan í Völuspá segir okkur að hafi verið drepin, studd geirum og brennd í höllu Óðins, trúi ég að sé Freyja. Hún var þrisvar brennd og þrisvar borin á ný, og enn hún lifir. Freyja er dís hinnar gullnu visku. Hinnar djúpu visku. Hún er Sóf- ía hin gríska, hinn heilagi andi, þriðjungur hinnar helgu þrenningar. Hún var sú sem kenndi Ásum seið sem stundaður var meðal Vana. Með seiðnum náði hún að sjá inn í allan tima og allt rúm. Hún var hin mikla völva og allar völur síðan hafa verið hennar gyðjur. Freyja er dís ástarinnar. Þeirra tilfinninga sem tengja okkur bönd- um sem eru handan dóma og jafnvel skynsemi. Þess krafts, þeirra töfra sem vekja í líkömum okkar brennandi þrá eftir líkama annarrar manneskju, þrá eftir að sameinast þeim líkama og þeirri sál sem í lík- amanum býr. Þess lögmáls sem þannig skapar grundvöll að sköpun lífs, sköpun sameiningar, listar, sköpun þess óskilgreinanlega. Freyja er dís næturinnar, dulúðar og dauða. Hún er valkyrja og all- ar aðrar valkyrjur eru sendiboðar hennar. Nótt fæddi af sér Auð og hún fæddi af sér Jörð og Dag. Nóttin gefur okkur myrkur til að sofa, til að dreyma, til að kanna aðra heima. Nóttin gefur nauðsynlega end- urnýjun lífs. Á nóttunni nærðu valkyrjunar hina dauðu, svo þeir mættu öðlast nýtt líf. ( myrkri Heljar, í iðrum Jarðar, dveljast hin dauðu þar til þau ná að fæðast á ný inn í hin myrku iður konu, og frá þeirri móður, þeirri Freyju, fæðast þau á ný. Freyja er Auður. Samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magn- ússonar er merking kvenkyns nafnorðsins auður, sem nú finnst að- eins sem sérnafn, þessi: örlög, dauði; hamingja, auðna; örlagadís, norn; örlagavefur. í þessu eina orði býr í raun svarið við upphaflegu spurningunni: Á hvað trúi ég? Svarið er: Ég trúi á auði. Draumur um Freyju og Auð........ Ég stend í hlíðum þess fjalls sem nú heitir Hlíðarfjall og horfi í kringum mig. Ég er ég og þó ekki, ég er Freyja, Gyðjan sjálf, mikil sem framhald af síðu 7 5 tröll og fögur. Ég lít íkringum mig og sé auðn, hvert sem litið er, rauða jörð án nokkurs gróðurs, og ég er hugsi. Ég er hvítklædd og stend í hofi mínu, sem einnig er hvítt. Með mér, bak við mig í hofinu er mað- urinn, guðinn sem er bróðir minn, faðir minn, elskhugi minn. Hann er tengdur mér órjúfaniegum böndum. En hann er án líkama, hann er einungis höfuð, með fagra andlitsdrætti, liðað, grásprengt hár og skegg og djúp, biá augu. Við erum ein i þessum heimi, eina lífið sem bærist. Þar sem ég lít til suðausturs sé ég hvar upp úr botni fjarðarins rís jötunn, rauður þunglamalegur jötunn, og gengurá land. Hann heit- irAuður. Hann er gerður úr teir, sama efni og rauð jörðin og þótt hann geti gengið er hann fullkomlega auður, ihonum bærist ekkert líf, eng- in sál, engar tilfinningar, enginn vilji. Ég veit hvað ég þarf að gera og skiptist á hugsunum við höfuð mannsins á bak við mig um það verk- efni. Hann gefur stuðning sinn. Ég geng í átt til jötunsins Auðs, sem nálgast með þungum skrefum. Jörðin titrar við hvert skref hans. Ég tek hönd hans og leiði hann til vesturs, inn í þann dal sem nú heitir Hörgárdalur. Á meðan við göngum saman hvfsla ég orð í eyra hans, orð ástar og visku, því ég veit að ef ég vek í honum ástrfðu og þrá áður en hann lærir að þekkja visku ástarinnar, þá mun hann tortíma mér og sjálfum sér um leið. Við leggjumst niður í dalbotninn, og ég gæli við líkama hans, um leið og ég held áfram að hvísla i eyra hans. Ég finn lífið kvikna f þessum rauða jarðarlfkama, ég finn hjartað byrja að slá, andardrátt hans vakna og lífið verða til. Ég finn húð hans verða mjúka yfir lifandi holdi og líkami hans lærir að svara hreyfingum míns. Hend- urhans læra að gæla við mig og að lokum renni ég fingrunum i gegn- um þykkt hár hans um leið og líkamar okkar og sálir sameinast í ást. Ég opna augun og mæti hans augum, djúpum og vitrum, og nú end- urspegla þau ekki auðn heldur lífsins auð og auðnu. Ég lít í kringum okkur og sé að með ást okkar hefur allur heimurinn vaknað til lífs, grænar grundir og blómum grónir lundir, skógi vaxnar hlíðar og kvak- andi fuglar. Ég er alsæl og það örlar á stolti eftir vel unnið verk. Þá finn ég jörðina skjálfa á ný, heyri þungt og ógnandi fótatak. I norðaustri sé ég heilan hóp af jötnum, rauðum og grásvörtum, þung- um og auðum, nálgast f hundraðatali. Og ég man og veit að þetta er eilífðarverk. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.