Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 15

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 15
Að skilja meira en nakið augað sér Ég hef alltaf hrifist af ævintýrum. Prinsessan í hörpunni var og er enn eitt mitt uppáhaldsævintýri. Svo voru Hómers-kviðurnar, Prins Valí- ant, Þúsund og ein nótt, Tarzan o.fl. í þessum sögum fann ég konur sem urðu mér fyrirmyndir. Áslaug/Kráka, Sjerasade, Morgan leFay, Aleta, Helena, Kirka, Kalypso og ónefndar hofgyðjur í týndum dölum. Þarna fann ég gyðjur, Aþenu, Afródítu, Artemis, Isis, Sarasvati. Ég drakk í mig grísku og egypsku goðsagnirnar og bækur eins og Vígðir meistarar, Þriðja augað, Fornar grafir og fræðimenn og Úraníu Flammarions. Þetta voru bækur sem pabbi kenndi mér að meta. Hann var trúaður maður, en ekki á hefðbundinn hátt. Hann hafði ekki hátt um trú sína, en kenndi mér að þekkja og virða trúarbrögð ann- arra þjóða, annarra tíma. Með hans leiðsögn varð mér fljótt fullljóst að lífið var flóknara og ríkara en það virtist á yfirborðiriu. Hægt væri að rækta með sér hæfileika til að skynja og skilja meira en nakið aug- að sér. Hægt væri að ferðast á annan hátt en með hefðbundnum og tæknivæddum farartækjum. Þó vildi ég einnig ferðast og sjá á jarð- bundinn hátt. Ég átti mér þann draum að ferðast um allan heiminn og hitta ólíkar þjóðir, kynnast sögu þeirra og lífi af eigin raun, hlusta, læra, lifa með framandi þjóðum, siðum, vættum og goðum. Ég fann að í þeim öllum bjó hluti af mér, hluti minnar sögu, drauma minna og trúar. í mér bjó þeirra saga, draumar og trú. Draumar hafa ýmsar leiðir til að rætast. Ég hef búið og lært víða um heim, en mest þó með hvítum, kristnum þjóðum, þótt ólíkar séu. „Ég trúi á þörfina fyrir að rækta náið samband við Guðdóminn," segir Valgerður H. Bjarnadóttir. Ég var um fertugt þegar ég ákvað loks að fara aftur í nám og fræðast meira um heimspeki og trú og þessar fornu fyrirmyndir mínar. Ég fór í framhaldsnám til Kaliforníu, lands afrísku amasónunnar Kalafíu, borgar heilags Fransiskusar, San Fransiskó. Óvíða í heiminum er eins litríkt samfélag. I' skólanum sátu búddanunnur og munkar af ýmsu þjóðerni við hlið afkomenda svartra þræla sem sum voru krist- in, önnur dýrkuðu vatnagyðjuna Yemaja. Þarna voru konur af Azteka- ættum sem ákölluðu hina helgu jómfrú Guadaloupe og gyðjuna Coatlique og hvftir karlar sem dýrkuðu hina indversku Kali. Engin leið var að ákvarða trúhneigð út frá litarhætti eða þjóðerni, engin leið að ákvarða kynhneigð út frá kyni, engin leið að ákvarða neitt að óathug- uðu máli. Þarna leið mér vel. I þessu umhverfi fann ég hversu sterk- ar rætur mínar eru og hvernig þær gefa mér frelsi til að vera bæði í tengslum við mína íslensku trú og þá sem hvorki er bundin stað né tíma. Þarna lærði ég á ný um fornar og framandi goðsagnir og fékk tækifæri til að sjá samhengið í þeim öllum. Ég fann áhugann á ís- lenskri sögu glæðast á ný og tengjast sögu alls heimsins. Ég vann með drauma næturinnar og kynnti mér gildi þeirra í hinum ýmsu trú- arbrögðum heims. Hin umbreytandi Gyðja var með mér, sem aldrei fyrr. AÖ gefa Gyðjunni nafn Það var sárt og sérkennilegt að einmitt þegar ég hafði tekið þetta skref, þá veiktist faðir minn skyndilega og hvarf úr þessum heimi langt fyrir aldur fram. Ég kom heim um tíma og var hjá honum þegar hann dó. Aðeins ein stund sem ég man úr lífi mínu var jafn mikil, djúp og töfrum þrungin. Það var fæðing dóttur minnar. Eflaust hefur mín eigin fæðing verið sambærileg, en hana man ég ekki. Ég veit að hin mikla Gyðja, hin mikla móðir, skapari alls Iffs er um leið sú og sá sem tekur, deyðir, tekur hið dauða inn í leg sitt og skapar á ný. Ég veit að þetta alheimsafl, sem alltaf var og alltaf verður og er fullkomlega óháð því sem við köllum tíma og rúm, er óskilgreinanlegt og óskynj- anlegt í sínum stórfengleika. Það kemur þó ekki í veg fyrir þörf mína til að skilgreina og skynja þann hluta þess sem snertir líf mitt og dauða, minn lífsvef. í Biblíunni segir að Guð hafi skaþað manninn, hann hafi skaþað þau karl og konu, í sinni mynd. Ég veit hins vegar að þótt kona og karl, fræ, fiðrildislirfa, sandkorn, steinn og stjarna séu vissulega öll sköpuð í mynd Gyðju/Guðs, þá er það jafnframt á hinn veginn. Mann- eskjan hefur ávallt skapað Guð í sinni mynd og sú mynd er breytileg frá einni menningu til annarrar og einum tíma til annars. Ég trúi á þörfina fyrir að rækta náið samband við Guðdóminn, en til að ég nái að rækta persónulegt samband við Gyðjuna hef ég þörf fyrir að gefa henni mynd og eiginleika lifandi, skynjanlegrar veru. Sjá hana sem konu, karl, barn, dýr, blóm, fræ, haf, stein, stjörnu. Ég er ekki ein um þessa þörf. Gyðjunni miklu, Guði, hafa verið gefnar ýms- ar myndir. Hún hefur tekið á sig mynd móðurinnar og barnsins við brjóst hennar og hún hefur verið dýrkuð sem brjóstið sjálft, eða sköp- in sem sonurinn fæddist úr og hverfur í á ný. Hún hefur verið áköll- uð í árþúsundir af milljónum, sem svartur steinn, eitt sinn sem Kybele, nú sem Guð Islams í Mekka. Guði hefur verið gefin mynd fisks og fiskimanns, hrúts, nauts, snáks, hauks og elds. Allar persón- ur sköpunarsögu Biblíunnar hafa á mismunandi tímum verið Guð. Hinn skapandi faðir, hinn reiði faðir, hinn saklausi Adam, hin forvitra Eva. Snákurinn, sem eitt sinn hét Lilith og var kona Adams, hún sem eitt sinn hét Tíamat og var hið upp-haf-lega haf, legið sem allt líf á jörðinni er sprottið úr. Öll eru þau tákn Guðdómsins. Aldingarðurinn er Guð, eplatréð og eplið eru Guð, jafnvel hinn fimmstrendi kjarni epl- isins og hið safaríka bleika „hold“ fíkjunnar eru Guð, Gyðja. Valkyrjan Freyja í þörf minni fyrir samband við þetta umbreytingarafl, Gyðjuna miklu, hef ég síðari ár reynt að tengja saman þekkingu og reynslu. Ég hef safnað þekkingu frá því að ég var barn og lærði um íslenskar álfkon- ur og afrískar hofgyðjur, og ég hef safnað reynslu í þeim magnaða lífsvef sem hvert og eitt okkar lifir í og tekur þátt í að vefa. Af þessu hefur trú mín mótast og heldur áfram að mótast, því hún umbreytist sífellt eins og ég. Ég vel núna að kalla Gyðjuna Freyju, þótt það sé eins með hana og mig, hún á sér ýmis nöfn, tengd mismunandi samhengi og hlut- verkum. Hún er Vanadís og hið grátfagra goð, hún er Sýr og Gefn, Hörn og Mardöll, eins og Snorri kennir okkur. Hann segir okkur líka að þegar Freyja ferðaðist meðal ókunnra þjóða að leita Óðs, þá gaf hún sér ýmis heiti. Þannig er hún einnig ísis og Kybele, Danu og Mar- ía, Hel og Gerður, Ereshkigal og Inanna, Venus og Nerþus, Morgan og Brigid, Kali og Devi, Sáráhkká, Kwan Yin, Yemaja, Ix Chel, Coatlique, Heiður og Þorgerður Hölgabrúður. Freyja á sér einnig karl- hlið, sem getur verið Freyr/Yngvi, bróðir hennar, Njörður, faðir henn- ar, Óður eiginmaður hennar og Óðinn, ástmaður hennar, Þór og Loki. Önnur nöfn þessa guðs geta verið Attis og Dumuzi, Ósíris og Ó- dyseifur, Díónýsos, Shiva, Jesú og Don, Hákon og Sviþdagur. framhald á bls. 55 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.