Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 66

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 66
j ó l a b œ k u r Að hrífa menn og engla GESTABOÐ BABETTE eftir Karen Blixen. íslensk þýðing eftir Úlf Hjörvar Bjartur 1998, 102 bls. Sagan af Babette og hennar dýrðlega málsverði er ein af frægari sögum Karen- ar Blixen enda ein af perlum þessa meistara sagnagerðar. Gestaboð Babette öðlaðist frægð ekki síst eftir að danski kvikmyndagerðarmaðurinn Gabríel Axel gerði rómaða kvikmynd eftir sögunni þar sem honum tókst að klæða frásögnina í búning lifandi myndar á þann hátt að jáfnvel áköfustu aðdáendur skáldkonunn- ar voru sáttir. I kvikmyndinni tókst Gabríel Axel á einstakan máta að varðveita inntak og anda bókmenntaverksins og vann þar allt að einu - leikur, umgjörð og kvikmyndataka; að skapa listaverk úr listaverki. Gestaboð Babette er ekki mikil bók að vöxtum, en að innihaldi er hún ríkari en margar lengri og þykkari bækur og eins og í mörgum fleiri sögum Karenar Blixen er hér fjallað um stóru málin: trúna, listina, fórnina og snilldina, svo nokkuð sé nefnt. En leiðin að þessum eilífðarmálum, að kjarna sögunnar, er mörkuð óborg- anlegum húmor skáldkonunnar, auga hennar fyrir kostulegum aðstæðum í mannlífinu og beittri en góðkynja íroníu sem einkennir margar frásagnir hennar. Kannski má segja að inntak sögunnar snúist öðru fremur um það að gefa sig allan og óskiptan í það sem maður trúir á. Um það að leggja lífið í sölurnar fyrir hugsjónir sínar, hvort sem þær eru af andleg- um eða veraldlegum toga. Eða réttara sagt, að fá að gefa sig alla, að fá að gera sitt besta. [ einum skilningi er þetta saga um „tunguna" í þeirri tvíræðu merkingu sem það orð felur í sér. (Enda segir í sögunni: „tungan er ekki stór limur, en hreykir sér hátt“ (54).) Þetta er saga um mátt Orðsins, orðs Guðs sem þær systur Martína og Philippa helga líf sitt. Og þetta er saga um það að borða, um mátt bragðlaukanna sem Babette kann að virkja af sannri snilld. í frásögninni tekst það jarðneska á við hið himneska, svo að segja, þar til hvort tveggja fellur saman í sátt. Hinn trúrækni, frómi söfnuður sem boðið er til veislu Babette upplyftist í andanum og nálgast Guð sinn fyrir tilstilli máltíðarinnar sem út- búin og framreidd er af Babette, sem einum þræði minnir helst á norn við seið þar sem hún bograr yfir pottunum en öðrum þræði virðist sannarlega innblásin heilögum anda við list- (og lystaukandi) sköp- un sína. [ stuttu máli er söguþráðurinn á þá lund að aldraðar systur, Martína og Philippa, taka inn á heimili sitt flóttakonu, Babette, sem eldar fyrir þær saltfisk og graut og lifir með þeim fábrotnu lífi í fjórtán ár þar til hún vinnur tíu þúsund franka í happdrætti. Fyrir þann happadrátt krefst hún þess að fá að halda veislu, til heiðurs aldarafmæli föðurs þeirra, hins látna prófasts og fyrrum trúarleiðtoga bæjarins. Babette pantar hráefni til matargerðar og vín alla leið frá París og matbýr af slikri snilld að lif þeirra sem njóta verður ekki samt eftir, þótt enginn viðstaddra (að einum óvæntum gesti undanskildum) hafi græn- an grun um þá miklu list sem liggur að baki matseldinni. Kostnaðurinn við veisluna er tíu þúsund frank- ar, eða eins og Babette segir: „Verðið á máltíð fyrir tólf á Café Anglais var tíuþúsund frankar“ (91), og þar vísar hún til frægs veitingahúss í París þar sem hún hafði unnið áður en hún varð landflótta. Þeg- ar systurnar gera sér grein fyrir því að Babette hafi eytt aleigu sinni í þessa einu veislu fyllast hjörtu þeirra af meðaumkun og samúð, þær sjá í verki hennar ógleymanlegan „vitnisburð um mannlega tryggð og fórnfýsi" (92). En Babette lítur öðru vísi á málið og hugtakið fórn er henni víðs fjarri. Fyrir henni var veislan síðasta tækifæri hennar til að fá að nota náðargáfu sína, listgáfu sína, sem fólst í því að geta eldað himneskan mat. „Nei, ég verð aldrei fátæk. Ég segi ykkur, að ég er stór listamaður. Okk- ur afburðalistamönnunum, mesdames, hefur hlotnast það, sem þið hin vitið ekkert um“ (93). Þetta tækifæri til að gera sitt besta enn einu sinni er Babette mikilvægara en allt annað sem peningarnir hefðu hugsanlega getað fært henni. Margir hafa viljað túlka söguna um Babette sem dæmisögu um skilyrði listamannsins í samfélagi sem hefur engan skilning á list og listgáfu, og vissulega er sá þráður hennar gildur. Og í því sambandi má einnig benda á hina miklu þversögn í lífi Babette að hún er landflótta vegna þess að hún var uppreisn- armaður gegn meðlimum aðalsins, þeim hinum sömu sem einir kunnu að meta list hennar. Hún vann af hugsjón að því að útrýma því fólki sem, eins og hún segir sjálf: „hafði verið alið upp og menntað - með meiri tilkostnaði en þið, litlu dömur mínar, nokkurn tímann munduð skilja eða trúa - til að gera sér grein fyrir hver listamaður ég væri. Ég gat gert þau hamingjusöm. Þegar ég gerði mitt besta, gat ég gert þau fullkomlega hamingjusöm" (94). Slíkur skilningur á listinni og eðli hennar - að hún sé í raun hafin yfir allt annað, sannleikur í sjálfu sér og engum háð - hefur löngum farið fyrir brjóstið á mörgum lesendum Karenar Blixen. En skáldkonan setur hann fram á svo heillandi hátt að flestir hljóta að hríf- ast með - engu síður en englarnir í Paradís munu hrífast af list Babette þegar hún er þangað komin og farin að elda! (En sú er fullvissa Philippu.) Úlfur Hjörvar þýðir söguna á íslensku eftir danskri gerð hennar sem gefin var út í sagnasafninu Skæbne-Anekdoter sem kom út 1958. Fyrst birtist sagan hins vegar í enskri gerð höfundar í Ladies' Home Journal árið 1950, en eins og margir vita var Karen Blixen tvítyngdur höfundur, þ.e.a.s. hún skrif- aði flest verka sinna bæði á ensku og dönsku. Þýðingin er vel gerð og gleðiefni enda langt síðan verk eftir Blixen hefur komið út á íslensku og er þó stór hluti höfundarverks hennar enn óþýddur á íslensku. Vonandi boðar þessi útgáfa nýtt upphaf á Blixenþýðingum og útgáfu á fslandi. Maríuglugginn eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur Mál og menning, 1998 Nýjasta skáldsaga Fríðu Á. Sigurðardóttur, Maríu- glugginn, er nútímasaga úr Reykjavik og segir frá ungu fólki í leit að þessari eilífu lífshamingju. Sú leit gengur ekki átakalaust fyrir sig og inn í söguna fléttast sögur eldri kynslóða, sem leituðu á sama hátt bæði á fslandi hippatímans og í Þýskalandi Nasismans. Aðalpersónurnar tvær, Hildur myndlistarkona og Páll skáld sem bæði eru um þrítugt, segja söguna til skiptis, segja hvort öðru söguna af leitinni og hvert hún leiddi þau. Þau eru bæði komin i ógöngur í list sinni og lífi, brennd börn sem þykj- ast forðast þann eld sem þau sækjast mest eftir. Þetta er ástarsaga á mörgum plönum með margs konar ástarsam- böndum; ást milli manns og konu, ást vina, ást móður og barns, ást systkina, en í alla þessa ást vantar virðinguna og tryggðina, allir svíkja, all- ir fela sig, allir Ijúga. Ljúga og fegra sjálfa sig til að öðlast ást hinna. Þessi saga er ekki ný eða nýstárleg á nokkurn hátt, hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega, en Fríðu tekst með innsæi sínu og Ijóðrænum seið- andi stíl að gera hana glænýja og spennandi, varpa nýju Ijósi á gamalkunnugar myndirnar. Per- sónurnar eru skýrt dregnar og sannfærandi, óút- reiknanlegar og breyskar, einsog allt mannfólk. Sagan hverfist um glæp eða glæpi, þar sem hin- um saklausu er fórnað í þrátafli hinna sterkari, og afleiðingar þessara glæpa fyrir þá sem létu þá viðgangast með því að horfa í aðra átt og þvo hendur sínar. Og einsog segir [ bókinni „svik augna og handa, um þau er ekki hægt að tala.“ Það verður að grafa þau djúpt niður í undirmeð- vitundina þar sem þau margfaldast einsog kartöfl- ur og verða það sker sem lífshamingjan strandar á. Helsti galli bókarinnar er sá hversu lítill munur er á stíl og frásagnarmáta I þáttum þeirra Páls og Hildar, það er ekkert sem gefur lesandanum til kynna hvort þeirra segir frá I það skiptið nema að- stæðurnar sem þau eru að segja frá og það þirr- ar mann þar sem þau eru mjög ólíkar persónur með ólíkan talsmáta í samtölum. En þrátt fyrir það er þetta sterk saga og mögnuð, óvægin en um leið blíð og falleg, einsog vögguvísa með ógn- vænlegum undirtóni. Saga sem fylgir manni lengi eftir að lestri hennar lýkur. Soffía Auður Birgisdóttir Friðrika Benónýsdóttir 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.