Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 31

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 31
gluggakistur og borð og kerti lýsa upp skrautlegt Ijósker sem lítur út einsog það eigi ættir að rekja til Marokkó. Ég get ekki stillt mig lengur um að spyrja Unni hvernig í ósköpunum henni hafi dottið í hug að snúa heim aftur eftir tólf ára dvöl erlendis. „Eftir þessi tólf ár vorum við Þor- björn auðvitað orðin atvinnumenn í því að koma á nýja staði og laga okk- ur að þeim reglum og kringumstæð- um sem þar ríktu. Það var mjög heill- andi að koma heim og geta talað eig- ið tungumál og skilið persónuleika fólks út frá sínum eigin þjóðarein- kennum. Og svo er það náttúran. Þessi einstaka náttúra sem togar í mann hvert sem maður fer. Ég held það sé sammerkt með öllum íslend- ingum sem dveljast lengi erlendis að langa alltaf heim til þessarar náttúru." En hvað hafði þessi náttúra með þig að gera? Ertu ekki borgarbarn í húð og hár? „Nei, það er ég nú ekki. Ég var alin upp jöfnum höndum á Hávallagötunni í Reykjavík og hjá móðurforeldrum mínum austur í Flóa. Þar bjuggu þrjár fjölskyldur með samtals fimmtán börn og þar var allt fullt af dýrum og maður var úti í náttúrunni með dýrunum frá morgni til kvölds öll sumur. Þar fékk ég ódrepandi áhuga á hestamennsku og rak um tíma reiðskóla fyrir krakka eftir að ég var orðin eldri. Hesta- mennskan leiddi svo aftur til þess að ég fékk það virðulega embætti fjár- gæslumaður Reykjavíkurborgar og vann við það tvö sumur á meðan ég var í menntaskóla." Fjárgæslumaður? „Já, ég veit að þetta hljómar einsog ég hafi setið ofan á peningahrúgum borgarinnar, en þetta fé sem hér um ræðir var fjórfætt. Ég sem sagt sá um að reka óvelkomnar kindur úr landi borgarinnar og til þess þurfti ég auð- vitað að vera ríðandi." Förum aðeins aftur til bernskunn- ar. Pabbi þinn, Jökull Jakobsson, var landsfrægt leikskáld og útvarpsmaður. Setti það einhvern svip á uppvöxt þinn? „Nei, í rauninni ekki, nema að mér fannst stundum erfitt hvað allir aðrir áttu miklu meira í honum en ég. Pabbi og mamma, sem heitir Áslaug Sigurgrímsdóttir, bjuggu aldrei saman og hann hvarf oft út úr lífi mínu mán- uðum saman, en það truflaði mig ekkert sér- staklega. Mér þótti eiginlega mestur skaði að eiga ekki pabba til að fara með í sunnudags- bíltúra einsog hinar stelpurnar! En mamma fór með mig á hestbak í staðinn og gerði ým- islegt sem, eftir á að hyggja, var miklu skemmtilegra og uppbyggilegra. Og ég var umvafin kvenfólki sem vildi allt fyrir mig gera, þvi mamma var kennari í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og þangað mætti ég yfirleitt eftir skóla á daginn og var þar fram á kvöld í góðu yfirlæti. Ég kynntist pabba eiginlega ekki al- mennilega fyrr en ég var orðin unglingur, en þá urðum við mjög góðir og nánir vinir og í fótspor hans og fara að skrifa og það lá við að sagt væri við mann að maður þyrfti ekkert að vera að flækjast í langskólanám fyrst mað- ur ætlaði að verða skáld. Það var bara einhver gáfa sem maður fæddist með og þurfti ekkert að leggja á sig til að koma á framfæri. En eftir að ég fór út og flæktist á alla þessa framandi staði þá hvarf þetta ok sem fylgdi því að vera dóttir hans pabba. Þar var ég bara metin út frá því hver ég var og hvað ég hafði fram að færa, enda ekki nokkur maður heyrt minnst á Jökul Jakobsson!" Áður en þú lagðist í siglingarn- ar varstu fimm ár í Kaupmanna- höfn. Hvað varstu að gera þar? „Já, skútan var búin að vera draumur okkar Þorbjarnar síðan við vorum í menntaskóla og við vorum alltaf að reyna að vinna fyr- ir henni. Bjuggum í eitt og hálft ár á ísafirði, þar sem hann var á sjó og ég vann í fiski og sláturfélagi og við höfðum rífandi tekjur. En á þessum árum var svo mikil verð- bólga að peningarnir gufuðu upp ef maður festi þá ekki í einhverju og til þess að koma í veg fyrir það keyptum við okkur íbúð í Reykja- vík. Þá mátti heldur ekki fara með nema mjög takmarkað magn pen- inga úr landi og við vorum orðin hálf þreytt á þessum bardaga og vonlítil um að draumurinn yrði að veruleika. Þannig að við ákváðum að láta skútuna bíða og lögðumst í flakk landleiðis til suðlægari landa. Eftir það ferðalag settumst við að í Kaupmannahöfn þar sem ég fór í háskólanám i leikhúsfræðum - ein- hver pabbakomplex sjálfsagt - en íslendingar virðast halda að íslensk erfðagreining snúist alfarið um þennan margumtalaða gagnagrunn, en það er mikill misskilningur. síðasta veturinn sem hann lifði bjó hann hjá mér á ísafirði." Hefur það verið þungur kross að bera í gegnum lífið að vera dóttir svona þekkts manns? „Það var oft erfitt á unglingsárunum. Fólk gerði eiginlega ráð fyrir því að ég myndi feta mér fannst það hræðilega dautt og leiðinlegt nám og hætti því fljót- lega. Leikhúsfræðin voru ekki í neinum tengslum við það sem var að gerast í leikhúsum í Kaup- mannahöfn á þeim tíma, heldur var endalaust horft til fortíðarinnar og menn voru að skrifa lærðar ritgerð- ir um það hvers vegna tiltekin leik- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.