Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 33

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 33
seinna hafði hann svo samband við mig og bauð mér stöðu aðstoðarmanns forstjóra og ég sló til.“ Og hvað gerir aðstoðarmaður forstjóra? „Það er nú svo óskaplega margt. Fyrstu árin var ég eigin- lega svona „alt mulig mand“ í fyrirtækinu, sá um öll al- mannatengsl, sat aila fundi með stjórninni, var starfs- mannastjóri og gerði eiginlega allt sem ég var beðin um. Þetta var óskaplega skemmtilegur tími en fyrirtækið óx svo hratt og í febrúar á þessu ári var starf starfsmannastjóra orðið svo umfangsmikið að ég varð að velja um það hvort ég vildi sinna því áfram eða halda áfram að vera aðstoðar- maður forstjóra. Þetta var erfið ákvörðun, því mér fannst hvort tveggja svo spennandi og skemmtilegt, en að lokum valdi ég að vera áfram aðstoðarmaður forstjóra." Finnurðu fyrir því að vera kona í þessu karlaveldi? „Þetta er ekkert karlaveldi, það eru miklu fleiri konur en karl- ar sem vinna hjá fyrirtækinu og þær eru metnar af sínum störfum alveg til jafns við karlana. Ég hef orðið vör við gömlu góðu karlrembuna hjá öðrum fyrirtækjum sem ég hef unnið hjá en aldrei hjá íslenskri erfðagreiningu. Flestir þess- ir strákar sem eru þarna í stjórnunarstöðum hafa verið í námi og vinnu í sínum vísindagreinum erlendis og þeir eru vanir að meta fólk eftir verkum sínum en ekki eftir kyni. Ég er lika svo frek að ég læt ekki neinn vaða yfir mig...“ Hvers vegna eru konur sem komast áfram alltaf frekar, á meðan karlar í sömu stöðu eru ákveðnir og fylgnir sér? „Já, þú meinar það! Jæja þá, ég er ákveðin og fylgin mér og hef mikla ánægju af því sem ég er að gera, þannig að ég er voða lítið að láta það trufla mig hvors kyns þeir aðilar sem ég á samskipti við eru. Það eru margar frábærlega klárar konur sem vinna hjá okkur, og auðvitað karlar líka, og það er ótrúleg uþplifun að sjá hvað þetta fólk er hamingjusamt yfir því að fá störf við sitt hæfi hér heima. Flestir voru búnir að sætta sig við að þurfa að búa erlendis til að geta sinnt sínum vísindum. Ég held líka að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvers virði sú þekking sem flyst heim með þessu fólki er. Kílówattstundir VEITA UNAÐSSTUNDIR L Landsvirkjun Ég kom því á að fá vísindamennina til að halda fyrirlestra, sem við köllum Heimflutt þekking, á laugardögum um það sem þeir hafa lært og eru að fást við og það er mikill áhugi á þessum fyrirlestrum bæði hjá starfsfólkinu og almenningi." GSM-inn hringir aftur og Unnur ræðir tilhögun fyrirhugaðrar ferðar á Vest- firðina við samstarfsmann sinn góða stund. Ég svipast um í stofunni á meðan, sötra jurtateið og velti því fyrir mér hvort það komi erlendum gest- um fyrirtækisins aldrei á óvart að hitta þessa konu, sem gjarnan gengur í leðurbuxum og peysum, í hlutverki aðstoðarmanns forstjóra. Þegar Unnur leggur símann frá sér get ég ekki stillt mig um að fá forvitni minni svalað. Hún rekur upp skellihlátur. „Nehei, ég hef aldrei orðið vör við það. Ég mæti heldur auðvitað ekki þannig til fara á fundi eða í móttökur, ég get verið algjör dragtarkelling, voðalega virðuleg og ábúðarfull með GSM-símann límdan við eyrað þeg- ar þannig stendur á. Það ríkja vissar reglur í viðskiptaheiminum og ég virði þær. En þegar lítið er að gera og ekki von á neinum, mæti ég oft í leður- buxum eða gallabuxum og hef aldrei fengið neinar athugasemdir við það.“ En nú eruð þið Þorbjörn nokkurs konar tákn hippakynslóðarinnar, fólk- ið sem lét drauminn um algert frelsi rætast. Finnst þér ekkert skrýtið að vera allt í einu komin í svona mikla ábyrgðarstöðu? „Þetta fer i taugarnar á mér. Við vorum engir ábyrgðarlausir hipþar sem ön- uðu út í óvissuna. Hvert einasta smáatriði var þaulskipulagt og útreiknað. Þegar þú ert ein úti á rúmsjó þá verðurðu að treysta algjörlega á sjálfa þig og vera viðbúin öllu sem uppá kann að koma. Það er ekki hægt að skjót- ast út í búð ef eitthvað vantar, eða fara til læknis ef þú verður veik. Þú verð- antik o<j ^jafavörur sí^ildar vörur kynslód eftir kynslód antik er fjárfestin^ — antik er lífstíll. ný vörusendin^ utan opnunartíma. <jetur þú hrimjt í sírna 568 6076 o<j vicf finnum tíma sem hentar þér. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.