Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 54

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 54
gengni ríkisvaldsins við að koma á fót kapitalísku markaðshagkerfi. Lýðræðislegt þegnasamfélag er nátengt pólitískri sið- menningu hverrar þjóðar, sem erfist og mótast frá einni kynslóð til þeirrar næstu. ( Ijósi þess að þjóðir austurevrópskra landa bjuggu við alræðisstjórnir kommúnísku rík- isflokkanna í fjörutíu ár, væri nánast barna- legt að ætla að andspyrna afmarkaðra hópa á umbrotatímanum geti verið eina stoð þegnasamfélagsins. Mótmæla- og mann- réttindahreyfingarnar voru aðeins fyrsti vísirinn að gagnrýnu samfélagi utan stofn- ana ríkisvaldsins. Nú þegar stór hluti leið- toga andófshópanna situr á ráðherrastólum er brýnt að beina sjónum að þeim sem eftir sátu - þjóðinni sjálfri. [ heimildum um kynjasamskipti í Austur- Evrópu er því oft haldið fram að með til- komu lýðræðislegs þegnasamfélags muni pólitísk mismunun kynjanna, sem bæld var niður á tímum ríkissósíalismans, verða auð- sýnilegri og því einfaldara að ráðast að rót- um vandans. í kjölfar stjórnarfarsbreyting- anna urðu lífsskilyrði kvenna önnur. Aðrir mikilvægir þjóðfélagslegir þættir sem áhrif hafa á samskipti kynjanna tóku einnig breytingum. Kynjaskiptur vinnumarkaður og pólitískur ójöfnuður kynjanna öðlaðist til að mynda nýja merkingu því kommúnismi og lýðræði bjóða upp á ólíka samfélagsgerð og mismunandi möguleika til pólitískra at- hafna. Fyrir konur þýða breyttir stjórnar- hættir ný útilokunarferli og nýjar mótsagnir. í dag standa þær andspænis lýðræðislegu stjórnkerfi, sem formlega virðir þær sem fullgilda þegna en hindrar um leið þátttöku þeirra í stjórnmálum og valdastöðum. Þegar munur ólíkra stjórnkerfa er skoð- aður með hliðsjón af stöðu kvenna beinist athyglin að félagslegum og pólitískum rétt- indum þegnanna. Hugtökin borgari, borg- araréttindi og hugsjónin um formlegt jafn- rétti þegnanna eru sömuleiðis rannsóknar- efni femínískra fræðikvenna sem skrifað hafa um stjórnarfarsbreytingarnar í Austur- Evórpu. Kynjasamskipti og lýðræöislegt þegnasamfélag Hér á eftir mun ég skoða hugmyndafræði- legan bakgrunn hugtaksins „þegnasamfé- lag“ með hliðsjón af femínískri gagnrýni. Femínískar fræðikonur hafa haldið því fram að lýðræðislegt þegnasamfélag móti þann pólitíska mismun kynjanna sem kynjaskipt- ing nútíma þjóðfélaga grundvallast á. Sam- kvæmt kenningum þeirra er myndun lýð- ræðislegs þegnasamfélags engu að síður nauðsynleg til að undirbúa jarðveginn fyrir þróun pólitískrar sjálfsmyndar kvenna sem er forsenda réttindabaráttu þeirra sem hagsmunahóps. Þegnasamfélag er í raun samnefnari fyr- ir hugtakið borgarasamfélag sem í hug- myndasögunni má rekja aftur til svokallaðra samfélagssáttmálaheimspekinga (Hobbes, Locke, Rousseau). Samkvæmt hugmynda- fræðinni sem hugtakið sprettur úr á þegna- samfélagið að vernda réttindi einstaklings- ins gagnvart stjórnvöldum. Á þann hátt sér borgarinn náttúrulegum réttindum sínum og öryggi eigna sinna borgið. Sáttmáli samfé- lagsins (social contract) hlýtur pólitíska lög- mætingu með því að frjálsir einstaklingar skipta á náttúrulegu frelsi sínu gegn borg- aralegu frelsi sem ríkisvaldið tryggir þeim. Samfélagssáttmálinn er gerður með sam- komulagi á milli frjálsra og jafnhárra ein- •staklinga og þannig er gerð grein fyrir lög- gildingu nútímaríkisvalds. En með þessu voru allir þeir sem ekki gátu talist frjálsir borgarar, þar á meðal konur, útilokaðir frá þeim rétti að vera fullgildir viðsemjendur. Með tilliti til hugtaka á borð við mann- réttindi og jafnrétti hafa femínistar og kvennahreyfingar ætíð bent á þá kyn- bundnu aðgreiningu sem samfélög okkar byggja á. í gagnrýni þeirra á samfélagssátt- málann er leitast við að ráðast að rótum feðraveldis sem nútíma þjóðfélög hvíla á. Kennismiðir samfélagssáttmálans héldu því fram að konur væru frá náttúrunnar hendi óæðri karlmanninum og gætu þess vegna ekki talist jafn réttháir borgarar. Hjónbandið var því túlkað sem náttúruleg stofnun en borgarinn sem pólitísk. Þessa mótsögn kalla femínistar „sexual contract“ eða sátt- mála kynjanna. Hún mótar vestræna hug- myndafræði því þó svo að hún hafi tekið á sig ólíkar myndir í gegnum aldirnar hefur aðgreiningin sem af hlaust aldrei horfið að fullu og er enn efniviður klassískra lýð- ræðiskenninga. Carol Pateman og aðrir femínískir stjórnmálafræðingar hafa lengi efast um þær kennisetningar klassískra og frjáls- lyndra lýðræðiskenninga að stjórnmál séu eingöngu svið hagsmunabaráttu einstak- linga. Femínistar gagnrýna þar með fyrr- nefndar kenningar fyrir að taka ekki mið af félagslegum hreyfingum og jaðarhópum þar sem konum gefst tækifæri til að mynda pólitískan vettvang um baráttumál sín. En þróun pólitískrar sjálfsmyndar kvenna grundvallast einmitt á réttindabaráttu þeirra sem hagsmunahóps. Peggy Watson segir bága stöðu kvenna í kommúnisma ekki nauðsynlega vera af- leiðingu þess að gagnrýnið þegnasamfélag hafi ekki verið til staðar. Vanmáttur fólksins gagnvart ríkisvaldinu var ekki kynbundinn heldur algildur. Konur sem og flestir karl- menn höfðu engin pólitísk áhrif á gang þjóðfélagsmála. Karlar voru betur settir en konur á vinnumarkaði og í menntageiranum en forréttindi þeirra nýttust ekki á vettvangi stjórnmála vegna undirokunar einræðisríkj- anna. Sömuleiðis áttu þegnarnir ekki að finna fyrir félagslegum mun sín á milli þar sem hugmyndir um sósíalisma fela i sér kröfuna um stéttlaust samfélag. Með til- komu lýðræðislegs þegnasamfélags verða þættir eins og stéttaskipting og pólitísk mismunun fyrst sýnilegir, en samkeppni og útilokunarferli á milli þegnanna eru einkenni sem varla þekktust í ríkissósíalisma. Póli- tískur mismunur kynjanna, sem einkennist af þjóðfélagslegri aðgreiningu kynhlutverka, verður og sýnilegur með tilkomu lýðræðis- legra stjórnarhátta. Lýðræði fyrir alla; konur og karla ? Eins og fram kom í grein minni í síðasta tölublaði Veru hafa hvers kyns kvenfrelsis- hreyfingar átt erfitt uppdráttar eftir stjórnar- farsbreytingarnar í Miðaustur-Evrópu. Kon- urnar sem börðust í mannréttindahreyfing- unum hurfu af sjónarsviði stjórnmála eða eftirlétu karlkyns starfbræðrum sínum myndun nýrra valdakjarna. Eins hafa sam- anburðarrannsóknir á stöðu kvenna á tím- um þróunar til lýðræðis hvarvetna í heimin- um leitt í Ijós að með tilkomu lýðræðislegra stjórnarhátta eru konur gerðar að pólitísk- um minnihlutahóp. Lýðræðislegir stjórnar- hættir tryggja ekki sjálfkrafa sömu réttindi fyrir alla þjóðfélagsþegna. í hugmyndafræð- inni sem og í raunveruleikanum eru máttar- stólpar lýðræðis, borgari og þegnasamfé- lag, kynbundin fyrirbæri þ.e. karlkyns. Að- greining eftir kynjum er ein af grundvallar aðgreiningum lýðræðislegra samfélaga. Konur búa við pólitíska mismunun á grun- velli kynferðis síns sem kemur í veg fyrir réttlátt jafnvægi í kynjasamskiptum. Við- fangsefni femínista og vestrænna kvenfrels- ishreyfinga hefur verið að benda á pólitíska mismunun kvenna og þá félagslegu erfið- Hjónbandið var því túlkað sem náttúruleg stofnun en borgarinn sem pólitísk. Þessa mótsögn kalla femínistar „sexual contract“ eða sátt- mála kynjanna. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.