Vera - 01.12.1998, Page 26

Vera - 01.12.1998, Page 26
Uppskriftabæklingar frá Osta- og smjörsölunni eru ómissandi á flest- um heimilum og á aðventunni er þeim oft flett, jólakonfektið og smákökurnar orðnar til í huganum, hvað svo sem verður úr fram- kvæmdum - enda er það líka annað mál og einkamál hverrar og einnar. Konan á bak við allar þessar upp- skriftir heitir Dómhildur A. Sigfús- dóttir og er hússtjórnarkennari. Hún er forstöðukona Tilraunaeldhúss Osta- og smjörsölunnar og hefur verið það í 18 ár. Dómhildur sér ekki aðeins um að búa til gómsæta rétti sem við getum dáðst að í glæsilegum bæklingum, hún stjórnar líka Veislueldhúsi Osta- og smjörsölunnar þar sem tíu konur vinna, auk hennar. „Starfsemi Tilraunaeldhússins hófst árið 1969 þegar hafin var útgáfa á uppskriftabæklingum. Áður en ég kom til starfa, árið 1980, höfðu fimm konur veitt því forstöðu," segir Dómhildur. „Bæklingarnir eru númeraðir og eru nú orðnir 100 talsins. Þeir eru gefnir og að jafnaði koma fjórir út á hverju ári, tveir á vorin og tveir á haustin. Við höfum einnig gefið út veg- iegri bæklinga sem hafa verið seldir vægu verði, m.a. þrjá bæklinga um jólamat og jólaföndur og einnig uppskriftir sem borist hafa í uppskrifta- samkeppnum sem alltaf eru vinsælar. Þegar Osta- og smjörsalan tekur til sölu nýja osta fæ ég þá í Tilraunaeldhúsið og við finnum út hvernig hægt er að nota þá í hina ýmsu rétti. Árið 1988 ákváðum við að gefa út mat- reiðslubók undir heitinu Ostalyst en engir bókaútgefendur voru ginkeyptir fyrir því. Við ákváðum því að gefa bók- ina út sjálf og létum prenta hana i 4000 eintökum, sem þótti bjartsýni. En viðtökurnar voru framar öllum von- um og búið er að endurprenta bókina margoft, hún hefur selst í 30.000 ein- tökum. Síðan höfum við gefið út tvær matreiðslubækur til viðbótar - Osta- lyst 2 og Ostalyst 3.“ Dómhildur segir að Veisluþjón- usta Osta- og smjörsölunnar hafi þró- ast nánast af sjálfu sér. Upphafið var að hún fór að kynna ostabakka og ostapinna, síðan komu skinkurúllur sem urðu mjög vinsælar og síðan hefur verið stöðug eftirspurn eftir veisluföng- um frá þeim. „Undanfarin ár höfum við verið að þróa ostakökur og osta- bökur I Veisluþjónustunni og bjóðum nú 20 tegundir af sérbökuðum osta- kökum fyrir veislur og átta tegundir af ostabökum. Kökugerð Osta- og smjörsölunnar framleiðir ostakökur eftir uppskriftum okkar sem eru seldar í smásöluverslunum og hafa fengið góðar viðtökur. í desember er trönu- berjaostakakan sérstkalega framleidd í tilefni jólanna," segir Dómhildur og minir að lokum á nýjasta framtak Osta- og smjörsölunnar sem er heima- síða þar sem hægt er að nálgast 600 vinsælar uppskriftir, margar prýdd- ar litmyndum. Slóðin er: www.ostur.is 26

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.