Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 18
og lífeyrissjóði, stafar hætta af öllu þessu. Fátækt sviptir öllu þessu burt, öllum öryggisnetunum sem fátækir hafa ekki.... Fátækt er eitt- hvað sem getur dunið yfir. Miðstéttarfólk er yfirleitt iðjusamt og metn- aðargjarnt - og á möguleika á að komast í efni og vaxa í áliti, þar sem það byggir á grunni sem fátækir hafa ekki. Kannski er það þess vegna sem millistéttinni finnst að fátæka fólkið skorti vilja, frumkvæði og vinnusemi á við miðstéttarfólkið og komist því ekki áfram. Betlarinn á götunni er dæmigerð birtingarmynd fátæktarinnar og margur hugsar sem svo að hann hljóti að geta gert eitthvað annað. Atvinnuleysi er oft talið orsakast af kunnáttuleysi; og svo má vel vera í mörgum þróunarlöndum þar sem fólk sem ekki hefur þjálfun fær blátt áfram ekki vinnu, það er ófært um að starfa þar sem vinnu er að hafa. En menn verða að gera sér Ijóst hvernig allsherjar vanmáttur fá- tæktarinnar veldur þessum skorti á þjáifun. Ef við viljum ekki framar sjá betlarann á götunni, konuna sem liggur samanhnipruð á bekk í al- menningsgarði, starandi barnsaugu í flóttamannabúðum, þá verðum við að gera okkur Ijóst hvað veldur þessum vanmætti. Flvernig skilgreina sjálf fórnarlömbin fátækt sína? Þau búa við hana; þau þekkja hana best, betur en allir utanaðkom- andi. Hvað álíta fátæklingar að þá skorti helst fyrir utan nauðsynlegustu fæðu og húsaskjól? Kannanir hafa sýnt að konur og börn verða harð- ast fyrir barðinu á fátæktinni og leggja ætti megináherslu á að bæta líf þeirra. Fyrir skemmstu var 15.000 bankastjórum, fjármálaráðherr- um og fulltrúum þróunarstofnana á fundi Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Hong Kong bent á að vænlegt væri til árangurs í viðleitni til að draga úr mannfjölgun að leggja áherslu á kynfræðslu, menntun stúlkna og atvinnutækifæri fyrir konur. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvernig sjálfsmynd fátækra samfélaga er og viðhorf þegna þeirra til sjálfsagðra þátta lífs í öðrum þjóðfélögum, til að geta breytt andfélagslegri hegðun og óvirkni í virka þátttöku I bar- áttu fyrir breytingum. Þeir sem eru svo lánsamir að hafa meira en rétt til hnífs og skeiðar þurfa að gera sér Ijóst að þeir þurfa að vinna með fátækum að því að heimurinn farist ekki, líta á þá sem samverkamenn sem hafa verður með í ráðum þegar ákveða skal hvað sé mannsæm- andi líf. Forréttindastéttirnar þurfa að gera sér Ijóst að ekkert okkar getur lifað mannsæmandi lífi meðan fjórðungur íbúa þróunarlandanna býr við fátækt. Hafi veraldleg fátækt byrjað þegar sumir áttu umframbirgðir og aðrir ekki, og I grundvallaratriðum hefur lítið breyst, eru styrj- aldir önnur aðalorsök fátæktar og þar hefur líka lítið breyst. Styrjaldir, félagsleg deilumál, hvort sem þau eru alþjóðleg, í einu landi eða milli kynþátta, valda enn sem fyrr hungri og heimilisleysi, aðalein- kennum fátæktar, sem virðast nú breiðast út eins og eldur í sinu frá einu landi til annars. Til að útrýma fátækt þarf að vinna með stofnun- um sem berjast fyrir friðsamlegri lausn deilumála. Friðarviðleitni Sam- einuðu þjóðanna og annarra stofnana fylgja erfiðleikar, hætta, von- brigði og mótsagnir, en hún skiptir miklu máli fyrir markmið áratugar- ins. Kofi Annan, aðalritari SÞ, segir hreint út: „Án friðar er þróun ó- Ný sending Síðir kjólar - Frábært verð hugsandi og án þróunar er friður óhugsandi.11 Náttúruhamfarir - flóð, þurrkar og jarðskjálftar - hafa einnig valdið fátækt frá örófi alda. Og það er ekki í mannlegu valdi að koma í veg fyrir þær. Eyðing skóga, mengun úthafa, landeyðing með hömlulausri notkun tilbúins áburðar, gera landsvæði óbyggi- leg. Kjarnorkuúrgangur gerir vatn óhæft til drykkjar og skelfileg eimyrja frá skógareldum eitrar andrúmsloftið, eins og íbúar Suð- austur Asíu hafa nýlega fengið að reyna. Vandamál fátæktarinnar verða ekki leyst meðan ríkisstjórnir misnota af tillitsleysi og taum- lausri græðgi jörðina og höfin sem fæða okkur. Hver er siðaboðskapur okkar varðandi fátækt? Hann er ákveðinn af þeim sem horfa á hana, eða ef svo mætti að orði komast, horfa inn í hana að utan. Hvað um orðtakið: „Fá- tæk en heiðvirð"? Hversvegna nota þeir ríku aldrei orðin: „Rík en heiðvirð"? Enginn hefur komist betur að orði um þetta efni en þýska skáldið og leikritahöfundurinn Bertolt Brecht. Hér er Ijóð eft- ir hann: Fyrst kemur át og síðan siðferðið. Fyrst verða þeir sem sneyddir eru auði að öðlast skerfinn sinn af heimsins brauði. (Þýðing Þorsteinn Gylfason.) Er það dyggð eða hræsni að sveltandi fólk skuli vera heiðar- legt? Minni háttar afbrot - hvítflibbafjárdráttur er forréttindi hinna ríku - eru að vissu marki afleiðing fátæktar og gegn þeim verður ekki barist með refsingum einum saman. Nokkru af þeim fjármun- um sem stórborgarbúar, sem óttast rán og ofbeldi, vilja að sé var- ið til að útrýma glæpum með því að fjölga lögreglumönnum og stækka fangelsin, væri vænlegra að verja til að útrýma fátækt. Enginn verður óhultur meðan refsingum og siðalögmálum er út- deilt í stað fæðu. Barátta gegn fátækt er besta vopnið gegn glæp- um. Að lokum þetta. Fátækt verður ekki skilgreind eftir efnislegum þörfum einum. Það má ekki vera eina markmiðið að uppfylla þær og kannski verður örbirgð ekki útrýmt nema við beinum einnig at- hyglinni að andlegri fátækt. Eins og matur er grundvallarþörf hungraðs líkama, þannig er læsi grundvallarþörf sveltandi hugar. Samkvæmt Skýrslu um þróun mannkynsins hefur ólæsi meðal full- orðinna í heiminum minnkað niður í innan við 25 af hundraði á síðusu 50 árum. Ef hægt verður að útrýma ólæsi fullorðinna snemma á næstu öld, verður það mikill árangur af stefnu þeirri í sex atriðum sem tekin er í skýrslunni, ekki aðeins vegna þess að lestrar- og skriftarkunnátta er grundvallaratriði til að verða þátttak- endur í þróuninni og töfraorðið til að fá atvinnu, öðlast andlega færni og þá sjálfstjórn sem efnahagslegt sjálfstæði byggist á. Því þeir sem eru ólæsir eða illa læsir eru sviptir þeirri upplýsingu og á- nægju sem lesturinn veitir, þeim rétti sérhvers manns að rannsaka hugmyndaheiminn, ólæsum er gert að vera fangar innan veggja reynslu í einni vídd. Ólæsi heftir mannsandann grimmilega bæði sem orsök og af- leiðing þess vanmáttar sem á þessum áratug skal leitast við að binda endi á. Ég lýk máli mfnu með því að gera orð breska skáldsins, Willi- ams Blake að mínum: Betra er að koma í veg fyrir eymd en aflétta henni. Betra er að koma í veg fyrir ranglæti en að fyrirgefa þeim sem beita því. Gætið vel að smáatriðunum, sinnið lítilmagnanum, eymdinni verður brátt aflétt ef við aðeins gerum skyldu okkar og ræktum gjöfula jörðinam 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.