Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 14
trúa konur?
Freyja
Tilveran er ein allsherjar umbreyting, og eftir
því sem líf mitt líður hef ég farið að líta á
þennan umbreytingarkraft sem sjálfan guð-
dóminn, Gyðjuna. Ég trúi og treysti á þetta
afl, Gyðjuna miklu. Þá sem skapaði þessa
jörð, sól og mána, stjörnur og vinda og elda
og vötn. Hún snýr stöðugt lífshjólinu, eyðir
og skapar á ný. Ég trúi á hringrás lífsins, sem
inniber dauða. Mér finnst að á sérhverri
stundu lifni ég lítið eitt og deyi dálítið. Þegar
ég sat með föður mínum deyjandi, fann ég
og vissi hvernig dauðinn er fæðing og fæð-
ing dauði, hvernig öll sköpun er í senn eyð-
ing og eyðing sköpun.
Staðreyndir líís og dauða
Ég ólst upp umvafin ást tveggja fjölskyldna,
móðurfjölskyldu minnar og föðurfjölskyldu.
Þær voru um margt ólíkar. Önnur var efnuð,
hin fátæk. í annarri lifðu öll börnin sem fæðst
höfðu, systkin föður míns, en sex systkin
móður minnar létust áður en ég fæddist og
áður en hún náði tólf ára aldri.
Af þessum staðreyndum lífs og dauða,
fullsættanlegra andstæðna, mótaðist lífssýn
mín. Og af draumunum. í draumnum var allt
í eilífri umbreytingu og ég gat flogið. Trúar-
uppeldi mitt var einnig ríkt og fjölskrúðugt.
Móðir mín hafði misst trúna á Guð þegar
systkin hennar létust, en hún gaf mér trúna á
ástina. Hún hlustaði á draumana mína og
hún mótmælti því ekki að ég gæti flogið. Hún
er listakona, og kenndi mér að meta fegurð-
ina í heiminum. Elín móðuramma mín var
heittrúuð kona. Hún hafði misst móður sína
átta ára og flest börn hennar höfðu horfið til
Heljar áður en þau n.áðu fullorðinsaldri.
Samt, og kannski einmitt þess vegna, treysti
hún á Jesú og englana og kenndi mér að
biðja bænirnar mínar samviskusamlega á
hverju kvöldi, og ekki bara Faðir vorið heldur
ótal sálma og bænir aðrar, auk persónulegra
bæna. í þetta fór drjúgur tími daglega. Hún
Valgerður H. Bjarnadúttir er umsjúnarkona
Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Náttúran
og stöðug umbreyting hennar, draumar og
gyðjutrú eru henni hugleikin. Valgerður
stundaði nám í heimspeki, trú og fornum
fræðum í San Francisco nýverið. „Ég hef safn-
að þekkingu frá því ég var barn og lærði um
islenskar álfkonur og afrískar hofgyðjur, og
ég hef safnað reynslu í þeim magnaða lífsvef
sem hvert og eitt okkar lifir í og tekur þátt í
að vefa," segir hún.
Auður
sagði mér einnig sögur af álfum, þeim sem
hún lék sér við sem þarn og þeim sem síðar
vöktu yfir henni, afa mínum og börnunum
þeirra, og voru þeim huggun í sorginni. Álf-
kona tók á móti móður minni. Tilvist huldu-
fólksins var fyrir henni engu minni staðreynd
en dauðinn og lífið sem í honum bjó. Hún var
sannfærð um að þegar hennar jarðvist lyki,
þá fengi hún að vera samvistum við þau sem
farin voru yfir í annan heim.
Þegar ég hugsa til þessarar ömmu minn-
ar, sem ég trúi að sé gott dæmi um hið sér-
stæða og heilbrigða i íslensku trúarlffi, þá
furða ég mig á orðum biskups íslands á
kirkjuþingi í haust. Þar sagði Herra Karl að í
fyrsta sinn í þúsund ár stæði íslenska þjóðin
frammi fyrir raunverulegu vali. Hún yrði að
gera upp við sig hvort hún vildi vera heiðin
eða kristin, hvort við viljum trúa á Krist eða
álfa og tröll. Ég hef ekki hugsað mér að
verða við ósk hans, og trúi ekki að íslenska
þjóðin hlýði slíkum tilskipunum. Þorgeir
Ljósvetningagoði var vitur maður og vissi að
þótt opinber trú væri ein í þessu landi, þá
fylgdi fólkið trú hjartans. Ég trúi því að Krist-
ur hafi verið mikill spámaður. Goðsögnin um
hann og kenningar hans voru mér gott vega-
nesti. Sú trú eða skoðun kemur hins vegar
ekki í veg fyrir tilvist álfa eða annarra vætta.
Tilvist Krists útilokar ekki mikilvægi annarra
vígðra meistara, kvenna og karla. Hún kem-
ur heldur ekki í veg fyrir dálæti mitt á Maríun-
um í lífi hans, móður hans, ástkonu og læri-
meyjar. Goðsögnin um Jesú er merkileg og
hann var mikilvæg fyrirmynd, en það eru
fleiri markverðar goðsagnir með mikilvægum
fyrirmyndum. Ég kýs líka að muna að Jesú,
eins og við öll, var fæddur af konu og sú
kona er endurspeglun guðdómsins, engu
síður en Kristur sjálfur. Móðirin er raunar
uppspretta hinnar heilögu þrenningar, og um
leið hluti hennar. Án hennar væri ekkert, eng-
inn sonur, enginn faðir, ekkert líf.
Gyðja ástar og umbreytingar -
Ég sit og horfi út um gluggann
minn, á snævi þaktar klappirnar,
himininn sem hefur síðustu stund-
irnar verið að umbreytast úr svörtu
í fjólublátt, rauðu í bleikt og er
núna sinfónía Ijósblárra, gráhvítra
og bleikra tóna. Hrafnarnir sem ég
gaf mat á klappirnar síðastliðinn
vetur eru ekki enn komnir til
byggða, en þeir koma. Sólin sem
skein allan sólarhringinn fyrir hálfu
ári, nær nú varla að rísa yfir fjöllin.
Maðurinn sem ég deildi sál minni,
tilfinningum, huga og líkama með á
þessum tíma fyrir ári, er ekki hér
lengur. Tunglið er vaxandi. Mér
blæðir. Ég er í mínum mánaðarlega
dansi við Mánu. Innan örfárra daga
hættir mér að blæða, um hríð, og
innan fárra ára hættir mér alveg að
blæða í takt við tunglið. Á þessari
stundu eru milljónir að fæðast og
deyja, elskast og hatast, gleðjast
og syrgja. Náttúran öll er í eilífri
umbreytingu, sólin kulnar, hafið
mengast, skógar jarðar hverfa,
jörðin fýkur burt, og þó treystum
við því að lífið gangi sinn gang.
Stjörnur eyðast í óravíddum geims-
ins, en skína samt áfram í fjarlæg-
um heimi okkar.