Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 34
ur að taka hundrað prósent ábyrgð á öllu, vera við- búin vondum veðrum og með nákvæmt skipulag um það hvaða hlutverki hver gegnir ef upp kemur neyðarástand. Ég held að margir gleymi að taka þetta með í reikninginn í öllu þessu tali um frelsi." En er það ekki hið fullkomna frelsi að vera ekki komin uppá einn eða neinn annan en sjálfa þig? „Jú, reyndar. En það er ekki andstæðan við ábyrgð heldur þvert á móti, þannig að það er ekkert stökk fyrir mig að vera í starfi þar sem ég ber mikla á- byrgð.“ tækifæri. Þau eru algjörlega heilluð af landinu og ekki síður fólkinu sem við hittum. íslensku sveitafólki sem getur rætt um álfa og huldufólk og heimsbókmenntir og alheimsstjórnmál, allt í sömu andránni og af sömu þekk- ingu. Og þegar við vorum á leiðinni til baka var komið gjörningaveður og vegirnir lokuðust jafnharðan að baki okkar einsog fyrir álög. Þau eru bergnumin! Það er svo gaman að upplifa þessa hrifningu útlendinga af landinu en það gerir mann líka alveg æfan yfir þeirri skammsýni sem ríkir hér í umhverfismálum. Að stjórnmálamenn skuli láta sér detta í hug að leggja þetta land undir stór- iðju er glæpur. Og grátbroslegt líka að það eina sem heldur aftur af þeim við það skuli vera óttinn við að þá skoðanir og er ekkert hrædd við að láta þær í Ijós. Og mér gremst þessi þröngsýni sem er svo ríkjandi hérna, þessi ill- mælgi um náungann og þessi ótti við að einhver sé að gera eitthvað sem gæti aflað honum álits og tekna. Það eru allir svo óskaplega hræddir við að missa spón úr aski sínum að það hugsar enginn um þann á- vinning sem þjóðin hefur af hlutunum til lengri tíma litið.“ Ég myndi vilja vera karlmaður í nokkra daga, bara til að prófa hvernig það er. En þeir karlmenn sem ég hef rætt þetta við hafa ekki nokkurn áhuga á því að prófa að vera konur Það er komið fram yfir miðnætti og Unnur að leggja af stað í ferðina eldsnemma morguninn eftir, en enn eigum við margt órætt og ákveðum að hittast aftur að viku liðinni þegar hún kemur til baka. „Þetta var frábær ferð.“ Unnur kemur á móti mér í anddyri Hótel Borgar í þykkri ullarpeysu og með rauðan trefil og lítur út einsog ímynd hreysti og lífsgleði. Við sökkvum ofan í dumbrauða hæg- indastóla og pöntum, en Unnur getur ekki hætt að tala um ferðina. „Ég er búin að selja ísland rækilega í þessari ferð. Bæði blaðamaðurinn og Ijósmyndarinn eru yfir sig hrifin og ákveðin í að koma aftur við fyrsta hætti ferðamenn að koma hingað. Það er svo sem ágætt að eitthvað haldi aftur af þeim, en það á bara að vera öll- um Ijóst að hálendið og önnur ósnortin landsvæði eiga að vera þjóðgarður, sameign okkar allra sem allir eiga að hafa rétt til að njóta. Þetta er sálin i okkur og ef við eyði- leggjum hana getum við ekki haldist við í þessu landi.“ Þú talar einsog stjórnmálamaður ætti að tala. Ertu á leiðinni í pólitíkina? „Nei, nei, nei. Ég get ekki sætt mig við að tilheyra ein- hverjum flokki og mega bara hafa eina stefnu, í stað þess að taka alltaf skynsamlegustu ákvörðunina í hverju máli fyrir sig, án tillits til þess hvað flokkslínan segir. Ég er ekki pólitísk í þeim skilningi en ég hef mjög ákveðnar 001998 Krabbarnejnsfélagsins Opel Astra 1600 Station Club, sjálfskiptur, áigeið 1999. Verðmæti 1.700.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp i ibúð. Verðmæti 1.000.000 156 Úttektir hjá ferðasl eða verslun. Hver að verðma 100.000 kr.^ 158 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 18,3 milljónir króna Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnarstarf Upplýsingar um vinningsnúmer i símum 562 1516 (símsvari), 562 1414 ogá heimasíðu Krabbameins- http://wwv/. krabb.is/happ/ t rkd & 1 -- i Nú ertu að tala um and- stöðuna við gagnagrunninn, eða hvað? „Já, meðal annars. Sú and- staða snýst öll um þrönga sér- hagsmuni, þótt reynt sé að skýla sér á bakvið umhyggju fyrir einstaklingum. Það er með ólíkindum að fólki skuli vera talin trú um að það eigi að fara að opinbera sjúkrasögur þess undir nafni. Þetta snýst meðal annars um það að skrásetja sjúkdóma og reyna að finna út hverjir eru í hættu, svo hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi að- gerða og finna nýjar aðferðir til að ráða niðurlögum sjúkdóma. Þetta er auðvitað einföldun hjá mér, en ég skil bara ekki hvaða hvatir liggja að baki þessum andróðri.1' Ég vil tala meira um skoð- anir þínar, ertu feministi? „Úff, það veit ég ekki. Auðvitað hef ég fylgst með kvennabar- áttunni alveg frá barnæsku. Svava föðursystir mín var iðin við að fræða mig um ójafnrétt- ið í þjóðfélaginu þegar ég var unglingur og þegar ég var í Kaupmannahöfn var kvenna- hreyfingin þar mjög öflug og maður hreyfst með. En ég hef aldrei verið virk í baráttunni, skil ekki hvernig það að vera kona á sjálfkrafa að gera mann fylgjandi ákveðnum viðhorfum og skoðunum. Það eru svo margir aðrir þættir sem þarf að taka tillit til.“ Skiptir þá engu máli hvors kyns maður er? „Jú, jú, það skiptir öllu máli! En mér finnst að við ættum að gera meira af því að setja okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.