Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 21

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 21
var eina landið sem varði minna en við til vel- ferðarmála. 1995 eru þeir hins vegar komnir upp fyrir okkur. Af þessum þjóðum verjum við því lægstu hlutfalli af vergri landsfram- leiðslu til velferðarmála." Hvaða fólk er fátækt? Fátækt er skilgreind þannig að fólk sé fátækt ef kjör þess dugi ekki til að nærast, taka þátt í félagsháttum samfélagsins og búa við þau lífsskilyrði og þægindi sem teljast eðlileg og eru almennt viðurkennd í því samfélagi sem það býr í. Harpa segir að þegar fólk eigi ekki fyrir lífsnauðsynjum sé reglan sú að það leiti fyrst til sinna nánustu áður en það leiti til fé- lagsmálastofnana sem eru síðasti hlekkurinn í velferðarkerfinu. Síðan bætist við undir- hlekkur, þ.e. hjálparstofnanir. Harpa hóf störf hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í febrúar 1998. Fyrstu sex mánuðina tók hún 496 viðtöl við skjólstæðinga og voru konur 57.5% þess hóps og öryrkjar 50% en þeim hefur fjölgað ört sem skjólstæðingum hjálparstarfsins. 305 matarpakkar eða styrkir voru afgreiddir þessa sex mánuði og einnig var veitt aðstoð til lyfjakaupa og læknisaðstoðar. „Þegar ég var ráðin í þetta starf, sem er tilraunaverkefni, var ákveðið að veita fólki meiri ráðgjöf og sálgæslu en gert hafði ver- ið, en jafnframt er litið á þetta sem neyðar- aðstoð. Fólk kemur til okkar þegar það fær ekki aðrar lausnir í velferðarkerfinu og hefur leitað til prests sem útfyllir beiðni um viðtal. Mitt hlutverk er að athuga hvort fólk fái ekki það sem það á rétt á og veita því andlegan stuðning á meðan það er að komast yfir erf- iðasta hjallann. Sumir koma vikulega í viðtöl um tíma og ég hef haft samþand við um 20 stofnanir til að kanna réttindi skjólstæðinga og stöðu. Fólk á ofþoðslega erfitt með að leita til hjálparstofnana, það upplifir það sem mikla niðurlægingu - í rauninni skipbrot. Hér á landi einstaklingsgerum við fátækt mjög mikið. Mórallinn er að allir eigi að geta bjarg- að sér. Málið snýst hins vegar um það i hvaða aðstæðum þú lendir. Fólk getur orðið fyrir alls kyns áföllum þar sem því er kippt út úr samfélaginu, veikist til dæmis - það þekki ég sjálf ágætlega - og getur ekki staðið við skuldbindingar sinar. Getur leitt til andfélagslegrar þátttöku barna Samkvæmt lögum um félagslega þjónustu eiga allir að geta leitað aðstoðar félagsmála- stofnana ef þeir lenda í vandræðum. En þeg- ar farið er yfir málin hér í Reykjavík er aðeins athugað hvað fólk er með í tekjur, burtséð frá öilum aðstæðum, áföllunum sem fólk hefur lent í og skuldbindingunum sem það hefur á herðunum. f því samþandi getum við litið á öryrkja, en í rannsókn sem ég vinn nú að kannaði ég stöðu þeirra sérstaklega og komst að þvi að sá hópur er mjög stór hér á landi og mjög illa settur. Greiðslur til þeirra eru mun lægri hér á landi en í löndunum sem við berum okkur saman við. Fullar örorku- bætur eru nú 63.000 krónur á mánuði en staðreyndin er sú að aðeins 7,8% öryrkja fá þá upphæð. 25% öryrkja fá 57.000 krónur og allir hinir aðeins 44.000 krónur eða minna. Ef fólk á ekki eigið húsnæði getur það þur+t að leigja herbergi fyrir 20.000 til 25.000 krónur á mánuði, eða litla íbúð fyrir allt að 50.000 krónur, fyrir utan að borga hita, rafmagn, síma og mat. Þá er auðvitað ekkert eftir til að gera það sem öðrum finnst sjálfsagt að gera. Þannig upplifir fólk sig í al- gjörlega vonlausum aðstæðum og það verð- urtil þess að það byrjar að brotna niður. Það má aldrei neitt koma upp á aukalega - ef fólk þarf t.d. að fara á slysavarðstofu og borga á fjórða þúsund krónur, sé myndataka nauð- synleg, getur það orðið til þess að fólk á ekki fyrir mat það sem eftir er mánaðarins.1' Harpa segir foreldra taka það mjög nærri sér þegar aðstæður þeirra koma niður á börnunum og þeir geti ekki veitt þeim það sem önnur börn fá, t.d. að vera í íþróttum eða annarri félagslegri þátttöku fyrir utan skólann. Þetta atriði ætlar hún að rannsaka betur í framhaldsnámi sínu „Ég skoðaði þetta sérstaklega í rannsókn sem ég gerði í 9. og 10. bekkjum í þremur grunnskólum. Þar kom það mjög sterkt fram að börn ein- stæðra foreldra og ófaglærðra feðra voru miklu síður þátttakendur j félagslífi utan skóla. Ég tel mjög líklegt að það hafi félags- leg áhrif á börn að búa hjá foreldrum sem aldrei geta veitt sér neitt og þurfa að segja nei við öllu sem börnin biðja um. Það segir sig líka sjálft að það getur haft skaðleg áhrif uppeldislega á börn að geta ekki tekið þátt í því sem vinirnir gera og fylgt þeim eftir. Þau verða stöðugt fyrir vonbrigðum og upplifa sig utanvið og minnimáttar. Áhrif félagslegr- ar þátttöku barna og unglinga hafa verið rannsökuð og þar kom fram að börn sem ekki eru virkir þátttakendur eiga frekar á hættu að lenda í erfiðleikum og þróast til andfélagslegrar þátttöku.11 Borgar sig þjóðfélagslega að bæta kjörm Harpa segir auðvelt að finna út hvaða fólk það er sem þurfi á kjarabótum að halda, það séu m.a. öryrkjar, aldraðir, atvinnulaust fólk, einstæðir foreldrar og barnafólk á lág- um launum. í könnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði fyrir Norrænu ráðherranefnd- ina 1996 kom fram að að meðaltali voru 10% landsmanna undir fátækramörkum á árunum 1986 til 1995, eða tæplega 30.000 manns þegar börn eru talin með, og talan fór upp í 12% 1994 og 1995. Þá voru fátækra- mörkin miðuð við 119.000 krónur fyrir fjög- urra manna fjölskyldu. 64% þessa hóþs var barnafólk sem bendir til þess að eitthvað sé við þær aðstæður að athuga sem barnafólki eru búnar, enda verjum við helmingi lægra hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu til barna- fólks en aðrar þjóðir, þó að hér á landi séu hlutfallslega mikið fleiri börn. Harpa bendir á að alla þessa öld hafi svipað stór hópur þurft á aðstoð samfélags- ins að halda vegna fátæktar og finnst það vera merki um að eitthvað sé að í samfé- lagsgerðinni. „Ég vil ekki líta á það sem lög- mál að stórir hópar þjóðfélagsins þurfi að búa við fátækt,“ segir hún. „Það getur hent alla að lenda í þessum aðstæðum. Það er harður kostur að ef fólk verður öryrkjar eða einstæðir foreldrar sé það um leið dæmt til fátæktar. Ég komst í tölur um fjárhagsaðstoð um síðustu aldamót sem sýndu að 7.8% landsmanna nutu þá fjárhagsaðstoðar, 1942 var talan svipuð og um sömu hópa að ræða. Þegar ég athugaði fjölda styrkþega hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjvíkur 1995 kom í Ijós að 7.3% Reykvíkinga fengu fjárhagsaðstoð. Það er reyndar lægri tala en þeir sem voru taldir undir fátækramörkum í rannsókn Fé- lagsvísindastofnunar 1996 en skýringin er sú að ekki leita allir aðstoðar sem eiga rétt á henni. Það hlýtur að margborga sig, þjóðfé- lagslega séð, að lagfæra þetta og byggja þannig upp betra samfélag með því að búa þegnunum betri aðstæður. Það skilar sér aftur í betra samfélagi - betri heilsu. Það hef- ur mjög niðurdrepandi áhrif á heilsu fólks að búa við léleg kjör. Oft er lausn heilbrigðis- kerfisins að gefa fólki róandi lyf og geðlyf - við spörum ekki á þeim vettvangi. Er ekki með því verið að deyfa fólk til að það geti af- borið aðstæður sínar? Það hefur alvarlegar afleiðingar þegar samfélagið ákveður að sníða bótaþegum svo þröngan stakk sem raun ber vitni. Fólk er njörvað niður í vonlausar aðstæður, býr við stöðuga angist og uppgjöfin endurspegl- ast frá því. Mig langar að sýna fram á að það borgi sig að bæta kjör þessa fólks. Ef við tækjum okkur taki og myndum verja til þessara mála því sem þyrfti, myndi margt breytast í samfélaginu," segir Harpa að lok- um ■ Vöggusængur, vöggusett. Póstsendum SkólavörrtustÍK 21 Sími 551 4050 Rcvkjavík 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.