Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 12
Guðrún Birna Hannesdóttir er tónlistarkennari. Hún kynntist bahá'í trú- arbrögðunum árið 1967 og segir um þau m.a.: „Bahá'í trúin á margt sameiginlegt með öðrum trúarbrögðum en margt hefur hún umfram þau. Svo ég stikli á stóru þá skrifaði Bahá'u'lláh sjálfur helgiritin með eigin hendi, eða hafði einkaritara. Hann skrifaði Sáttmálann. Hann lagði drög að stórkostlegu heimsskipulagi. Hann upphefur konur almennt meira en gert er í öðrum trúarbrögðum og segir að fyrir virkni þeirra í heimsmál- um muni alheimsfriður endanlega komast á. Hann boðar algjört jafnrétti kynjanna." Trú sem boðar algjört jafnrétti kynjanna Bahá’í trúarbrögðin eru yngstu sjálfstæðu trúarbrögð heimsins og litu Ijós í Persíu fyrir aðeins rúmum 150 árum þegar mikil trúarvakning átti sér stað víða um heim. Þrátt fyrir ungan aldur eru þau nú út- breiddustu trúarbrögðin, næst kristni. Hinn guðlegi spámaður og opinberandi trúarbragðanna hét Bahá’u’lláh, en fyrir- rennari hans var kallaður Báb eða Hlið. Hann yfirlýsti sig sem guðlegan boðbera nýrra tíma árið 1844 og lagði grunninn að trúnni. En hann boðaði jafnframt að ann- ar boðberi, sér margfalt meiri og æðri, myndi fullkomna þennan guðlega boð- skap eftir sinn dag. Árið 1863 yfirlýsti Bahá’u’lláh að hann væri sá spámaður sem Bábinn hefði sagt fyrir um og mann- kynið hefði beðið eftir um aldir. Bahá’í trúin viðurkennir fullkomlega önnur helstu trúarbrögð heims- ins og þungamiðja hennar er friðarboðskapur og sameining allra trúarbragða. Að friður náist ekki á jörðu fyrr en allt mannkynið hafi sameinast í einni trú - bahá’í trúnni, og að fullt jafnræði hafi náðst milli karla og kvenna. Það sem er einstætt í sögu trúarinnar, og á sér ekki fordæmi í öðrum trúarbrögðum, er Sáttmálinn sem Bahá’u’lláh skrifaði fyrir andlát sitt. Þar útnefnir hann elsta son sinn, Abdu’l - Bahá, sem hinn eina túlkanda og útskýranda hinna helgu bóka eftir sinn dag. Sumt í ritum Bahá’u’lláh var tyrfið og erfitt fyrir átrúendurna að skilja, en í Sáttmálanum segir hann að engin mannvera nema son- ur sinn skilji rit sín og boðskap til fullnustu, og því skyldu átrúend- urnir snúa sér til hans og einskis annars þegar þörf væri fyrir skýr- ingar. Þennan son sinn gerði spámaðurinn að Verndara trúarinnar til þess að trúarbrögðin klofnuðu ekki i margar deildir, eins og hafa orðið örlög annarra trúarbragða, t.d. kristni og islam. Eingöngu vegna tilurðar Sáttmálans hefur verið unnt að varðveita heild og einingu trúarinnar og því ómögulegt að nokkur geti myndað nýjan sértrúarflokk eða trúarklíku. Abdu'l Bahá lét eftir sig fjöldann allan af ritum, manni vel skiljanlegar. Trúin kveður á um stighækkandi opinberun Guðs orðs til mann- kynsins - að Guð sendi nýjan boðbera með nokkurra alda millibili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.