Ritmennt - 01.01.2002, Page 11
RITMENNT 7 (2002) 7-8
Inngangsorð
Handrit Halldórs Laxness voru formlega afhent Landsbóka-
safni 16. nóvember 1996, á degi íslenskrar tungu, sem þá var
haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn (sjá Ritmennt 2 (1997), bls.
127-40). Síðan hefur drjúgt gagna bæst við úr búi þeirra Halldórs
og Auðar á Gljúfrasteini. Fáum stendur það því nær en Lands-
bókasafni að staldra við og huga að æviverki skáldsins þegar að
því dregur að öld sé liðin frá fæðingu þess.
Safnið minnist þessara tímamóta með tvennum hætti: Það set-
ur upp umfangsmikla Laxnesssýningu sem opnuð verður 23.
mars, mánuði fyrir afmælisdaginn. Á sama tíma kemur út 7. ár-
gangur þessa rits, og er hann alfarið helgaður Halldóri. Jafnframt
því lcemur efni árgangsins út sem sérrit undir heitinu Þar ríkir
fegurðin ein - Öld með Halldóri Laxness.
Landsbókasafn hefur lagt kapp á að ná saman sem heillegustu
safni rita, prentaðra sem óprentaðra, eftir Halldór Laxness og um
hann. Safnið lætur sér jafnframt annt um að gera heimildirnar um
höfundarverkið sem aðgengilegastar notendum, með því rneðal
annars að skrá þær og skilgreina. Töluvert af því efni sem nú birt-
ist í þessu riti styður þetta ætlunarverk. Gerð er til að mynda
grein fyrir þeim handritsdrögum höfundarins sem safnið varðveit-
ir, en þau varpa mörg hver ljósi á sköpunarsögu ýmissa þeirra
verka Halldórs sem í mestum metum eru. Slcrá er hér um hin út-
gefnu rit skáldsins, bæði á íslensku og erlendum málum. Þá er í
ritinu heildarskrá um leikrit Halldórs og leikgeröir þeirra verka
hans sem færð hafa verið í slíkan búning. Greint er jafnframt frá
öllum uppfærslum verkanna. Þessu yfirliti er fengin aukin dýpt
með fræðilegri umfjöllun eftir einn okkar þekktasta leikhús-
mann.
Halldór er vissulega ltunnari sem sagnahöfundur en ljóðskáld.
Eigi að síður hafa mörg ljóða hans öðlast miklar vinsældir, ekki
síst fyrir atbeina fjölda tónskálda sem gætt hafa ljóðin nýju lífi
með list sinni, svo sem rakið er í sérstakri grein þar sem einnig er
skrá um nálega öll þau tónverk sem samin hafa verið við ljóð höf-
undarins.
Hið sérstæða útlit og fas Halldórs örvaði fjölda myndlistar-
manna til þess að gera af honum myndir á pappír eða léreft, elleg-
ar móta hann í enn þá óforgengilegra efni. Um þetta er hér í ritinu
listfræðileg úttekt, gerð með nokkrum hætti í framhaldi af sýn-