Ritmennt - 01.01.2002, Page 12
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
ingu sem safnið hélt fyrir noklcrum árum og nefndist Ásjónur
skáldsins.
Fjölmargir myndlistarmenn, bæði innlendir og erlendir, voru
einnig fengnir á sinni tíð til að myndskreyta útgáfur verka Hall-
dórs, og er fjallað um þær myndlýsingar í sérstalcri grein.
Eftir miðja öldina öðluðust verk Halldórs vinsældir austan
járntjaldsins svokallaða og birtust þar í fjölda þýðinga. Þættir úr
þeirri sögu, að því er tekur til þýðinga á rússneslcu, eru raktir ít-
arlega af þeim manni íslenskum sem fróðastur er um efnið, og
télckneslc kona, sem m.a. hefur þýtt Halldór á móðurmál sitt, birt-
ir mjög persónulega frásögn af því hvernig hún „ánetjaðist" verk-
um höfundarins og öðlaðist vináttu hans og fjölskyldunnar.
Eins og kunnugt er var Halldór langdvölum erlendis. Hann
lagði sig m.a. eftir kynnum við Vestur-íslendinga í Kanada um
skeið og hélt í framhaldi af því á vit kvikmyndaiðnaðarins í Kali-
forníu. Er hvort tveggja rakið í langri grein eftir bestu fáanlegu
heimildum.
Loks er birt frásögn af því er hið verðandi skáld stundaði utan-
skólalærdóm til gagnfræðaprófs við Menntaskólann í Reykjavík.
Svo vel vill til að prófritgerð Halldórs hefur varðveist í skólanum,
og er hún birt hér í fyrsta sinn, enda hið elsta sem til er skáldskap-
arkyns eftir Nóbelsskáldið.
Ritmennt hefur nú komið út í sjö ár sem ársrit Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns. Þessi árgangur, hinn sjöundi, er sá síð-
asti sem ég ritstýri þar eð ég læt brátt af störfum við safnið. Mér
til fulltingis hefur verið þriggja manna ritnefnd skipuð starfs-
mönnum í safninu, þeim Kristínu Bragadóttur (og í orlofi hennar
um skeið Kristínu Indriðadóttur), Þorleifi Jónssyni og Ögmundi
Helgasyni. Ég vil á þessurn tímamótum þakka þeim ágætt sam-
starf, einnig Eirílci Þormóðssyni, starfsmanni í lrandritadeild, sem
lesið hefur lolcapróförk ritsins um árabil, Jölcli Sævarssyni, starfs-
manni þjóðdeildar, sem sérstaklega hefur lcomið að vinnunni við
þennan árgang, svo og Helga Bragasyni ljósmyndara safnsins sem
hefur verið aðalmyndasmiður ritsins. Torfi Jónsson hönnuður átti
rílcan þátt í því að fá ritinu það snið og útlit sem því var búið í
upphafi og haldist hefur síðan. Hermóður Sigurðsson hefur annast
umbrot öll árin, Valdimar Sverrisson litgreiningu og Grafílc -
Gutenberg hf. prentun. Allir þessir aðilar hafa lagt metnað sinn í
að slcila vönduðu verki sem ég vil þalclca af alhug.
Einar Sigurðsson
8