Ritmennt - 01.01.2002, Page 13
RITMENNT 7 (2002.) 9-22
Ögmundur Helgason
Handrit
Halldórs Laxness
Varðveisla þeirra og vistun í handritadeild Landsbólcasafns
Halldór Laxness (1902-98) hóf rithöfundarferil sinn vart korninn af barnsaldri og gaf
út fyrstu bók sína árið 1919. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1955 sem
skipuðu honum á bekk með helstu rithöfundum liðinnar aldar. Síðasta verkið, sem
hann samdi til prentunar, kom út 1980. Ritsafn hans losar 50 bindi, og hafa verk
hans verið þýdd á meira en 40 tungumál. - Hér er gerð grein fyrir tengslum ritferils
og varðveislu handrita skáldsins sem nú hafa flest verið afhent handritadeild.
Fyrstu tilraunir til skáldskapar -
handritum brennt
Halldór Laxness hefur sjálfur sagt frá því
hversu mjög snemma á ævinni hugur hans
tók að hneigjast til skrifta. Eitt hið elsta
sem varðveist hefur með hans hendi er ritað
innan á aftari kápu stafrófskvers sem hann
geymdi um langt árabil í púlti sínu: „Herra
Halldór Guðjónsson Laxnesi Mosfellssveit
Kjósarsýsslu á þessa bólt. Hann pabbi hans
gaf honum hana til þess að hann gæti lært
að lesa." Er þetta ritað stórri og skýrri
barnshendi.1 Og hann fékk fljótt æfingu í
lestri og slcrift, ekki síst vegna þess að hann
skorti leikfélaga á sama reki, eins og hann
lýsir glöggt sjálfur í minningasögu sinni, í
túninu heima, enda minntist hann þess
aldrei frá sokkabandsárunum að hann sakn-
aði nokkurs þótt hann væri lengst af einn.
Segir hann bæltur hafa drifið að sér úr ýms-
um áttum svo alltaf var nóg að lesa.2 Þá létu
áhrifin ekki á sér standa þótt vitaskuld gæti
enginn séð hvert skáldefni var hér í andlegri
fæðingu: „Milcill bóklestur í einveru heima
vakti hjá mér laungun til þess að búa til
bækur sjálfur, og sem fyr sagði mun ég hafa
verið sjö vetra þegar ég fór að „skrifa sögur
uppúr sjálfum mér." Ósjálfráðri einbeitni
barns átti ég að þakka að ég gat í fyrstu
óglapinn skáldað á blað þó ég væri innanum
talandi eða starfandi fólk. En þegar frá leið
1 Stafrófskver eftir Eirík Briem. í kverið vantar titil-
blað, en samkvæmt samanburði á letri og texta á
kápum er um að ræða f jórðu prentun sem út kom
árið 1904. Næsta útgáfa er frá 1908 með annarri
leturgerð á framkápu og öðrum texta á bakkápu.
2 í túninu heima (1975), bls. 197.
9