Ritmennt - 01.01.2002, Page 18

Ritmennt - 01.01.2002, Page 18
OGMUNDUR HELGASON RITMENNT elsta ritverk hans sem hefur varðveist heilt í handriti og jafnframt hefur verið gefið út á prenti. Þegar litið er á útgáfuröð verka Halldórs leið enn nokkur tími þar til varðveitt yrðu þau handrit að verkum hans sem voru gefin út jafnóðum og samningu var lokið. Er reyndar langt í frá að slíkt hafi verið eins- dæmi á þessum tíma. Handrit sem búið var að prenta þóttu ekki lengur hafa nokkra þýðingu og var því oft fljótlega hent ef eng- inn sótti þau í prentsmiðjuna. Það var ekki fyrr en síðar, þegar skáldið hafði tvímæla- laust sannað snilld sína, að mönnum kom til hugar að vert væri að varðveita þróun sköpunarverksins eða sköpunarverkanna frá hendi höfundarins. Fyrstu handritsbroþ sem varðveist hafa af verki er fór beint í prentvélarnar eftir að höfundur hafði sett formlegan endapunkt á texta sinn, eru tvö vélrit af hluta af Alþýðu- bókinni, sem kom út 1929, annað með miklum breytingum. Næst er að nefna nokkur blöð með hendi skáldsins sem tengjast samningu Sölku Völku. Þau er að finna aftan á vélriti að grein sem birtist í þriðja hefti Iðunnar árið 1930 og nefnist Kirkjan á fjallinu, höfuðrit Gunnars Gunn- arssonar.9 Hefur sá texti sem um er að ræða þá fengið nokkuð heilsteypta mynd, en sag- an kom út 1931-32. Þá er þess að geta að til eru drög eða eiginlega frumhandrit, sem nefnt er Heiðin, frá 1929, er síðar varð að Sjálfstæðu fólki og út kom 1934—35. Enn meira efni er tengt ritun Heimsljóss, 1937-40. Af síðari skáldsögum Halldórs, það er frá og með íslandsklukkunni, 1943-46, hafa að því er virðist verið geymd vel flest handritadrög og síðari breytingar10 allt til Griklclandsársins, síðasta frum- samda verksins sem kom út 1980. Fyrstu rannsóknir á stíllegri þróun í verki íslensks samtímahöfundar Framan af árum má með vissurn sanni ætla að Halldór Laxness hafi ekki sérstaklega lagt áherslu á að varðveita drög eða uppköst eða jafnvel nein handrit að ritverkum sín- um svo sem virðist hafa verið um fleiri rit- höfunda á þessum tíma þegar viðkomandi hafði komið skáldskap sínum eða öðru efni á prent. í hugum þeirra hlaut verkið eitt að skipta máli eins og það kom fyrir augu al- mennings. Eftir að íslandsklukkan kom út, sem varð eins konar táknsaga eða „þjóðar- saga" um síðari hluta þess erfiðleikatíma- bils sem við köllum miðaldir í okkar sögu, er svo að sjá sem þurft hafi erlendan mann, sænska bókmenntafræðinginn Peter Hall- berg, til að slá nýjan tón hvað varðaði þýð- ingu þess að varðveita handrit skáldsins, jafnt frá fyrstu drögum til endanlegrar gerð- ar. Peter Hallberg hóf fyrstur rannsóknir á vinnubrögðum Halldórs við samningu ein- 9 Þetta ár er 3. hefti Iðunnar merkt ártalinu 1930, sem á að vera rétt ártal, en aftan við endurbirtingu greinarinnar í 1. útgáfu Dagleiðar á fjöllum 1939 er sett árið 1931 sem hugsanlega gæti annaðhvort bent til þess að heftið hafi ekki komið út fyrr en eftir áramót eða um sé að kenna ónákvæmni skáldsins. 10 Peter Hallberg: íslandsklukkan í smíðum. Um handritin að skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness. Árbók Landsbókasafns 1957, bls. 139-78. Úr vélrituðu handriti að Alþýðubókinni með síðari breytingum. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.