Ritmennt - 01.01.2002, Page 26
ÓGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
Vaiðveisla, umbúnaður og skráning
í handritadeild
Fyrstu handrit Halldórs Laxness, sem bár-
ust handritadeild Landsbókasafns til varð-
veislu, komu ekki frá honum sjálfum held-
ur Sigurði Nordal prófessor árið 1960. Það
var íslandsklukkan sem höfundur hafði gef-
ið Sigurði. Honum var manna ljósast hvar
þessari þjóðargersemi bæri endanlegur varð-
veislustaður. Upp úr 1960 hóf Halldór síðan
að vista handrit sín í handritadeild, og kom
útgefandi hans, Ragnar Jónsson, þar jafn-
framt við sögu. Hér má einnig nefna Stefán
Einarsson prófessor og fyrrnefndan Peter
Hallberg. Auk sjálfra handritanna að frum-
sömdum verkum ber að minnast á stórt
safn bréfa til skáldsins.
Eftir að Halldór missti heilsuna gerði
Auður Sveinsdóttir, kona hans, gangskör að
því að koma öllum fórum hans til safnsins,
og var sú ráðstöfun innsigluð með formleg-
um hætti með athöfn á degi íslenskrar
tungu, 16. nóvember 1996.15
Hér hefur einungis verið gefið yfirlit yfir
handrit að frumsömdum verkum Halldórs
Laxness, enda er langt frá því að fulllokið sé
að raða þessu efni og fá því endanlegan
vörslubúning. Þegar þessi orð eru rituð er
innan við mánuður frá því síðustu handrita-
kassarnir voru sóttir í Gljúfrastein, og enn
hafa ekki borist allar minniskompur skálds-
ins sem hafa varðveist frá fjórða og fimmta
áratugnum og fram til þess tíma að hann
lauk skriftum. Hljóta þessar kompur að telj-
ast ómetanlegar fyrir rannsóknir á tilurð
margra hinna miklu verka frá umræddum
tíma. Kemur þar fram að Halldór var
stöðugt að leita fyrir sér um efni og punkta
hjá sér það sem hann heyrði og sá eða las í
iðu mannlífsins. Mun allt þetta mikla efni
verða fræðimönnum drjúgur rannsólcna-
sjóður á komandi tímum eftir að því hefur
endanlega verið komið til opinberrar varð-
veislu í handritadeild.
15 Afhending handrita Halldórs Laxness á degi ís-
lenskrar tungu, 16. nóvember 1996. Einar Sigurðs-
son tók saman. Ritmannt 2, Reykjavík 1997.
22