Ritmennt - 01.01.2002, Page 30
SVEINN EINARSSON
RITMENNT
Síðar (1977) reyndi Brynja Benedilctsdóttir að túlka leikinn í
skopfærslu og gekk það skemmtilega upp framan af, en ekki þeg-
ar á leikinn leið. Hins vegar gerði sig býsna vel sviðsettur leik-
lestur Þórhalls Sigurðssonar í tilefni af 90 ára afmæli skáldsins
og enn varð hlutverk Gæu Kaldan áhrifaríkt, í þetta sinn í með-
förum Önnu Kristínar Arngrímsdóttur.
Halldór sagði mér, að hann hefði sett saman Straumrof sér til
gamans og tilbreytingar og langað að þreifa fyrir sér í nýju formi,
án þess að hann væri að breyta um stefnu í skáldskap sínum eða
teldi sig beinlínis vera að hasla sér nýjan völl. Er ekki heldur
hægt að neita því að nokkur byrjendabragur er á leiknum og þar
í engu farnar nýjar leiðir; tilsvörin ekki af þeirri skáldlegu anda-
gift sem stíll höfundar hafði laugast af í skáldsögunum sem hann
var að semja um svipað leyti. Síðar átti Halldór eftir að velta
mjög alvarlega fyrir sér leikritsforminu, um svipað leyti og liann
er að stoklca upp frásagnarform sitt í prósaverkunum og verður
vikið að því síðar.
íslandsklukkan og opnun Þjóðleikhússins
Hin eiginlegu afskipti Halldórs af leikhúsinu hefjast þegar Þjóð-
leikhúsið telcur til starfa og hann er orðinn höfuðskáld þjóðar-
innar. Hann er skipaður í hið fyrsta Þjóðleikhúsráð. Við opnun
leikhússins er ákveðið að flytja þrjú innlend verk: Nýársnóttina
eftir þann mann sem við eigum öðrum fremur að þakka að við
eigum Þjóðleikhús í dag, Indriða Einarsson, leikrit sem var einn
af hornsteinum í sjálfstæðri leikritun okkar, þó að því hafi farn-
ast miður vel á okkar tímum,- Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjóns-
sonar, það leikrit sem braut ísinn og sýndi umheiminum að ís-
lendingar gætu skrifað fyrir leikhús - og loks nýtt verk eftir
þálifandi leikskáld. Aratuginn á undan, sem að mörgu leyti var
gróskumikill í sögu Leikfélags Reykjavíkur, hafði hins vegar ver-
ið mögur uppskera innlendra sjónleika - ef undan er skilið
Gullna hliðið eftir Davíð, sem naut einstakrar almenningshylli,
og Uppstigning Nordals, sem var á annars konar vitsmunalegu
plani en obbinn af íslenskri leikritun til þess tíma. Nú var grip-
ið til þess ráðs að útbúa leikgerð íslandsklukltunnar og vann
leiltstjórinn, Lárus Pálsson, hana í samvinnu við Halldór. Þeir
26