Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 39
RITMENNT
VORIÐ GEINGUR í LIÐ MEÐ KÁLFUM
en sjálfur er hann þeirrar skoðunar, að Strompleikurinn sé
„„Silfurtúnglinu" fremri á ýmsa lund: leiltrænna verk og alþýð-
legra í sniðum, ádeilan enn markvissari, vopnaburðurinn fim-
legri. Og engum dettur í hug að skáldið láti hér staðar numið; við
treystum því að Laxness eigi enn eftir að auðga íslenzkar leilc-
menntir og það að rnarki - og láta vesaldóm okkar og spillingu
kenna á hárbeittu háði sínu og réttlátri reiði".2 „Þetta var þung-
ur róður," sagði leikstjórinn, Gunnar Eyjólfsson, í samtali við
greinarhöfund, „en það er það oft í leikhúsi." Sýningar urðu þó
reyndar fleiri en á Silfurtúnglinu eða 24 og áhorfendafjöldi hærri
eða rúm 11 þúsund, svo ekki var hægt að segja að leikurinn hafi
alls kostar fallið í grýtta jörð.
Hinn laxneski leikntunarstíll
Strompleikurinn er annars konar leikur en nokkur íslendingur
hafði samið til þess dags. Að kalla Halldór þar lærisvein Brechts
væri fráleitt; hins vegar væri ómaksins vert að kanna einhvern
tímann í alvöru, hvort Brecht hefði orðið fyrir áhrifum af verk-
um Halldórs sem hann mun hafa þckkt. Afturámóti er sá skyld-
leiki með Brecht og Halldóri í Strompleiknum, að leikurinn er
öðrum þræði pólitísks eðlis og á þessum árum var Brecht áhrifa-
valdur hins pólitíska leikhúss sem síðan átti eftir að verða býsna
ríkjandi á áttunda áratugnum. Engu síður en í Silfurtúnglinu
ræðst Halldór í Strompleiknum gegn gervimennsku og skrumi,
engu síður en í skáldsögunni Brekkukotsannál, sem út kom um
lílct leyti eða 1957, er hann að leita hins ósvikna. En stílsmátinn
hefur tekið mið af fáránleikastefnunni og meiningin er svosem
ekki neitt klístruð utaná; persónurnar óræðar og ekki festar upp
með einum þræði: frú Olfer með hana Gunnu, sem ekki lcann að
umla í strompinum, því hún er dauð, með fulltrúa Andans úr
Japan, sem kannski boðar ekki þessa heims streð, extrafiskimat
bánkans og inn- og útflytjendur sem eru í þeirn mun ríkari mæli
fulltrúar þess að verða ríkir í efninu, saungprófessor sem hefur
fórnarlamb leiksins, Ljónu Ólfer, í saungtímum árum saman þó
að hún hafi enga rödd til slíks, m.ö.o. lifi lífslygin,- lolts er svo
Kúnstner Hansen, ein af þessum göfugu sálum úr Bókinni um
2 Ásgeir Hjartarson. Leiknum er lokið, bls. 42-47.
35