Ritmennt - 01.01.2002, Page 41
RITMENNT
VORIÐ GEINGUR í LIÐ MEÐ KÁLFUM
En leikritin geta þó eigi að síður verið með ýmsu móti og hér
beitir Halldór táknum og dæmisögum af mikilli fimi og lætur
áhorfandann geta í merkinguna í stað þess að troða siðaboð-
skapnum að honum með stórum bókstöfum. Reyndar varar
Halldór höfunda við of miklum putta á lofti í áðurnefndum
Minnisgreinum og nefnir Ibsen sem dæmi í Pétri Gaut.5
Verk eins og Strompleikurinn býður auðvitað upp á margvís-
legar túlkanir. María Kristjánsdóttir setti hann til dæmis upp
sem trúðleik á Akureyri um 1970 og löngu seinna fór Guðjón
Pedersen enn aðrar leiðir í sviðsettum leiklestri á níræðisafmæli
skáldsins. Strompleikurinn, eins og önnur leikrit Halldórs frá
sjöunda áratugnum, bíður nú nýrrar túlkunar.
Skáldsagan Kristnihald undir Jöldi lcom út 1968 og hafði þá
ekki komið út skáldsaga frá hendi höfundar síðan 1960, er hann
sendi frá sér Paradísarheimt. En þarna á milli hafði mikið vatn
runnið til sjávar og Halldór hugsað mikið um leikskáldskap. Svo
miklum vígamóð er hann í, að þegar árið eftir Strompleikinn
birtist á prenti nýr sjónleikur eftir Nóbelsslcáldið, Prjónastofan
Sólin. Og stórir hlutar skáldsögunnar Kristnihalds undir Jökli
eru í samtalsformi.
Prjónastofan Sólin lá óbætt hjá garði og Þjóðleilchúsið, sem
hafði verið vettvangur Halldórs í leikhúsinu, veigraði sér við að
taka leikinn til sýningar í lcjölfar Strompleiksins. En nú er það
svo að blómleg leikritun byggist á rælctun. Þeir ungu höfundar
sem lcomu fram í Þjóðleilchúsinu á þessum árum, Matthías Jo-
hannessen, Sigurður A. Magnússon og Guðmundur Steinsson
voru einfaldlega ekld rælctaðir og aðeins sýnt svosem eins og eitt
verk eftir hvern. Guðmundur átti athvarf í Grímu, þar til á
næsta áratug, þegar blómaskeið hans rann upp í Þjóðleikhúsinu.
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur voru hins vegar höfundar eins og Jölt-
ull Jalcobsson, Jónas Árnason og Oddur Björnsson „settir á" og
íslensk leikritun tók að blómgast. Og þá gerist það, að Halldór
Laxness færir sig um set og í Iðnó verður hans helsta leiksvið
næstu árin.
Árið 1965 falaðist Leikfélag Reykjavíkur eftir því að sýna
Prjónastofuna. Þá kom í ljós, að Halldór var með annað leikrit í
smíðum, Dúfnaveisluna, og nú æxluðust mál þannig, að Leikfé-
5 Upphaf mannúðarstefnu, bls. 73.
37