Ritmennt - 01.01.2002, Page 48
SVEINN EINARSSON
RITMENNT
þegar hann segir í sömu grein (bls. 87) um eina þessara persóna,
Ibsen Ljósdal: „[það] rennur útí fyrir honum svo hann fer að tala
einsog Dýraverndunarfélagið ellegar láta í ljós kenníngar um
landbúnaðarmál og þessháttar, sem eru bersýnilega rángar."
I brennidepli innan um þennan mannsöfnuð eru konurnar
sem eru fórnarlömb, líkt og Lóa í Silfurtúnglinu, sem Feilan Ó.
Feilan kaupir, Ljóna Ólfer, söngkonan sönglausa, prjónakonan
Sólborg og hún Anda litla prinsessa. Kannski á Þrídís, fórnar-
lamb fegurðarstjórans að einhverju leyti heima í þessum hópi.
Niðurstaða leikjanna er þó ekki hin sama; Sólborg og Ljósdal
ganga á vit nýs heims - þessa eða annars - eftir að Prjónastofan
er brunnin og eru þau leikslok mest í anda hinnar fornu leilc-
hefðar. Hvorki Strompleikurinn né Dúfnaveislan bjóða upp á
sams lconar viðhlítandi lausn, ekki fremur en í Beðið eftir Godot
eða Stólunum - eða Mutter Courage eða Góðu sálinni frá Sezú-
an - ef því er að skipta. Þeim lýkur svo í dæmi Strompleiksins,
að Ljóna Ólfer leggur leið sína upp um þann stromp sem áður
geymdi lík. Hreinsast hún af því eða eru þetta hin endanlegu ör-
lög þeirra sem láta mengast að sameinast sótinu? í lok Dúfna-
veislunnar spretta laukar og gala gaukar svo sem vera ber í
skemmtunarleik. Pressarahjónin þurfa ekki að labba sig í fang-
elsið til að taka út refsingu fyrir fósturdóttur sína, stríðsbarnið
Öndu prinsessu, því að í ljós lcemur að hún hefur engan mann
drepið, hvorki Gvendó né eiginmanninn Rögnvald Reykil - og
svo hefur lílca vitnast að það er eklci til siðs í samfélaginu að sitja
inni fyrir aðra. „En hvað á að gera ef manni þykir vænna um ein-
hvern annan en um sjálfan sig?" spyr pressarinn, „Er þá bannað
með lögum að endurleysa mannkynið?" „Málið er í athugun,"
segir Gvendó.12 Og fatahreinsunarrafsódíufólkið dembist aftur
inn á gólf og nú á ekki lengur að setja honum stólinn fyrir dyrn-
ar, heldur er erindið að gera þann gamla að heiðursfélaga þó að
hann pressi undir taxta.
Er skáldið aö hlaupa út undan sérl
Það lætur að lílcum að umgjörð um slíkt fólk er ekki endilega í
dempuðum litum og atburðarás lýtur elcki neinni hversdagslegri
12 Dúfnaveislan, bls. 167.
44