Ritmennt - 01.01.2002, Síða 63
1| !=1| !!!!!
______________________________RITMENNT 7 (2002) 59-69 Jl BHll JB9
Aðalsteinn Ingólfsson
Af eingli með mónokkel
Hugleiðing um helstu portrettmyndir af Halldóri Laxness
Alla sína ævi var Halldór Laxness áhugasamur um íslenska myndlist og ritaði fjölda
greina um viðgang hennar að fornu og nýju, auk þess sem hann setti saman texta fyr-
ir bækur um einstaka íslenska myndlistarmcnn. Persónuleg tengsl Halldórs við
myndlistarmenn voru einnig umtalsverð, og urðu margir þeirra til að fjalla um hann
í myndum. Portrettmyndir voru gerðar af Halldóri með reglulegu millibili frá 1925
og til 1985, og voru þar að verki jafnt landsþekktir listamenn sem skopmyndateikn-
arar.
Halldór Laxness hafði afskipti af flestum - og slcoðanir á öll-
um - listgreinum sem stundaðar voru á íslandi. Óhætt er
að segja að hvergi hafi þessi afskiptasemi borið eins ríkan ávöxt
eins og í umræðunni um íslenska myndlist. Halldór setti saman
langa bókatexta um nolckra helstu myndlistarmenn þjóðarinnar,
t.d. fóhannes Kjarval, Ásmund Sveinsson og Svavar Guðnason.
Einnig ritaði hann formála að sýningum þeirra í bæklinga og
umsagnir fyrir blöð og tímarit. Þar á meðal eru tilskrif um
Gunnlaug Scheving, Nínu Tryggvadóttur og Sigurjón Ólafsson.
Nokkrir þessara listamanna tólcu einnig að sér að myndskreyta
bækur fyrir Halldór, að einhverju leyti fyrir milligöngu Ragnars
Jónssonar í Smára, forleggjara skáldsins. Þar má nefna lcápu-
myndir sem Þorvaldur Skúlason gerði fyrir skáldsögur Halldórs
og svarthvítar teikningar í Brennu-Njáls sögu, en þar er einnig
að finna teikningar eftir Gunnlaug Scheving og Snorra Arin-
hjarnar. Myndir í Grettis sögu voru verk þeirra Þorvalds og
Gunnlaugs, og Laxdæla og Hrafnkatla birtust með teikningum
eftir Gunnlaug.
Aðrir myndlistarmenn og ýmiss lconar myndlistarleg málefni
koma einnig fyrir í blaðagreinum Halldórs og esseyjum: íslenslc
myndlist til forna, myndlistararfleifð Thorvaldsens, altaristafla
Muggs, skúlptúrar Einars Jónssonar, hestamyndir Þorvalds
Skúlasonar, listaverlcasafn Markúsar Ivarssonar, birtan í verkum
Listasafn ASÍ.
Halldór Laxness, málverk eft-
ir Kristján Davíðsson, 1949.
59