Ritmennt - 01.01.2002, Page 66
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
RITMENNT
& tr>
Stcinunn Áinadóttii.
Halldór Laxness (eingill með
mónokkel), vatnslitamynd eftir
Richard Becker.
unnar Yöku-Helgafells. Af því tilefni tók undirritaður saman yf-
irlit yfir þessar „ásjónur" og helstu einkenni þeirra. Ýmislegt af
því er hér sett fram á nýjan leik með öðrum formerkjum eða í
ljósi nýrra upplýsinga.
Það var þýslcur myndlistarmaður, Richard Becker að nafni,
sem fyrstur gerði alvöru „skáldportrett" af Halldóri. Þetta var
árið 1925 úti á Taormína á Sikiley. Þar voru þeir Becker samvist-
um meðan Halldór vann að Vefaranum mikla, eins og fram
kemur í Skáldatíma. Raunar gerði Becker þrjár myndir af Hall-
dóri, tvö málverk og eina teikningu. Af þeim var „ein af eingli
með mónokkel, önnur einsog af djöflinum, hin þriðja þar í
miðju," svo vitnað sé í orð fyrirsátans.1
Myndir Beckers af Halldóri sýna djúpt hugsandi ungskáld,
lífsþreytt um aldur fram eins og tilheyrði í þeirri prófessjón. Eina
þeirra má sjá framan á ritgerðasafninu Af menníngarástandi frá
1986. Stíll þessara mynda er mjög í anda þýska nýraunsæisins -
Neue Sachlichkeit - sem þá var í tíslcu. Af skarpskyggni sinni fer
Halldór nokkuð nærri eðli þessa raunsæis í lýsingu á myndstíl
Beclcers: „Hann málaði húsaþorp áþeklcast því sem þau hefðu
verið rölcuð með rakhníf þángaðtil ekki var eftir nema til-
breytíngar af miskunnarlausri birtu."2
Meö og án skeggs
Þarnæst í tímanum er bústan sem Magnús Á. Árnason gerði af
Halldóri árið 1933 og er nú í Listasafni íslands. Er það jafnframt
fyrsta þrívíddarmyndin sem gerð var af skáldinu. Þeir Halldór og
Magnús þekktust vel frá því þeir bjuggu í San Francisco og
reyndu í sameiningu að þýða Vefarann mikla á enslcu. Þessi
bústa af Halldóri er að öllu leyti venjubundin og veitir takmark-
aða innsýn í persónuleika hans; kannski er það þess vegna sem
hún hefur aldrei verið steypt í brons. Hins vegar lýsti Halldór
Magnúsi afar fallega í ritgerð frá 1980, sagði að hann væri „hrein-
skilinn játandi þeirrar listrænu sem honum var í blóð borin".3
1 Skáldatími (1963), bls. 32.
2 Bls. 31. Sjá einnig „Richard Becker in memoriam" í Gjörníngabók (1959), bls.
177-78.
3 Við heygarðshornið (1981), bls. 128.
62