Ritmennt - 01.01.2002, Síða 68
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
RITMENNT
Landsbókasafn.
Halldór Laxness, málverk eft-
ir Nínu Tryggvadóttur.
64
maður fyrst eftir hinni beinu og náttúrlegu sýn hennar á við-
fángsefninu samfara einlægni í túllcun" segir Halldór í umsögn
sinni um sýninguna.5 Og bætir við: „Hún er frábitin öllu sem
nálgast áhrifabrellur og slcart, tilhneigíng hennar til einföldunar
og samþjöppunar er meira að segja svo sterk að myndfletir henn-
ar eru stundum í naktasta lagi."6
Um sama leyti málar Nína fyrstu af þremur portrettmyndum
sínum af Halldóri, sem einkennast einmitt af áðurnefndri ein-
földun og samþjöppun. í stílfærslu sinni nýtir hún sér einnig til
fullnustu auðkenni Halldórs, hátt ennið, langt niðurandlitið og
yfirvaraskeggið, svo jaðrar við slcopstælingu. Um leið gefur hún
til lcynna ríkulegt innra líf hans og skáldlegt upplag með fjar-
rænu tilliti sterlcblárra eða hálfluktra augna.
Samband þeirra Halldórs og Louisu Matthíasdóttur, ágætrar
vinkonu Nínu, var aldrei jafn náið, enda ílentist Louisa í Banda-
ríkjunum mestan hluta ævinnar. Á einum stað í minningarorð-
unum um Nínu spyrðir Halldór saman þær vinkonurnar og kall-
ar þær hvorki meira né minna en „mikilfeinglegar [...] einstakar
í sinni röð [...] þessar ógleymanlegu konur".7
Einföldun og samþjöppun er einnig einkenni á myndlist Lou-
isu framan af, en hins vegar hafði hún öllu meiri áhuga á útliti
fólks en innræti. í portretti sínu af Halldóri frá því um 1942 hef-
ur hún mest gaman af fótstellingu skáldsins og sundurgerð,
rauðum sokkum hans og sterklituðu hálsbindi, svo mjög að hún
hirðir ekki um að útlista andlitsdrætti hans í smáatriðum.
Um svipað leyti, eða 1942-44, komust þeir Halldór og Þor-
valdur Skúlason tæpast hjá því að hittast og stofna til vináttu.
Bæði var myndlist Þorvalds í rniklu dálæti hjá forleggjara Hall-
dórs, Ragnari í Smára, auk þess sem málarinn umgekkst vinkon-
ur Halldórs, Nínu og Louisu. Halldór samdi ekki langar ritgerð-
ir um verk Þorvalds, en getur hans ævinlega lofsamlega í yfirlits-
greinum sínum um myndlist og önnur menningarmál. Ekki er
ósennilegt að Halldór hafi verið meðal þeirra fyrstu sem skynj-
uðu nýjabrumið í samsýningunni sem þeir Þorvaldur og Gunn-
laugur Scheving héldu árið 1943, en hún hefur af ýmsum eftir-
5 Sjálfsagðir hlutir [ 1962), bls. 142.
6 Bls. 142.
7 Yfirskygðir staðir, bls. 92.