Ritmennt - 01.01.2002, Page 69
RITMENNT
AF EINGLI MEÐ MÓNOKKEL
komendum verið kölluð tímamótasýning í íslenskri myndlist.
Halldór segir (1943) að þar hafi verið „myndlist sem fyrst og
fremst birtir hug og hjarta málarans gagnvart hlutunum, skapar
á léreftinu sérstakan heim, sem er að vísu hvergi annarsstaðar til
þó inntak hans sé heirnur allra annarra manna,- en er elcki tilraun
til eftirlíkíngar einhvers ytra veruleika sem vegarvill hugsun
ímyndar sér algildan."8
Vitað er um þrjú portrett sem Þorvaldur málaði af Halldóri. í
þeirn ölluin dregur hann upp mynd af skáldinu sem heimsmanni
og intellektúal, gersneyddum viðkvæmni og dreymni af því tagi
sem lengi var siður að tengja við rithöfunda. I þessum myndum
er Halldór höfuðstærri en aðrir menn, skarpleitur og einarðleg-
ur. Og auðvitað vel til hafður hvar sem á hann er litið.
Ennfremur gerði Þorvaldur hluta teikninganna fyrir fornritin
sem Halldór gaf út, eins og áður er getið, og kápur fyrir frumút-
gáfu íslandsklukkunnar.
Halldór Laxness, málverk eftir
Jón Stefánsson.
Frægóin og tjáningarfrelsið
Óvenjulegustu portrettmyndir af Halldóri gerði Kristján Davíðs-
son á árunum 1949-51. Listmálarinn og skáldið höfðu kynnst í
Unuhúsi og voru báðir sérstaklega áhugasamir urn klassíska tón-
list. Seint á fimmta áratugnum var Kristján í París, þar sem hann
varð gagntekinn af bernskum og frumstæðum myndstíl franska
listmálarans Dubuffet. Frakkinn sá leit á myndir sínar sem and-
óf gegn útslitnum vestrænum „fínkúltúr". Óvíst er hvort Krist-
ján hefur lagt svipaðan skilning í þessa myndgerð; líklegra er að
hann hafi séð í henni leið til að meðhöndla mannslíkamann
frjálslegar en tíðkaðist á íslandi.
Heimkominn hóf Kristján að gera nokkur portrett af íslensk-
um skáldum, til dæmis Þórbergi Þórðarsyni, Steini Steinarr og
Halldóri. Útlit og fas þeirra þekktu allir íslendingar; því hefði
hefðbundinn portrettmálari eflaust talið sér skylt að gera af þeim
nákvæmar eftirmyndir. Fyrir Kristján var „frægð" þeirra þvert á
móti ávísun á aukið tjáningarfrelsi. Fyrst allir vissu hvernig Þór-
bergur, Steinn eða Halldór litu út í raunveruleikanum var lista-
manninum frjálst að bregða á leik. Sem hann gerir í þremur
8 Sjálfsagðir hlutir, bls. 108.
65