Ritmennt - 01.01.2002, Síða 70
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
RITMENNT
Landsbókasafn.
Halldór Laxness, bústa eftir
Nils Aas.
portrettmyndum sínum af Halldóri, án þess þó að gera fyrir-
myndina óþekkjanlega. Halldór er jafn nálægur í þessum mynd-
um eins og í verkum Beckers sem minnst er á hér á undan.
Einhverjum kann að þykja undarlegt að Svavar Guðnason, sá
myndlistarmaður sem Halldór hafði í meiri hávegum en flesta
aðra, skyldi aldrei gera af honum portrettmynd. Því er til að
svara að Svavar varð afhuga hlutlægri túlkun snemma á ferli sín-
um, löngu áður en þeir Halldór kynntust. Eftir það taldi hann sig
ekki eiga neitt vantalað við svokallaðan „veruleika hlutanna",
þar með talin andlit samferðamanna sinna.
En eins og ýmsir aðrir listmálarar lagði Svavar skáldinu til
myndlýsingar, aðallega kápumyndir. Hann gerði afstrakt kápu-
mynd fyrir fyrstu útgáfuna af Geiplu (1952) og kápumynd fyrir
Helgafellsútgáfuna á Prjónastofunni Sólinni (1962), sem til er í
a.m.k. tveimur útgáfum.
Jón Stefánsson varð fyrsti listmálarinn til að gera af Halldóri
portrettmynd eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Myndin af
honum er miðsækin og samhverf eins og býsanslct íkon; þar sit-
ur skáldið í aflmiðju eins og sjálfur Kristur, fjarlægur og upphaf-
inn. Ekki er ólíklegt að eilítið kuldalegt yfirbragð myndarinnar
stafi af því að samskipti þeirra Halldórs og Jóns voru lítil sem
engin. Halldór minnist varla á myndlist Jóns í greinum sínum
nema í framhjáhlaupi og átti enga mynd eftir hann. Einhver ann-
ar, hugsanlega Ragnar í Smára, sem var aðdáandi Jóns, hefur þá
átt upptökin að þessu portretti. Það var enn í fórum málarans
þegar hann lést árið 1962 og var seinna (1972) lceypt til Lista-
safns íslands.
Tveir meistarar
Halldór átti hins vegar töluvert saman að sælda við samtíma-
mann Jóns, Jóhannes Kjarval, og höfðu þeir fölskvalaust dálæti
livor á annars verlcum. Ég lief ekki rekist á nafn Kjarvals í grein-
um Halldórs fyrir 1927; fram að því virðist slcáldið aðallega vera
með hugann við myndlist Einars Jónssonar. Árið 1927, nánar
tiltelcið 22. janúar, fer Halldór hins vegar lofsamlegum orðum
um „hausa" Kjarvals í Alþýðublaðinu, og árið 1935, í tilefni af
fimmtugsafmæli og yfirlitssýningu listamannsins, ritaði hann
langa grein um verlc hans. Lolcs samdi Halldór ítarlega formála
66