Ritmennt - 01.01.2002, Side 71
RITMENNT
AF EINGLI MEÐ MÓNOKKEL
að tveimur bókum um Kjarval, fyrst 1938 og loks 1950. Úr síð-
astnefndu greininni eru mér sérstaklega minnisstæð eftirfarandi
orð: „Ókyrð listamannsins, leit hans, rannsókn og tilraunir, sú
afstaða sem meistara er og verður náttúrleg, að efast urn alt hið
sjálfsagða og taka hið fjarstæðasta og ólíklegasta sem hugsanleg-
an sennileik, - þetta gerir list hans æsilega."9
í einskærri hrifningu yfir bókum Halldórs átti Kjarval til að
færa honum teikningar að gjöf og sparaði ekki innblásin tileink-
unarorð til hans. Teikningar Kjarvals af Halldóri eru hins vegar
fáar og flokkast fremur undir fantasíur um hann en tilraunir til
persónulýsinga. Eða eins og Halldór segir í áðurnefndri grein frá
1950: „... upphaflega fyrirmyndin [lýtur] hér í lægra haldi fyrir
myndrænum kröfum, þeim kröfum sem virða lögrnál sjálfstæðr-
ar myndsköpunar hærra en þjónustusemi við sérhverja raun-
verulega fyrirmynd."10 A.m.k. eitt tilbrigði um persónu Halldórs
eftir Kjarval er að finna í Listasafni Reykjavíkur.
Níu myndhöggvarar að minnsta kosti urðu til að gera bústur
eða annars konar þrívíddarmyndir af Halldóri: Magnús Á. Árna-
son, Richard Lee - breskur listamaður sem gerði eftirmyndir
þekktra íslendinga fyrir vaxmyndasafn Óskars Halldórssonar
(„íslandsbersa") - norski listamaðurinn Nils Aas, Sigurjón Ólafs-
son, Ólöf Pálsdóttir, Erlingur Jónsson, rússneskur myndgerðar-
maður sem við skulum kalla „Vladimir", Ríkey Ingimundar-
dóttir og Páll Guðmundsson frá Húsafelli. Hef ég einnig haft
spurnir af bústu sem gerð var af Halldóri einhvers staðar í gömlu
Sovétríkjunum.
Rismest og áhrifaríkust þeirra er tvímælalaust bústa Sigur-
jóns, enda hafði hann reynsluna fram yfir aðra sem hér eru
nefndir. Að auki komst á afar gott samband milli listamanns og
fyrirsáta meðan á myndmótun stóð, elclci síst vegna frásagnar-
gáfu hins fyrrnefnda. Portrett Sigurjóns er stíft í uppbyggingu, en
hið áferðarríka og kvika yfirborð gefur til kynna fjörmikinn anda
skáldsins.
Bústan eftir Nils Aas varð til á sjöunda áratugnum, eftir
nokkrar heimsóknir myndhöggvarans til landsins í fylgd með Er-
lingi Jónssyni, sem sjálfur gerði vangamyndir af Halldóri. Eins og
Ólöf Pálsdóttir.
Halldór Laxness, bústa eftir
Ólöfu Pálsdóttur.
Halldór Laxness, teikning eftir
Sigurð Sigurðsson.
9 Dagur í senn (1955), bls. 38.
lOBls. 40.
67